Barnablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 19

Barnablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 19
Bréf frá börnum Maðurinn sem sífellt brosti Einu sinni fyrir langa löngu var uppi maöur, sem alltaf brosti. Hann vildi að allir væru brosandi, en samt voru ekki allir brosandi, til dæmis kaupmaðurinn. Þegar hann var að afgreiða í búöinni sinni reyndi hann aö afgreiða ónothæfa hluti og þá varð fólkið óánægt og kvart- aði og þá fór kaupmaðurinn í vont skap. Maðurinn sem sífellt brosti ákvað áð reyna að bæta þetta. Hann fór því til kaupmannsins og keypti allt ónothæft í búðinni og kvartaði ekki. Þá varð kaup- maðurinn glaður og brosti alltaf upp frá því. Endir. Bryndís Snæbjörnsdóttir. Pennavinir Hæ, hæ: Okkur langar aö komast í bréfasamband við stráka á aldrin- um 12—14 ára. Erum sjálfar 12 ára og höfum áhuga á fót- bolta og fleiru. Óskum eftir mynd með fyrsta bréfi ef hægt er. Halldóra Eiríksdóttir, Brimnes II, 750 Fáskrúðsfjörður. Dagbjört Þráinsdóttir, Búðarvegur 56, 750 Fáskrúðsfjörður. Kæra Barnablað: Ég heiti Guðrún Árnadóttir og er 11 ára. Ég ætla að biðja þig að birta nafnið mitt í pennavinadálknum. Ég ætla líka aö senda svör við verðlauangetrauninni. Bæ, bæ. Ég óska eftir að skrifast á við stelpur á aldrinum 11—12 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi, ef hægt er. Guðrún E. Árnadóttir, Eyhildarholt, 551 Sauðárkrókur. Sagan af Elsu litlu Það var einu sinni lítil stúlka, sem hét Elsa. Hún var smávaxin með Ijósblá augu og Ijósa lokka. Einn daginn, þegar Elsa var á leið í sunnudagaskólann, sá hún dúfu liggjandi á götunni. Elsa tók grey fuglinn upp og hélt á honum í fanginu. Hann var víst fótbrotinn. Elsa kenndi í brjósti um hann og fór með fuglinn í sunnudagaskólann. Þar var honum gefiö að borða og beðið fyrir honum. Elsu langaói mikið til að hafa dúfuna heima, en hún vissi aö mamma vildi það ekki. En loks fékk hún leyfi, bara í nokkra daga. Einn morguninn vaknaði Elsa, fuglin- um var batnað. Þaö var furðuverk.sem hafði gerst. Elsa þakkaði Guði fyrir hjálp- ina. Já, svona er Guð góður. Hann læknar veika. Með þökk fyrir, H.S. Keflavík. 19

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.