19. júní - 19.06.1977, Blaðsíða 14
Að rumska við
áhorfandanum
Ragnheiður Jónsdóttir í húsi sínu
í Garðabæ.
Ragnheiður Jónsdóttir, grafíklistamaður er
orðin vel kunn hér á landi. Hún hefur tekið þátt
í mörgum samsýningum á vegum FIM og
Islenska Grafíkfélagsins. Ragnheiður hefur
ennfremur tekið þátt í þekktum alþjóðlegum
grafíkbíennölum í Bretlandi, Júgóslavíu, A- og
V-Þýzkalandi, Frakklandi, Spáni, Austurríki,
Póllandi, Noregi, Finnlandi og átt þátt í sam-
sýningum á Norðurlöndunum og USA. Hún
hlaut 6. verðlaun á alþjóðabíennalnum í Frec-
hen í Þýskalandi 1976 og sat í dómnefnd um
úthlutun verðlauna á alþjóðlega grafíkbíenn-
alnum í Fredrikstad í Noregi 1974.
Blaðamaður 19. júní heimsótti Ragnheiði
einn hlýjan sunnudagseftirmiðdag í byrjun
sumars í þeirri von að fræðast ögn um myndlist
hennar, e. t. v. um hana sjálfa og viðhorf til
lífsins.
Mér varð fyrst fyrir að spyrja hvers vegna
hún legði stund á grafík umfram aðrar greinar
myndlistarinnar.
E.R.
12