Barnablaðið - 01.06.1958, Síða 12

Barnablaðið - 01.06.1958, Síða 12
SÍMON BRÁÐI. KOBSK BABNASAGA, EFTIB OLAF BABAAS Gnðný Signrmnndgdöttir íslenzkaöi. Framhald. MYLLAN Símon stóð upp frá borðinu og lokaði skólabókunum sínum. Nú hafði hann lokið lestrinum í dag. Hann hafði lesið svo mikið, að hon- um fannst hann sjá bókstafi, hvert sem hann leit. Ritgerðina hafði hann skrifað og heimadæmin voru reiknuð. Hann var frjáls það sem eftir var dagsins. Hann hafði lokið við að höggva mikið af eldiviði, sem aðeins var eftir að bera inn, og það var ekki lengi gert. Hann lagði bækurnar varlega niður í töskuna og pennakassann efst. — Kennarinn hafði sagt, að allt ætti að vera í röð og reglu og eitthvað var nú skemmtilegra að taka skóla- áhöldin upp, þegar vel hafði verið gengið frá þeim. Þessa stundina var hann aleinn heima, því að mamma hafði farið í heimsókn til ömmu og pabbi var að aka fyrir Áslák í Vogi. Símon bar inn eldiviðinn og þeg- arar því var lokið læsti hann dyr- unum, en lét lykilinn standa í, því að bráðum var von á mömmu aft- ur heim. Hann gekk að kanínubyrginu. Bezt að sjá um, að þær hefðu nóg að narta í. Skrítnar voru þessar kanínur. Stundum sátu þær graf- kyrrar, en þutu svo skyndilega upp, svo að afturfætumir stóðu beint upp og hentust inn í fylgsnið sitt. Byrgið var stórt og hafði Símon vír- net yzt, en innst hafði hann útbúið kassa með gati á, sem var rétt hæfi- legt fyrir eina kanínu að smjúga gegnum. En þegar þær styggðust, — ja, þá þutu þær inn í kassann með þvílíkum hraða, að oft voru þær að því komnar að festast. Gatið var því aðeins nógu stórt, að þær færu inn hver á eftir annarri, en þær voru ekki vitrari en það að stund- um ætluðu þær að troðast inn sam- tímis og þá stóð allt fast. Svona fór nú, þegar Símon kastaði grængres- inu inn til þeirra. Símon stóð keng- boginn af hlátri. Hvílík flón, að ótt- ast sinn eiginn mat! Loksins átt- aði sú gráa sig, og þá kom sú hvíta á eftir. •— Borðið þið nú, sagði Símon — ég ætla niður að læk. Svo lokaði hann byrginu tryggilega og gekk niður túnið. Hann langaði svo 44 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.