Barnablaðið - 01.02.1945, Side 4

Barnablaðið - 01.02.1945, Side 4
4 BARNABLAÐIÐ Spyrjandi barnsaugu. í dag var mér sögð svo aðlaðandi og falleg saga, af litlum dreng, að ég ákvað strax að skrifa hana niður fyrir Barnablaðið. Drengurinn er 6 ára og gengur í Sunnudagaskólann í Betel í Vest- mannaeyjum. J>ar er honum sagt frá kærleika Krists til mannanna, þýðingu þess að lesa Guðs Orð og biðja. Fyrir löngu síðan hefir drengurinn tekið upp þann sið, ótilkvaddur af öðrum, að biðja fyr- ir vissu fólki, sem hann, á barnsleg- an hátt, heldur að líði ver en öðr- um. Á kvöldin, þegar hann ætlar að fara að hátta, tekur hann nafna- listann fram, og talar um nöfn og neyð þessa fólks við Drottinn, eins og hann talaði við pabba sinn um það. Meðal annarra, sem hann hafði á listanum, var gömul kona, sem hann hafði heyrt talað um, að væri mikið veik, og biði varla eftir öðru en dauðanum. Um langan tíma var Montgomery les og dáist að. Og það er þessi bók, sem hefir hjálp- að þúsundum manna til að halda út, þar til ferðin þeirra hér í heimi er á enda. För pílagrímsins er til í íslenzkri þýðingu eftir Eirík Magnússon í Cambridge 1876. En því miður er hún ófáanleg nú, litli drengurinn búinn að biðja Guð að miskunna sig yfir þessa konu. Hann kallaði hana frænku sína, enda var hann eitthvað skyld- ur henni. Eitt kvöld, þegar hann var að biðja, lítur hann skyndilega spyrj- andi augum á mömmu sína, upp úr bæninni, og spyr rannsakandi: Mamma, ætli ég þurfi nú að biðja lengur fyrir frænku? Ætli Guð sé ekki búinn að senda englana sína að sækja hana? Móðurinni þótti þetta einkenni- leg spurning, og snortin af heilagri alvöru, sem Iienni fannst lýsa frá ásjónu barnsins, varð henni á, að athuga hvað klukkan var og setti það á sig. Daginn eftir fréttist að gamla konan hefði dáið um það bil, sem barnið leit upp frá bæn- inni og varpaði spurningunni fram. „En Jesús segir við þá: Já, hafið þið aldrei lesið þetta: Af munni barna og brjóstmylkinga hefir þú tilbúið þér lof?“ Matt. 21, 16. Á. E. „Hvað sem þér biðjið um í mínu nafni það mun ég gjöra, til þess að Faðirinn verði vegsamlegur í Syn- inum. Ef þér biðjið einhvers í mínu nafni, mun ég gjöra það.“ (Jóh. 14 : 13-14).

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.