Barnablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 14

Barnablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 14
14 BARNABLAÐID Gæludýr Snoppa eignast hvolp Helgi Guönason er nýoröinn níu ára. Fjölskyldan hans á hund sem heitir Snoppa. Viö fengum Helga til aö segja okkur frá henni. Snoppa er af hundakyninu Fox Terrierogereinsog hálfs árs. Hún var þriggja mánaða þegar við fengum hana. í fyrstu gekk illa aö ala hana upp. Við þurftum að skamma hana þegar hún pissaöi á vitlaus- um stöðum og hlýða. Núna er Snoppa orðin sæmilega þæg. Þó Snoppa sé bara eins og hálfs árs er hún orðin fullorðin. Fyrir nokkrum vikum eignaðist Snoppa einn hvolp. Hvolpurinn fæddist um nótt. Ég vaknaði við það að Snoppa var byrjuð að gjóta. Það heyrðust skrítin hljóð í Snoppu þegar hún var að remb- ast. Þegar ég hljóp fram var hvolp- urinn nýkominn í heiminn. Svo kom legkakan. Hún var ógeðsleg. Það var samt langógeðslegast þegar Snoppa át legkökuna. En það á hún einmitt að gera. Henni fannst legkakan ágæt á bragðið. Hún sleikti líka hvolpinn til þess að hreinsa hann. Hvolpurinn Týra Pabbi gaf hvolpinum nafnið Týra. Ég hefði frekar viljað láta hvolpinn heita Mús. Af því þá getur maður kallað Mús! Mús! Hundar mega ekki heita löngum nöfnum, þá eiga þeir erfitt með að læra þau. Núna er ég mjög sáttur við að hvolpurinn heitir Týra, það er alveg ágætt nafn. Við áttum öll von á því að hvolp- arnir yrðu fleiri. Ég hélt að þeir yrðu fjórir. Litli hvolpurinn er svart- urog brúnn með hvítum depli. Svo er hann með hvítar hosur á löpp- unum og litla týru á rófunni en það er einmitt þess vegna sem hún var látin heita Týra. Hún er ennþá pínulítil. Fyrst var hún blind. Hún var blind í þrjár vikur og var þá bara með lokuð augun. Týra geltir ekki mikið, hún vælir bara. Þegar hún fæddist var hún tannlaus. Þegar maður setur puttann á trýnið á henni reynir hún að sjúga puttann. Snoppa og Týra eru orðnar góðar vinkonur og leika sér mikið saman. Við ætlum að eiga þær báðar. Mér finnst gaman að eiga tvo hunda. Ég myndi samt ekki vilja eiga fleiri hunda því það væri alltof mikil vinna. Það þarf að passa hundana næstum því eins og börn. Viðtal: EJ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.