Barnablaðið - 01.02.1979, Page 18

Barnablaðið - 01.02.1979, Page 18
JESÚS HJÁLPAÐI LITLA DRENGNUM Biblían segir okkur frá litlum dreng, sem var mjög veikur. Hann var með hita og honum var líka illt í höfðinu. Mömmu hans og pabba þótti mjög vænt um hann og þau gerðu allt sem þau gátu til þess að hann yrði frískur aftur. En honum batnaði samt ekki. Einn morguninn sagði pabbinn við litla drenginn sinn: — Nú ætla ég að fara til Jesú. Ég ætla að biðja hann að koma og lækna litla drenginn okkar. Pabbinn gekk eins hratt og hann gat. Þegar hann kom í þorpið, þar sem Jesús var, spurði hann: — Hvar er Jesús? Ég verð að tala við hann núna strax. Svo leitaði hann þangað til hann fann Jesúm. — Litli drengurinn minn er svo veikur, sagði pabb- inn við Jesúm. —Viltu vera svo góður að koma fljótt og lækna hann? Jesús vildi gjarnan hjálpa. En hann fór ekki með pabbanum. — Drengurinn þinn er orðinn frískur! sagði Jesús. — Honum líður vel núna! Pabbinn trúði því sem Jesús sagði og lagði af stað heim til sín. Þegar hann var alveg að koma heim, komu tveir af þjónum hans hlaupandi á móti honum og kölluðu: — Drengurinn þinn er orðinn frískur! Honum er alveg batnað! Hugsaðu þér bara hvað pabbinn varð glaður! Hann flýtti sér inn í húsið, þar sem drengurinn og mamma biðu. Það var alveg satt, sem Jesús sagði. Drengurinn var oröinn frískur. Nú voru allir glaðir heima. Jesús hafði læknað drenginn. Jesús hjálpaði þeim af því að hann elskaði þau. Þau elskuðu öll Jesúm og trúðu að hann væri sonurGuðs. þ. Gullý.

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.