19. júní


19. júní - 19.06.1958, Síða 31

19. júní - 19.06.1958, Síða 31
þæfð. Fínar voðir eins og þessi voru aldrei þæfðar mjög mikið, 5—6 klukkustundir í mesta lagi. Nú var voðin saumuð utan um fjöl, sem var lengri en voðin var breið, og öll undin á fjölina. Við höfðum fjölina á borði, en karlmaður togaði á móti, og strekktum við á um leið. 1 hvert skipti, sem undið var upp á fjölina, var henni skellt á borðið, togað í og strekkt, en voðin síðan strokin vandlega með höndunum og jaðarinn lagaður um leið. Þegar voðin var öll komin á fjölina, var hreint stykki saumað utan um og f jölin síðan látin standa úti í horni. Þegar átti að lita voðina í hellulit, var byrjað á að bleyta hana vandlega í volgu vatni. Stór pottur, sem tók 50—100 lítra, var settur á eldinn og soðið í honum vatn. Þegar sauð í pott- inum, var hellan látin út í, ásamt blásteini og vitrí- óli og það látið sjóða með litnum 2 til 3 klukku- stundir. Hellulitur var seldur í stykkjum, sýni- lega brotinn úr stærri hellum og dró af því nafn sitt. Hellulitur var alltaf svartur. Mig minnir, að í 50 lítra pott þyrfti 1 j/2—2 pund af hellulit, er. 100 kvint af hvoru um sig, blásteini og vitríóli á móti honum. Balinn með voðinni var nú borinn að eldavél- inni, voðin tekin úr brotunum, lauslega undin eða strokið úr henni mesta vatnið og látin ofan í lit- inn. Einum hnefa af grófu salti var þá bætt í litinn. Potturinn varð að vera svo rúmur, að öll voðin kæmist vel í hann og liturinn flyti vel yfir. Voðin var látin sjóða 2 klukkustundir og stöðugt hrært í með priki og voðin lagfærð í pottinum. Þegar þessi tími var liðinn, var balinn aftur færður að elda- vélinni og voðin færð upp í kalda vatnslögg. Bal- inn var síðan borinn út og voðin dregin upp úr og breidd á steingarð. Þegar runnið var hið mesta úr voðinni, var litunin vandlega athuguð, síðan var hún lauslega lögð saman og látin aftur ofan í litinn. Eftir að voðin fór í litinn, var hún aldrei undin, bara látið renna úr henni. Nú var hún soðin i eina klukkustund, þá aftur færð upp í vatn, látin út á garð og athuguð á ný. Stundum var voðin sett oftar en tvisvar í litinn, færð loks upp í lítið vatn og skvett á hana köldu, farið með hana út og breidd á garðinn. Þegar sigið hafði úr henni mesti liturinn, var hún lögð saman og látin samanbortin í trébalann, og því, sem eftir var af litnum, hellt yfir hana. Þannig var voðin látin liggja nokkra daga. Um 1 9. JÚNÍ sólaruppkomu bárum við balann ofan að sjó. Þessa voð fórum við með niður að Lækjarósi fyrir neðan Ziemsen. Þar komum við okkur vel fyrir á milli kletta, þar sem allaðdjúpt var og straumur í sjón- um. Þar skoluðum við voðina, þar til sjórinn var orðinn alveg tær aftur í kringum okkur. Nú var voðin brotin saman upp úr sjónum og lögð í bal- ann og hann borinn heim að brunni, sem stóð neð- arlega í Ánanaustatúninu. Þar var hún margskoluð úr brunnvatni til þess að ná úr henni sjónum og seltunni og haldið áfram, þar til skolvatnið var alveg tært. Enn var voðin brotin saman, lögð í bal- ann og borin heim, þar sem breytt var úr henni á steingarð til þerris. Oft þurfti að taka voðina inn á kvöldin, og var hún þá brotin saman, en látin út aftur í næsta þurrk, ef hún þótti ekki nógu þurr. Þegar voðin var orðin nægilega þurr, var hún brotin í rúmlega meters lengd, þannig að hver lengd var lögð ofan á aðra, þannig að hún var allt- af einföld í brotunum. Loks var tekið stórt lak og látið utan um voðina, þannig að það huldi hana alveg, og hún síðan lögð í rúm ofan á fiðursæng. Rekkjuvoðin, sem oft var úr þykku vaðmálsvendarlérefti, var breidd yfir. Síðan svaf viðkomandi í rúminu, en sængurnar hristar upp á hverjum morgni og innvöfðu voðinni hagrætt án þess að losa nokkuð um pakkann. Voðin var oft látin vera margar vikur í rúmi, en auðvitað aldrei í barnarúmi. Ef voðarinnar var vel gætt, var engin hrukka til í henni, þegar hún var loks tekin úr rúminu og farið var að sníða fötin. Sumir létu „hattarann“ pressa voðir sínar, en okkur þótti þá koma gljái á voðina og hún þyldi ekki að rigna, því að undan regndropunum komu mattir blettir. Pils úr þessum voðum þóttu okkur liprari og létt- ari en klæðispils, og auk þess entust þau oft í mörg ár. ValgerSur Pétursdóttir. * Falli snemma dögg á jörð að kvöldi, verður þurrkur daginn eftir. * Þegar netaský eru á loftinu, er allra veðra von. * Sjaldan er langt laugardagsveður nema á föstu- dag byrji. 29

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.