Barnablaðið - 01.12.1955, Síða 3

Barnablaðið - 01.12.1955, Síða 3
eftir Göran Stenlund. Þegar ég var lítill drengur heima hjá foreldrum mínum, heyrði ég eitt sinn einn af nágrannadrengj- unurn spila lag á tvöföldu hanno- nikuna sína. Þetta var danslag og það festist í huga mér og ómaði þar, svo að segja bæði dag og nótt. Mamma og pabbi höfðu innrætt okkur börnunum að fylgja Jesú og syngja söngva honum til dýrðar. Þess vegna gerði þetta lag mig sér- lega óhamingjusaman, þar sem það sífellt ómaði í huga mér. Eitt sinn fórum við á samkomu á sunnudagsmorgni og þá prédik- aði forstöðumaðurinn okkar um það, að við yrðum að útiloka alla synd úr hjarta okkar og varðveita það hreint. Þetta var alvarleg pré- dikun og boðskapurinn gekk beint til hjarta míns. Eg varð samferða systur minni, sem var yngri en ég, heim af sam- komunni. Ég sagði henni þá þetta með lagið, sem nágrannadrengur- inn spilaði og sífellt hljómaði fyrir eyrum mér. „Veiztu, að þetta er alveg eins hjá mér,“ svaraði systir mín. Við leiddumst gegnum skóginn, meðan við ræddum um þetta, en allt í einu stanzaði hún og sagði: „Eigum við að fara hérna inn í skóginn og biðja Jesúm að taka þetta lag burtu frá okkur?“ Við gerðum þetta og krupum á kné þarna í mosann og báðum sam- eiginlega innilega til Jesú, að hann vildi taka þetta lag burt frá okkur. A sörnu stundu fengum við bænasvar. Mikil varð gleði mín, þegar pabbi, nokkru seinna kom heim með tvöföldu harmonikuna, sem liann hafði keypt af nágranna okk- ar. Ég fór að byrja að læra á hana og ekki leið á löngu, þangað til ég gat spilað nokkur lög. Bæði ég og systir mín mættum Jesú á bernskuárunum og lærðum hjá honum liinn nýja söng, sem aldrei dvín. Og þann söng getur hver drengur og stúlka lært, sem vil'l opna lijarfa sitt fyrir Jesú. BARNABLABIÐ 67

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.