Barnablaðið - 01.02.1991, Qupperneq 13

Barnablaðið - 01.02.1991, Qupperneq 13
BARNABLADID 13 Halló krakkar, Ég hef haft mikiö að gera aö undanförnu. í næsta húsi við mig býr gömul konasem heitir Lára. Hún hefur verið veik í mörg ár og á erfitt með að fara út í búð. Stundum kallar hún á mig og biður mig að skreppa fyrir sig í búðina. Einu sinni sem oftar kallaði hún á mig og bað mig að fara fyrir sig út í búð. Ég hljóp í búðina og hugsaði með mér að kannski fengi ég að eiga afganginn. Þegar ég kom til baka, spurði Lára mig hvað þetta hefði kostað og hvort ég hefði fengið eitthvað til baka. Ég sagði að ég hefði fengið fimmtíu krónur til baka og bjóst við að hún myndi gefa mér fimmtíukallinn — en það gerði hún ekki. — Þakka þér kærlega fyrir hjálpina Lambi minn. Mikið er gott að eiga svona góðan nágr- anna. Hún bauð mér inn og gaf mér heitt kakó. Ég settist í eldhúsið hjá henni og sá að ekki var vanþörf á því að taka rækileg til í eldhúsinu. Lára sá að ég var að horfa á allt draslið. Hún leit afsakandi á mig. — Ég er búin að vera svo veik í fótunum að ég ræð hreinlega ekki lengur við húsverkin. Þú verður að afsaka þó það sé svolítið drasl. — Ég er nú svo duglegur að ég get alveg hjálpað þér við húsverkin, sagði ég ánægður. Ég var svo glaður að finna að ég get verið góður. Strax sama dag tók ég til í eldhúsinu hennar, skúraði og ryksaug öll gólfin og þurrkaði af. Nú var allt orðið skínandi fínt og Lára sæl og glöð. — Ég kem í næstu viku og hjálpa þér aftur við húsverkin. Vikan leið án þess að ég liti nokkurn tíma inn til Láru. ^ P Á föstudeginum var ég kominn með svolítið samviskubit yfir því að vera ekki búinn að fara til hennar. Mér varð hugsað með hryllingi til húsverkanna. Svo kom helgin. Ég gaf mér aldrei tíma til að heimsækja Láru. Á mánudeginum sá ég Láru horfa út um gluggann sinn. Ég var kominn með samviskubit. Fyrst Lára sá mig, komst ég ekki hjá því að fara til hennar. — Lofaðir þú ekki að koma til mín í síðustu viku Lambi minn, spurði hún. — Jú, svaraði ég skömmustulega. — Hvers vegna stóðst þú ekki við loforðið? — Ég var svo upptekinn, svo borgarðu mér hvort sem er aldrei neitt fyrir að hjálpa þér. Þetta hefði ég ekki átt að segja en ég var búinn að segja það áður en ég vissi af. Lára leit á mig særð og undrandi. — Ef ég væri nógu rík, myndi ég borga þér eins mikið og þú vildir, en ég á enga peninga. Ég skammaðist mín. Aumingja Lára. Héðan í frá ætla ég alltaf að hjálpa henni og hætta að hugsa um að fá borgað fyrir allt sem ég geri. Mér finnst gaman að vera hjálpsamur. Eruð þið líka hjálpsöm? Hverjum hjálpið þið? Ykkar vinur, Lambi. P.S. Skrifið fljótt!

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.