Barnablaðið - 01.02.1991, Page 5

Barnablaðið - 01.02.1991, Page 5
Á einum stað er búið að tildra upp nokkrum spýtum og refta yfir með gömlu gólfteppi, plastyfir- breiðslu og pappaspjaldi, það sér víða í gegnum „kofann". Strákur, á að giska átta ára, gægist út um eitt gatið. Hér á hann heima — aleinn. Fær hann að borða á morgun? Verður honum kalt í nótt? Á hann einhverja framtíð? Norræna barnahjálpin heitir fé- lagsskapur sem hefur helgað sig hjálparstarfi við börn á Filippseyj- um. Starfsmenn barnahjálparinn- ar leggja áherslu á að hjálpa fjöl- skyldunum í heild, svo börnin geti verið hjá foreldrum sínum. Ein eyjan í Filippseyjaklasanum heitir Leyte. Á hverju ári koma þar kröftugir fellibyljir og valda því að margir missa heimili sín og sumir farast. Á þessari eyju eru um 100 000 heimilislausir, en það eru ál- íka margir og búa í Reykjavíkur- borg og Kópavogsbæ samanlagt. Norræna barnahjálpin hefur átt samvinnu við yfirvöld á eynni um nýja gerð íbúðarhúsa, sem eiga að standast kröftuga fellibylji. í hverju húsi er eitt svefnherbergi og dagstofa, eldhús og vatnssal- erni. Húsinu fylgir svolítill lands- skiki, þar sem fá má fjórar upp- skerur á ári af ýmsum matjurtum. Hvert hús kostar 65 000 íslenskar krónur. Nú langar okkur að hvetja les- endur Barnablaðis til að safna fyrir einu húsi og gefa fátækri fjöl- skyldu á Filippseyjum. Við gerum að tillögu okkar að þið safnið tómum drykkjarumbúð- um og leggið andvirði þeirra í söfn- unina. Við höfum opnað sérstak- an bankareikning í þessu skyni hann er númer 116326-898 í Spar- isjóði Reykjavíkur og nágrennis, Hátúni 2 a, 105 Reykjavík, reikn- ingshafi er Barnablaðið/Fíladelfía Forlag, kt. 490383-0198. Húsið verður merkt og kallað Barnablaðshúsið. Við fáum senda mynd af því og getum birt hana fljótlega þegar húsið verður tilbúið. BARNABLADID 5 Hús í byggingu.

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.