Barnablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 12

Barnablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 12
Stofnun sunnui fyrir 200 árum í ár er minnst 200 ára afmælis sunnudaga- skólans. Á þessum 200 árum hafa milljónir manna um allan heim sótt til hans ánægjustundir, og vega- nesti sem dugói vel á lífsleiðinni. í sunnudaga- skólanum læra börn um frelsarann Jesúm Krist, og það sem hann kenndi. T.d. hagnýtar lífsregl- ur: „Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig. — Það sem þér viljið aó aðrir menn gjöri yður það skuluö þér og þeim gjöra. Heiðra skaltu föóur þinn og móöur.“ Grundvöll lagakerfis okkar og sióferöislega viómiðun: „Þú skalt ekki stela, þú skalt ekki morö fremja, þú skalt ekki drýgja hór o.s.frv." Þar læra börnin einnig um sáluhjálplega trú á Jesúm, um fórnardauða hans og kærleika. Kærleika Guðs, sem er öllu fremri. Upphaf sunnudagaskólans er rakið til manns sem hét Robert Raikes. Hann fæddist í borginni Gloucester á Englandi árið 1735. Hann ólst upp á miklum breytingatímum. Þetta tímaskeið er oft nefnt „Iðnbyltingin mikla“. Þá fundu menn upp mörg tæki og vélar til að létta sér störfin og auka framleiðsluna, þetta allt ruddi nútímaiónaði braut. Meöal nokkurra uppfinninga frá þessum tíma má nefna gufuvélar, spunavélar, loftbelgi, þreskivélar, gufuskip, gashverfla, rafhlöður og svo bifreiðar. Af öllum þessum uppfinningum leiddu miklar breytingar í atvinnulífi og búsetu manna. Nú urðu til stórar iðnaðarborgir. Fólk var lengi að átta sig á breyttum aðstæöum og ýmsir áttu erfitt meö að finna fótfestu í þessum nýju kringum- stæðum. f nýju iðnaóarborgunum voru lífskjör manna víöa slæm. Fólk bjó í vondum húsakynnum og vinnuþrælkun var mikil. Börn voru send ung til 12

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.