Barnablaðið - 01.02.1991, Síða 7

Barnablaðið - 01.02.1991, Síða 7
frekar. Það getur vel verið að ég sé silaleg, en ég kemst þangað." Hinir krakkarnir biðu. Ég hafði sagt þeim að verða ekki hissa þegar Lilja kæmi. Ég vildi að henni liði vel með okkur hinum. Lilja sat á bekknum. Stundum varð eitthvert okkar æst og fór að ýta við henni. Svo allt í einu mundum við og fengum samviskubit — en Lilju virtist vera alveg sama. Hún vildi endilega koma með okkur Höllu næsta miðvikudag og þann næsta þar á eftir. Svo eitt sinn á mánudegi þegar við vorum að spila var kallað, „Sjáið þið, Lilja!“ Ég snéri mér við, og þarna var hún. Eftir þetta var Lilja alltaf með þegar við lékum okkur. Einn daginn varð hún svo spennt yfir leiknum að hún stökk upp og datt beint á andlitið. Það blæddi úr munn- inum og við urðum dauðhrædd. Þegar hún þurrkaði sér um munninn sást að þetta var bara sprungin vör. „Haldið bara áfram að spila!“ hrópaði Lilja. Seint í júlí drattaðist ég heim eftir hafnarboltaleik. Svitinn bograði af andlitinu og fötin klesstust við mig. Frú Pála, nágranni okkar, sat út í garði hjá mömmu. „Hvar er Lilja,“ spurði mamma. „Mamma hennar náði í hana. Þær þurftu að fara eitthvert saman.“ Frú Pála hallaði sér fram í stólnum. „Það er alveg stórkostlegt hvað þú hefur gert fyrir þetta barn. Það hlýtur að vera einmanalegt fyrir hana að vera svona fötluð og allt það. Ég er alveg viss að þér verður þetta launað einn daginn. „Það sem þér gjörið ein- um minna minnstu, það gjörið þér mér,“ segir í helgri bók.“ Ég kunni alltaf frekar illa við frú Pálu. Núna vissi ég hvers vegna. „Lilja er alls ekki minnst einhverra,“ hreytti ég út úr mér. „Hún er vinur minn.“ Ég rauk inn og skellti á eftir mér. „Þú varst dónaleg við frú Pálu,“ sagði mamma seinna. „Mér þykir það leit en hvar dregur hún mörkin þegar hún talar svona um Lilju? Jesús hefði aldrei kallað Lilju eina af sínum minnstu." „Nei, það hefði hann aldrei gert,“ sagði mamma lágum rómi. „En frú Pála þekkir ekki Lilju eins og við þekkjum hana.“ „Hvað kemur það málinu við?“ Mamma slökkti á hrærivélinni. „Sennilega heilmikið. Hugsaðu þig aðeins um. Hverju tókst þú fyrst eftir þegar þú sást Lilju?“ Ég roðnaði. „Þessum skrýtnu hækj- um,“ muldraði ég. „En þegar þú sást frú Pálu fyrst?“ „Það man ég vel — fæðingarblettin- um á kinninni, og hárunum á honum sem standa í allar áttir.“ Ég sveiflaði hárinu aftur fyrir axlir. „Allt í lagi. Við tökum öll fyrst eftir útlit- inu. En Lilja er persóna - ekki bara minnst af einhverjum. Ég þoli ekki þegar fólk talar um hækjurnar hennar. Getur fólk ekki bara gleymt þeim.“ Mamma setti kökuna inn í ofninn og lokaði honum varlega. Hún horfði á dyrastafinn. „Getur þú gleymt hækj- unum hennar?" „Mammal" mótmælti ég. „Hvernig getur þú spurt svona? Ég meina ég leik mér við hana og tek hana með mér í hornabolta. Hún er vinur minn!“ Mamma horfði á mig í smá stund. „Ég veit að hún er vinur þinn, og ég er mjög ánægð með það. En er hún samskonar vinur þinn og Halla er?“ Ég sökk niður í stólinn og forðaðist að horfa á mömmu. „Ef Halla gerir eitthvað vitlaust, þá segi ég henni að það sé vitlaust. Það myndi ég aldrei segja við Lilju. Kannski er það út af hækjunum," viðurkenndi ég. „Kannski yrði hún enn meiri vinur minn ef ég væri ekki alltaf svona hrædd um að særa hana.“ Mamma lagði hendurnar yfir axlirn- BARNABLAÐIÐ 7 ar á mér. „Lilja þarf raunverulega að nota hækjur. Það bætir ekkert að láta sem hún noti þær ekki. En Lilja gefst ekki upp. Og það er meira við hana heldur en bara hækjur og píanóleikur. Þú ert rétt að byrja að kynnast henni.“ Ég leit á mömmu og brosti. „Ég á víst mikið eftir ólært, ha? Það er verst að frú Pála skuli ekki fá tækifæri til að kynnast Lilju raunverulega líka.“ Mamma brosti til mín. „Þú bjargar þér. Og hvað varðar frú Pálu... til að byrja með ættum við ef til vill að bjóða henni yfir á miðvikudaginn til að hlusta á fallegan píanóleik." Þýtt: G.Th.B

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.