19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1977, Qupperneq 19

19. júní - 19.06.1977, Qupperneq 19
margar konur sem smíða skip með pabba.“ Ragnheiði langar líka að feta í fótspor föður síns. Hann er að byggja hús handa þeim öllum og mamma er stundum að byggja líka. Þessar stelpur langar ekkert til að vera strákar. Það er miklu meira gaman að vera stelpa. Af hverju? — Bara! En smátt og smátt koma skýringarnar. „Strákar eru alltaf að stríða og alltaf að uppnefna,“ segir Sigrún. „Einu sinni þegar ég var að koma út úr búð á hjólinu með mömmu og pabba voru strákarnir komnir upp á þak — þeir klifruðu fyrst upp í staur og svo upp á þak — og þeir voru að henda snjóboltum í bílana. Það mega þeir ekki og það verður að skamma þá. Ég hendi ekki í bílana en ég stríði stundum því þeir eru alltaf að stríða mér.“ Það er ekki gaman að vera strákur og gera það sem maður er skammaður fyrir. En strákar gera stundum sniðuga hluti: „Einu sinni héldu bræður mínir hluta- veltu í bílskúrnum og ég dró bíl fyrir 10 krónur. Einn strákurinn fékk kjól á hlutaveltunni. Fyrst varð hann glaður en svo henti hann kjólnum út í horn. Skotar ganga í pilsum!“ Það er miklu meira gaman að vera stelpa. Hvað vilja þær helst leika sér með? „Mér finnst mest gaman að leika mér að dúkkum,“ segir Ragnheiður, „mig langar í dúkkuvagn og helling af dúkkum í afmælisgjöf.“ Hún á hvorki bíl né jarðýtu, segir hún. Sigrúnu finnst mest gaman að sippa. „Eg á bara einn dúkkuvagn og marg- ar dúkkur. Herbergið mitt er fullt af drasli þegar ég fer að sofa. Ein lítil frænka mín setur allt dótið mitt út um allt þegar hún kemur í heimsókn. Eg verð að passa legó- kubbana upp á hillu því hún gæti borðað þá.“ Sippubandið er samt best. Fær hún að hafa það í friði fyrir bræðrum sínum?“ „Bræður mínir fá sippubandið oft lánað. Þeir leika sér líka stundum með dúkkur og eru oft að fela hlut.“ Nú eru listaverkin af lóunum fullgerð og þær stöllur skunda í stofu sína aftur. í þeirra stað koma Arnar Geirsson og Pétur Haraldsson. Arnar teiknar sjúkrabíl en Pétur lögreglubíl. Báðir ætla þeir að verða lög- reglumenn þegar þeir verða stór- ir. „Maður lærir í lögguskóla og stjórnar umferðinni og tekur þjófa,“ segir Arnar. Og hvaða menn eru þjófar? „Þeir taka pen- inga, svo leggjast þeir upp í rúm og telja peningana.“ En ef þeir væru stelpur, hvað gerðu þeir þá þegar þeir yrðu stórir? „Bara eitthvað. Elda mat.“ Elda karlar mat? „Nei,“ ansar Arnar, en Pét- ur dregur úr og bætir við: „Bara sumir.“ Vilja þeir ekki verða sjómenn? „Nei, ég vil ekki vera á sjónum,“ segir Arnar, „skipið getur sokkið. Flugvélarnar geta lika hrapað.“ En hvað með lögreglubílana „Þeir klessa ekki — þeir eru með sirenurnar á.“ Arnar á tvibura- Löggubíllinn hans Péturs. 17

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.