Barnablaðið - 01.02.1991, Qupperneq 16

Barnablaðið - 01.02.1991, Qupperneq 16
16 BARNABLAÐID PETRA Hljómsveitin PETRA er aldeilis ekki nýstofnuö. Á þessu ári heldur hún upp á nítján ára starfsafmæli. Reyndar er ekki nema einn eftir af upprunalegum meölimum, þaö er gítarleikarinn Bob Hartmann. Nafnið PETRA er dregið af sama stofni og Pétur, en það merkir steinn eða klettur. En það er fleira falið í þessu nafni, á ensku er orðið klettur „rock“ en það er sama orð og notað er um rokk tónlist. Þannig má þýða nafn hljómsveitarinnar bæði sem „klettur" og „rokk“. Kristnir menn tala líka um Jesú Krist sem klettinn, og það er ein- mitt á þeim kletti sem PETRA byggir sitt rokk. Á þeim tíma, sem hljómsveitin PETRA var stofnuð, þótti það hið mesta guðlast að spila rokk við trúar- lega texta. Hljómsveitin átti ekki upp á pallborðið hjá kirkjunnar mönnum og aðrir rokkarar litu þessa trúuðu stráka hornauga. Ferill þeirra í fyrstu var hin mesta þrautaganga. En þeir gáfust ekki upp og eru í fremstu röð á sínu sviði í dag. Þótt PETRA sé komin á gamalsa- Idur er engin ellimerki að heyra á þeim kumpánum og víst að hljómsveitin hefur aldrei verið jafn vinsæl og ein- mitt nú. í fyrra átti PETRA tvær hljómplötur á lista yfir tuttugu mest seldu plöturnar með trúarlegri tónlist. Nýjasta plata þeirra Beyond Belief komst í fyrsta sæti og platan Petra Praise...the Rock Cries Out fór ofar- lega á lista. í febrúar s.l. hlaut PETRA hin eftirsóttu Grammy verðlaun fyrir plötuna Beyond Belief. í vinsælda- keppni tímaritsins CCM, sem fjallar um trúarpopp, var PETRA kosin vin- sælasta hljómsveitin og einstakir meðlimir hennar framarlega í kjöri vin- sælustu söngvara, hljóðfæraleikara og lagasmiða. Á löngum tíma hefur verið mikil endurnýjun í hljómsveitinni, eini upp- runalegi meðlimurinn er Bob Hart- mann gítarleikari. Auk hans skipa hljómsveitina John Lawry hljóm- borðsleikari, Louie Weaver trommu- leikari, Ronny Cates bassaleikari og John Schlitt söngvari. Hljómsveitin PETRA nýtur mestra vinsælda meðal unglinga. Þeir félag- ar vilja ekki aðeins nota vinsældirnar sjálfum sér til framdráttar, heldur leggja góðum málum lið. Þeir hafa notað hljómleikaferðir til að hvetja unglinga til bæna, auglýsa Biblíuna, vinna gegn fíkniefnaneyslu og vara við kynsjúkdómum svo fátt eitt sé nefnt. Hljómsveitin PETRA sýnir engin ellimerki. Það geta allir sannfærst um sem heyra í þeim.... Plötulisti Petra (1974), Myrrh Come and Join Us (1977), Myrrh Whashes Whiter Than (1979), Star Song Never Say Die (1981), Star Song More Power To Ya (1982), Star Song Not of This World (1983), Star Song Beat The System (1985), Star Song Captured in Time and Space (1986), Star Song Back to the Street (1986), Star Song This Means War! (1987), Star Song On Fire (1988), Star Song Petra Means Rock (1989), Star Song Petra Praise - The Rock Cries Out (1989), DaySpring Beyond Belief (1990), DaySpring

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.