Barnablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 11

Barnablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 11
þutu niður brekkuna. Þotan fór hraðar og hraðar. Káti fannst ekkert gaman á snjóþotunni. Eyrun hans lyftust upp í vindinum, og uróu eins og flugvélavængir. „Varið ykkur!“ hrópaði einn drengurinn. ,,Vió erum aö fara út af slóðinni". Varla hafði hann sleppt orðinu, er snjóþotan fékk á sig mikið högg. Kátur hafði engar hendur. Hann gat ekki haldió sér á þotunni, og drengur- inn réði ekki við hann. ,,Hjálp!“ hrópaði drengurinn. En það var of seint. Kátur kastaðist af þotunni, og lenti á trjá- bol. Kátur lá hreyfingarlaus á jörðinni. Þegar drengirnir og stúlkurnar höfðu runnið brekkuna á enda, hlupu þau þangað sem Kátur lá. ,,Ó, ó“, sögðu þau. ,,Nú höfum við meitt hann“. Svo lögðu börnin Kát upp á sleðann. Þau breiddu teppi yfir hann til að halda á honum hita. ,,Fljót nú“, sögðu þau. „Förurn með hann heim til brunaliósmannanna“. Börnin drógu nú Kát á þotunni, til slökkvistöðvarinnar. Þau sögðu Fred og Frank frá öllu er gerst hafði. ,,Mér þykir þetta afar leitt“, sagði drengurinn sem setti Kát á snjóþotuna." Ég hélt að Kátur hefói gaman að því að fara í sleðaferð". Fred brunaliðsmaður hugsaði sig um stund- arkorn. „Auóvitað veit ég, að það var ekki ásetningur ykkar að meiða Kát. En Guð hefur gert eitt og sérhvert okkar, þannig úr garöi, að við getum framkvæmt vissa hluti. Stundum, er viö reynum að gera annað en til er ætlast, verð- um við óhamingjusöm. Stundum meiðir það okkur, eins og Kát“. „Ég geri ráð fyrir, að hundar og snjóþotur séu ekki gerö fyrir hvort annað“, sagði drengurinn dapur í bragði. „Ætli Kátur nái sér aftur?“ Brunaliðsmennirnir Fred og Frank litu á Kát. „Sjáið“, sögðu þeir. „Hann er að opna augun“. Þeir lutu niður að Kát. „Þaö verður allt í stakasta lagi með hann“, sögðu þeir. „Hann verður búinn að ná sér, eftir einn til tvo daga, reiðubúinn að taka þátt í nýjum ævintýrum“. „En ekki á snjó- þotu!“ kölluðu öll börnin í kór. Smávegis til umhugsunar: Mundir þú vilja gera allt það, sem hundur gerir? Heldur þú, að hundur vildi gera það sem þú gerir? Við erum öll mismunandi gerð af Guði, svo aó við getum framkvæmt mismunandi hluti. Við skulum ástunda þá hluti, sem Guð hefur ætlað okkur að gera. — Bible-ln-Life Reader. LÍFGJÖFIN í Wyoming-auðninni, þefaði úlfamamma af yrólingunum sínum fjórum, áhyggjufull á svip. Á meðan hún var á veiðum, til aö draga björg í bú, höfðu ungarnir hennar fimm ranglað í burt frá greninu. Aðeins fjórir þeirra komu aftur. Degi var tekið að halla, en úlfamamma hóf þegar að leita að týnda unganum sínum. í óbyggðum Wyomings (í Bandaríkjunum), veiða mörg dýr að næturlagi, og þessi móðir vissi aö hún yrði að finna ungann sinn, áöur en önnur dýr fyndu hann. Hún hljóp þefandi eftir stígnum, og rann á lyktina og fylgdi henni yfir djúpa og þrönga gjá. Hún nam staðar, lyfti höfðinu og lagði við hlust- irnar. Jú, veikt kjökurhljóö barst að eyrum hennar, frá botni klettagilsins. Hún stökk af stað í hendingskasti. Þegar hún nálgaöist botn gils- ins, hægði hún ferðina. Hárin risu á höfóu hennar. Á gilbarminum, í tveggja metra fjarlægð húkti erkióvinur hennar — fjallaljónið. Það ein- blíndi á yrðlinginn niðri í gilinu fyrir neðan! Hún hörfaði nokkur skref aftur á bak, til að undirbúa og safna kröftum fyrir hió langa stökk framundan. En nú hafði fjallaljónið komiö auga á úlfamömmu, og það bjó sig undir að gera árás. Urr og öskur rufu kvöldkyrrðina — mold og steinar flugu um loftið. Ljónið fleygði sér ofan á úlfamömmu, og hélt henni niðri. Úlfurinn barðist ekki aðeins fyrir sínu eigin lífi, hann var að berj- ast fyrir lífi síns eigin barns. í átökunum slapp yrðlingurinn burtu. Hann komst á slóð móður sinnar, og náöi alla leið heilu og höldnu heim í grenið sitt. Nokkru seinna Framhald á bls. 23 11

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.