Barnablaðið - 01.02.1991, Side 23

Barnablaðið - 01.02.1991, Side 23
Framhald af bls 9 sívalningum upp í loftið og gríp hann með fótunum. Langar þig kannski til að sjá hvernig ég geri þetta? — Já, mjög gjarnan, sagði ég forvitin. Við gengum saman inn í sirkus- tjaldið. í einu horninu var pínulítill bekkur. Kerry lagðist á hann og setti stóran sívalning á iljarnar. Sí- valningurinn hélt fullkomnu jafn- vægi. Hún henti hlutnum upp og lét hann margsnúast í loftinu og greip hann aftur með fótunum. Hún var mjög flink. — Ég æfi mig yfirleitt á morgn- ana, svona 2 - 3 tíma í senn. Ef ég verð mjög dugleg, fæ ég bráðum að taka þátt í sýningunni. — Hefurðu eignast einhverja vini hér á íslandi? — Já, ég á nokkra vini hérna. — Hvernig kynntistu þeim? — Krakkarnir voru baraforvitn- ir og langaði að skoða sirkusinn og fóru að koma hingað oft. Ég kynntist þeim þannig smátt og smátt. Á sama hátt hef ég kynnst mörgum krökkum í ýmsum lönd- um. Svo reyni ég að halda sam- bandi við þá með bréfaskriftum. Inni í sirkusvagni Nú kom Luis, pabbi hennar Kerry. Hann bauð mér inn í sirkus- vagninn, gaf mér te og spurði hvort ég vildi ekki taka viðtöl við íslenska krakka sem væru að vinna í sirkusnum. Ég þáði það en þau áttu ekki að koma strax svo ég fékk að bíða inni í vagninum. Ég hafði aldrei hugleitt hvernig umhorfs væri inni í sirkusvagni. Það var mjög heimilislegt þarna inni. Hornsófi tók mest allt plássið í þeim hluta vagnsins sem ég sat í. Það var stofan. Hornsófinn var rósóttur. Á gólfinu var venjulegt stofuteppi en ofaná því lítil skraut- leg motta. Beint á móti sófanum var hillusamstæða og í henni sjón- varp. Hillusamstæðan var full af bókum. í horninu var lítið borð, á því lá trúðshattur, enda var ég stödd á heimili trúðsins. Pabbi hennar Kerry leikur trúð í sirkusn- um en hann var áður loftfimleika- maður. Loftið er bogadregið og gefur það vagninum skemmtileg- an svip. Úti var farið að blása. Vagninn hristist til í rokinu. Á miðju gólfinu var hitablásari. Enda kalt að búa í trévagni á íslandi. Á einum veggn- um var lítil bogadregin hurð sem lá inn í svefnherbergið. Allt var svo lítið og smátt en heimilislegt. Sirkusfólkið reynir að gera þetta óvenjulega líf eins eðlilegt og kost- ur er. íslendingarnir Nú voru íslendingarnir komnir. Krakkarnir voru klædd í rauð ein- kennisföt. Ögmundur Gíslason, 15 ára Ég bý í nágrenni við sirkusinn. Þegar sirkusinn kom hérna síðast fékk ég að vinna svolítið í kókinu. Ég var alltaf að koma og forvitn- ast. Þegar sirkusinn kom aftur ákvað ég að athuga hvort ekki væri eitthvað fyrir mig að gera. Ég var ráðinn í það að bera inn og út af sviðinu, ganga frá ýmsum hlut- um sem notaðir eru á sýningunni. Elín Gunnsteinsdóttir, 15 ára Ég sé um að vísa fólki til sætis. BARNABLAÐIÐ 23 Mér finnst gaman að sjá hvað allir í sirkusnum eru samhentir. Sirkus- inn er mjög heillandi staður. Það sem mér finnst koma mér á óvart er hvað börnin sem búa í sirkusn- um eru þroskuð og öguð. Eitt finnst mér þó skrítið, þau mega ekki fara út fyrir girðinguna. Alma Birna Bragadóttir, 15 ára Lífið í sirkusnum er svipað og ég hafði ímyndað mér. Ég get sagt með góðri samvisku að þetta er skemmtilegasta vinna sem ég hef nokkurn tíma unnið. Maður kynn- ist alls konar fólki, frá ýmsum lönd- um. Ég hjálpa til við að bera dýrin út og inn svo göngum við í kringum tjaldið til þess að fylgjast með hvort ekki sé allt í lagi útivið. Sýning Nú var dagur að kvöldi kominn. Sýningin átti að fara að hefjast og Ijúfir tónar lírukassans stigu út í náttmyrkrið. Mér var boðið að vera á sýning- unni, sem ég þáði og nú fannst mér ég horfa á öll atriðin með allt öðrum augum en daginn áður. Nú hafði ég kynnst fólkinu í sirkusn- um. Þetta er einstaklega gestrisið og elskulegt fólk sem ég mun aldrei gleyma. Elín Jóhannsdóttir 54. árgangur 1. tbl. 1991 Útgefandi: Fíladelfía - Forlag, Hátúni 2,105 Reykjavík Sími: 91 - 25155 Fax: 91 - 620735 Ábyrgöarmaður: Guöni Einarsson Efnið unnu: Elín Jóhannsdóttir, G. Theodór Birgisson, Guöni Einarsson. Prentvinnsla: G. Ben. Prentstofa h.f. Áskrift miðast viö heilan árgang. Vinsamlegast tilkynniö breytingar á heimilisföng- um og áskriftum til skrifstofunnar.

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.