Barnablaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 3

Barnablaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 3
!?eg'ar litli bróðir t#ndli^t0 Ahl4+-rand ■ {T3 Eftir Gretu Otterdahl-Waern. — Góða Lísa mín, sæktu mjólk- ina fyrir mig sagði, mamma. — Já, það skal ég gera, sagði Lísa, sem alltaf var svo viljug. Hún var einmitt núna að gæta litla bróður síns, en henni fannst gott að mega fara svolítið frá litla stund. — Komdu þá fyrst með Svenna inn í eldhús til mín, kallaði mamma til hennar. Ég þori ekki að skilja hann eftir einan úti í garði. Lísa tók í hendina á litla bróður og leiddi hann með sér inn í eldhús. Hún sá ekki mömmu þar en líklega hafði hún gengið inn í búr eða stofu. Lísa lokaði nú dyrunum og hljóp sína leið með mjólkurflöskuna. Hún heyrði litla bróður gráta inni en mamma yrði að hugga hann, þegar hún kæmi. Litli bróðir sat á eldhúsgólfinu og grét. Engin mamma var sjáan- leg og Lísa var farin frá honum. Samt fannst honum hann heyra rödd mömmu úr fjarlægð. En hann gat ekki heyrt hvaðan hún kom. En sannleikurinn var sá að síminn hafði hringt inni á skrifstofunni hans pabba og þar sat mamma og talaði og talaði. Þegar mamma kom aftur út í eldhúsið var Svenni farinn. Hún hafði þó heyrt hann gráta þar en nú var allt hljótt og dyrnar stóðu opnar. Hafði Lísa ef til vill tekið hann með sér eða hafði hann farið eitt- BARNABLAÐIÐ 35

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.