Barnablaðið - 01.06.1958, Qupperneq 8

Barnablaðið - 01.06.1958, Qupperneq 8
Guðný. Rebekka. á fiðlu, segir Guðný. Ég er búin með einn tíma. — Það er góð byrjun, en mér heyrðist þú vera að tala um .að verða fiðlukennari. Þá hlær Guðný svo að ég held að ég hafi sagt ein- hverja vitleysu. — Það veit ég ekki hvort ég get, en mig langar til að verða hjúkrun- arkona. — Jæja, það er ágætt starf og ég hugsa að þú sért ágæt í það. En þú, Rebekka, hvað vilt þú verða? — Eg veit ekki, en ég gæti vel hugsað mér að vinna í blómabúð. — En svo langar mig að spyrja um eitt að lokum. Hafið þið tekið á móti Jesú, sem Frelsara ykkar? — Já, svara báðar stúlkurnar. Það eru tvö ár síðan, ef við lifum í sumar. Við höfum gengið í sunnu- dagaskóla síðan við munum fyrst eftir okkur, en svo ákváðum við að fylgja Jesú alltaf og heilshugar. — Já, Guð blessi ykkur í þeirri ákvörðun. Ég sé að ykkur vantar sjaldan á samkomurnar. En viljið þið nú senda lesendum Barnablaðs- ins eitt minnisvers? — Já, svarar Rebekka, ég vil senda það fyrsta, sem ég lærði utan- bókar úr Biblíunni. Það er: Jóh. 3, 16. — Og ég vil líka senda það, seg- ir Guðný. — Ég skal koma þessu til skila, sagði ég um leið og ég kvaddi þess- ar ungu, skemmtilegu stúlkur. Nú sendi ég minnisversið þeirra til ykkar, lesendur Barnablaðsins. — Viljið þið ekki líka velja ykkur þennan sama Frelsara, sem þær hafa valið, Jesúm Krist? Guð blessi ykk- ur til þess. T. E. 40 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.