Barnablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 10

Barnablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 10
Kátur fer í sleðaferð Brunaliðsmennirnir Fred og Frank veifuðu glaðlega til barnanna. Drengirnir og stúlkurnar veifuðu á móti. „Komiö og sjáiö nýju snjóþotuna okkar“, sögðu þau. Fred og Frank smeygðu sér í kulda- úlpur og gengu út á gangbrautina, til aö skoöa nýju snjóþotuna. Flundurinn Kátur varð einnig að bregða sér útfyrir og líta á hana. Hann dingl- aöi rófunni makindalega, þegar börnin klöpp- uðu honum. Þau töluðu alltaf við Kát, á leiðinni heim úr skólanum. ,,Við erum á leið í skemmtigaróinn, til aö renna okkur í stóru brekkunni", sögðu drengirnir og stúlkurnar. ,,Má Kátur koma meö okkur?" Brunaliðsmennirnir Fred og Frank brostu. „Hvernig líst þér á það Kátur minn?“ spuróu þeir. „Langar þig að fara meö börnunum?" Kát- ur rak upp fagnaðargelt og hljóp í marga hringi. „Þetta þýöir já“, sagði Fred brunaliðsmaður. Það varð svo úr, að Kátur slóst í för með börn- unum og nýju snjóþotunni þeirra, út í skemmti- garðinn. í hvert skipti sem börnin renndu sér á þotunni niður hólinn, hljóp Kátur við hlið, þeirra. Hann gelti og gelti. Börnin skemmtu sér konunglega við að horfa á Kát. „í þetta skipti skulum við taka Kát með okkur á þotunni", sagði einn drengj- anna. Öll hin börnin uröu hljóð við. „Hann gæti meiðst. Hann kann ekki að renna sér á þotu“, sagði ein stúlkan að síðustu. „Hva, hann meiðist ekkert“, sagói drengur- inn. „Hann getur setiö fyrir framan mig, og ég held við hann“. Síðan setti drengurinn Kát á snjóþotuna. Kátur var hálf hikandi í fyrstu. Hann var ekki viss um, að sig fýsti aö fara þessa sleðaferó. En úr því að börnin vildu endilega taka hann meö á þotunni, ætlaði hann að gera tilraun. Drengurinn settist bak við Kát, og hélt utanum hann. ,,Af stað!“ hrópuðu drengir og stúlkur. Og þau 10

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.