19. júní


19. júní - 19.06.1977, Síða 11

19. júní - 19.06.1977, Síða 11
Sigurveig Guðmunds- dóttir, kennari: Kristin kirkja er að stjórn- skipuninni til karlaveldi Vissulega var skaði fyrir Hafnarfjörð að hann skyldi ekki verða fyrstur kaupstaða til að kjósa sér konu að presti, og þar með skipa sér í raðir þeirra sem vita á undan öðrum hvert straumur timans liggur, jiekkja sinn vitjunartíma. Höfuðástæðuna til þess að kona náði ekki prestskosningu í Hafnarfirði núna tel ég vera þann áróður sem haldið var að fólki í þá veru að yfirvöld hinnar íslensku þjóðkirkju væru undir- niðri andvíg konum í prestsemb- ætti þó að „vonska tímanna“ hefði neytt kennimenn til að samþykkja prestsvigslu kvenna á Islandi. Þessi áróður fékk byr undir liáða vængi vegna framkomu kennivalds í Hafnarfirði sem reisti hervirki í söfnuðinum í móti hinni vígðu konu. — Um rétt- mæti þessa áróðurs vissi auðvitað enginn með vissu en sú er löngum raunin um allan áróður. Að öðru leyti voru þessar prestskosningar í Hafnarfirði hvað snerti ómerkilegheit og mannskemmdir svipaðar og vanalega í slikum tilfellum. Trúarbrögð eru einhverjar hinar frumstæðustu og lífseigustu hræringar með mannkyninu. Þess vegna eru þau íhaldssöm í eðli sínu. Skipulagðar kirkjur breyta ógjarnan formi og ef þær gera það verða þær að vera sjálfum sér samkvæmar og standa með þeim breytingum sem þær leyfa. — Kristnar kirkjur eru að stjórn- skipuninni til karlaveldi. Helgar vigslur konum til handa er því mjög róttæk breyt- ing, sem ekki mun ganga hljóða- laust yfir. Þó virðist tilgangslítið að leyfa konum prestsvígslu ef að þeirra eigin tilvonandi samstarfsmenn klerkarnir, taka sér forystu i and- stöðu gegn prestsvigðum konum. Það er ekki nema rökrétt fram- hald á sókn kvenna til almennra mannréttinda að þær að lokum geri áhlaup á eitt síðasta for- réttindavigi karla sem er kirkjan. I þvi sambandi má velta fyrir sér að ef svo færi að konur sýndu staðfastan áhuga á prestsstarfi en fyndu um leið óheilindi þó að leyfið væri veitt — eins og virðist eiga sér stað i mótmælenda- kirkjunum — eða þá harðlæst hlið, eins og hjá kaþólsku heims- kirkjunni, þá er sú hætta fyrir hendi að konur missi þann áhuga á kirkjunni yfirleitt, sem í raun og sannleika hefur haldið öllum kristnum kirkjum lifandi. — Gæti j^á farið að fækka kringum ölturu og prédikunarstóla. Það er ha^gt að vera kristinn án jjess að tilhevra einhverri sérstakri kirkjudeild. Ólafur Skúlason, dómprófastur: Tel eðlilegt og sjálfsagt að konur gegni prestsþjónustu Lútherska heimssambandið, en í því eru þjóðkirkjur allra Norðurlandanna, hélt sérstaka ráðstefnu í Colombo í Sri Lanka í desember s. 1. um málefni kvenna í kirkjulegu starfi og köllun kon- unnar. Þar var rætt um hinn mikla skerf kvenna um aldir í starfi kirkjunnar og kristinni jDjónustu og bent á, að brýn þörf sé fyrir allar kirkjur að gera sér grein fyrir því, að ekki eru það síður konur en karlar, sem geta hlotið köllun til prestsjrjónustu. Og því sé það ábyrgð kirkjunnar að veita þeim tækifæri til að rækja köllun sína. En orðrétt segir í ályktun jæssarar ráðstefnu: „Margar lútherskar kirkjur hafa nú jægar veitt konum prestsvígslu. Með 9

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.