Barnablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 8

Barnablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 8
Sannar sögur úr sveitinni: Hanni slasast Hanni var næst yngstur 6 systkina og féll þaö því oft í hlut hans, að vera áhorfandi að leikjum og ýmsum fyrirtektum eldri systkina sinna og félaga þeirra. Stundum var Hanni reiddur á reiöhjóli, eöa fékk aö sitja á sleða. í hlaupum og boltaleikjum var Hanni ekki liðtækur. Einn var sá leikur er Hanna féll ekki. Þaö var kallaö aö ,,tollera“. Vanalega voru þá yngri krakkarnir teknir nauöugir viljugir og þeir ,,toll- eraöir". Þaö fólst í því aö ekki minna en fjórir, tóku þann fimmta. Vingsuóu honum í takt og sameiginlega á milli sín upp og nióur. „Tolleringin" endaöi meö því aö sá sem skyldi ,,tolleras“ var kastaö hátt í loft upp og gripin svo, er hann féll til jarðar. Ef farið var aö þessu meö gát, þá var þetta hættulítið. En nú varö slys. Einn af nágrönnum Hanna var kallaður Geiri. Var þaó stytting á nafni hans og síðari hluti þess notaöur. Geiri varö síðar þjóökunnur lagasmiöur og hljóófæraleikari. Allir krakkar hrúguóust aö Geira. Hann var góóur drengur og hrekkjalaus og varöi ávallt þá sem minna máttu sín. Út í hlööu til Geira var oft farið. Þar hékk þvottabali í lausu lofti. Þar var Geiri meö kústaskaft, sem hann haföi strengt fiðlustreng á. Lék hann svo af list á þennan streng og náöi furóulegum hljóö- um út úr kústaskaftinu og þvottabalanum. Var nokkur furóa, þótt Hanni og yngri drengir vildu hlusta á þessi undur. Þaö var komiö fram á útmánuói. Veöriö var eins og þaö fegurst getur veriö á Suðurlandi. Hæg noröanátt, meö sólfari og vægu frosti um nætur. Hanni er kominn snemma á fætur. Hugsar hann sér hlöðuferð til Geira. Þá eru þar fyrir nokkrir jafnaldrar Geira. Sagt og gert viö skulum ,,tollera“ Hanna. Sængurföt úr heimili Geira voru viöruö í blíöunni. Þar á meðal rúm- teppi, svart og stórt. Þaö skipti ekki togum, teppið var tekiö niður af snúrunni, lagt á jöröina og Hanni var tekinn og lagður flatur á teppiö. Stóru strákarnir tóku nú undir sitt hvert hornið á teppinu og lyftu því upp. Byrjuðu aö hrópa í takt oho, oho. Svo kom það, einn, tveir og þrír. Hanni flaug hátt í loft upþ: Margar hæöir sínar. Stóru strákarnir strengdu úr örmum sínum, eins hátt og þeir gátu. Meö miklum þunga og hraöa skall Hanni niður í teppið. Það var þá fúiö og eins og grisja. Rifnaði allt í sundur og vesalings Hanni skall af miklu afli þrábeint á bakiö í frosna jörö- ina. Höggiö var þaö mikið, aö Hanni missti meðvitund. Þaö leiö yfir hann. Litarháttur hans varö hvítur og andardrátturinn þungur. Þannig liggur Hanni langa stund. Drengirnir uröu mjög miklu felmtri slegnir. Þessu reiknuðu þeir aldrei meö. Aö teppið skyldi rifna. Mamma Geira kom út og spuröi hvort búió væri aö deyða Hanna. Móöir Hanna kom sömuleióis og varö hrædd og óttasleginn. Tók hún drenginn sinn upp og bar hann í heimili sitt og stóru strákarnir fylgdust meö heim, sumir grátandi og allir óttaslegnir. Hanni vaknaöi viö mikinn svima og allt hring- snerist fyrir honum. Grét hann mikiö þaó var þó lífsmark. Hanni var lagður í rúmiö og læknirinn kom. Hanni var óbrotinn og var þaö fyrir mestu. Hann var látinn liggja nokkra daga í rúminu. Þetta slys kallaði á mikla samúö margra. Þaö var einnig mikil viövörun til stóru strákanna og hættu þeir aö taka minnimáttar til ,,tolleringar“. Þaö sem Hanni reyndi út úr þessu, var aö hann varö yfirliðagjarn, sem þó eltist af honum. Atvik þetta er eitt af mörgum, er Hanni fékk aö reyna. Tók Hanni þessu þannig aö góöur Guö hefði verndað hann og þyrmt lífi hans og þaö fram á þennan dag. Meira næst. 8

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.