Barnablaðið - 01.02.1991, Qupperneq 12

Barnablaðið - 01.02.1991, Qupperneq 12
12 BARNABLAÐID Eggert E. Laxdal: S vertingj adrengurinn og ljónið Litli svertingjadrengurinn haföi veriö aö leika sér fyrir utan kofann sinn. Allt í kring var skógurinn, fag- urog heillandi. Honum hafði verið bannaö að fara inn í skóginn, því aö þar voru mörg hættuleg dýr, sem gætu unnið honum mein. En skógurinn var líkastur ævin- týri að sjá, og það gat ekki gert neitt til, þótt hann laumaðist aðeins inn í jaðarinn. Enginn myndi vita neitt um það og hljóð- lega læddist hann að trjánum, sem stóðu næst og svipaðist um. Hér var ekkert, sem gat unnið honum mein. Hann hélt lengra inn á milli trjánna og kom von bráðar inn í stórt rjóður, sem var vaxið hávöxnu grasi, sem náði honum upp í öxl. Hann hélt áfram. Allt í einu heyrði hann eitthvert hljóð. Það líktist urri í hundi, en þó miklu þróttmeira. Hann svipaðist um og kom loks auga á stórt dýr, með afar loðinn makka. Þetta var Ijón, sem kallað var konungur skógarins og allra dýra, en drengurinn hafði aldrei séð Ijón fyrr og hélt að þetta væri stór hundur. Hann varð því ekkert hræddur, því að hundarnir heima hjá honum voru góðir og gerðu engum mein. Hann gekk því nær Ijóninu og talaði hlýlega til þess, en Ijónið nálgaðist hann einnig hægt og ró- lega og brátt var það komið alveg að honum og glennti upp ginið. Hvílíkar tennur, hugsaði drengur- inn, og svo var það með skegg, gaman væri að toga svolítið í skeggið á dýrinu hugsaði drengur- inn og greip um kampana á Ijóninu og togaði í. Ljónið varð svo hissa á þessu framferði drengsins, að það lokaði gininu og lagðist niður í grasið, deplaði augunum og sló um sig halanum. Þetta hafði eng- inn gert áður. Yfirleitt voru allir hræddir við það og forðuðu sér þegar það var nærri, en þetta litla mannsbarn var hvergi hrætt og stríddi því meira að segja. Þegar Ijónið hafði lagst niður á fjóra fætur, sá drengurinn sér leik á borði og klifraði upp á makka þess. Ljónið stóð þá upp og rak uppfeiknaöskur, svo aðundirtókí skóginum og labbaði af stað, með svertingjadrenginn á bakinu. Það var þyrst og bjóst til þess að fá sér eitthvað að drekka niðri við vatns- bólið, sem var þar nærri. Drengurinn hélt sér fast í makka þess, til þess að detta ekki af baki. Þegar Ijónið kom niður að vatninu með byrði sína, nam það staðar og teygði fram hausinn til þess að drekka, en þá gerðist nokkuð, sem drengurinn hafði ekki búist við, hann steyptist á höfuðið niður í vatnið. Honum tókst þó fljótlega að snúa sér við og setjast upp svo að höfuðið stóð uppúr, en þá sá Ijónið sér leik á borði, glennti upp ginið og gerði sig líklegttil þess að eta drenginn, en allt í einu hikaði það og skimaði í allar áttir, það fann mannaþef, og brátt kom maður í Ijós með byssu í hendinni. Þegar Ijónið sá manninn og byss- una, þá snéri það sér við og hljóp sem skjótast inn í skóginn. Maðurinn miðaði á það byss- unni og skaut, en missti marks, þá kom hann auga á drenginn úti í vatninu. Hann kom honum fljótt til hjálpar, og dró hann upp á bakk- ann. „Hvað ert þú að gera hér dreng- ur minn?“ spurði maðurinn hissa. „Ég sat á hundinum og datt í vatnið, þegar hann fór að drekka,“ svaraði drengurinn. „Sastu á hundinum?" spurði maðurinn. „Já,“ sagði drengurinn. „En drengur minn, þetta var ekki hundur, heldur Ijón, og það hefði getað etið þig,“ sagði maðurinn. „Nú,“ sagði drengurinn. Hann minntist þess, að móðir hans hefði sagt honum frá Ijónunum, og hve hættuleg þau gætu verið og þegar hann fór að hugsa um þetta, þá var ekki laust við, að hann finndi til ótta. „Þetta fór nú allt vel,“ sagði maðurinn, „en þú mátt aldrei aftur fara einn inn í skóginn.11 „Nei,“ sagði svertingjadrengur- inn, „það geri ég aldrei aftur.“ „Gott,“ sagði maðurinn, „en nú skulum við halda heim.“ „Já,“ sagði drengurinn, „ég hlakka svo mikið til þess að koma heim, það er svo gaman að leika sér fyrir utan kofann, þar sem pabbi og mamma geta passað mig.“

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.