Barnablaðið - 01.02.1989, Síða 18

Barnablaðið - 01.02.1989, Síða 18
14 BARNABLADIÐ Kæra Barnablað. Svarið við spurningu á bls. 13 er Grænland. Ég ætla að senda ykkur 6 máls- hætti: Barnið vex en brókin ekki. Enginn ræður sínum næturstað. Kominn er köttur í ból bjarnar. Brennt barn forðast eldinn. Ágirnd vex með eyri hverjum. Ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið. Bless bless kæra Barnablað. Elísabet Rán Andrésdóttir, Tungu, Skarðshreppi, 551 Sauðárkróki. Barnablaðið þakkar Elísabetu kærlega fyrir málshættina og vill taka fram að svarið við spurning- unni er alveg rétt, landið er Græn- land. Svo má líka bæta við einum málshætti, svona rétt til gamans, en hann er svona: Auðþekktur er asnirm á eyrunum! Hafðu heila þökk fyrir bréfið Elísa- bet. Hér koma tvær sögur frá krökkum sem sækja sunnudagaskóla á Akur- eyri. Villi og bíllinn. Einu sinni var strákur sem hét Villi og hann var 7 ára. Hann bjó einn með mömmu sinni, af því að pabbi hans var dáinn. Villi litli var duglegur og góður strákur. Einu sinni bað mamma hann að fara í búðina fyrir sig og kaupa egg, af því að hún var að baka. En í búðar- glugga á leiðinni sá Villi fallegan bíl sem hann langaði mikið í. Hann fór inn í búðina og keypti bílinn. En þá gat hann ekki keypt eggin líka. Hann flýtti sér heim og inn í her- bergið sitt og faldi bílinn. En mömmu sagði hann að hann hefði dottið og brotið eggin. Þá spurði mamma hvar afgangurinn af pen- ingunum væri. Þá fór Villi að gráta og sagði mömmu frá bílnum. Fyrst varð mamma hrygg á svip, en sagði síðan: — Villi minn, þú mátt eiga bílinn, en viltu lofa því að gera svona aldrei aftur. Villi tók utanum hálsinn á mömmu sinni og sagði: — Fyrirgefðu mamma mín, ég skal lofa því að gera svona aldrei aftur. Og það loforð hélt hann. Karen Björk Gunnarsdóttir, 8 ára, Hraungerði 5, 600 Akureyri. Vísa. Barnablaðið er besta blað: Allir vilja lesa það. Þegar ég fer inn á bað, — fer bróðir minn að lesa það! Lína, 9 ára

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.