19. júní


19. júní - 19.06.1977, Blaðsíða 20

19. júní - 19.06.1977, Blaðsíða 20
Ég þekki eina löggu. Hún heitir Ragna. systur og við spyrjum hvað hún ætli að verða þegar hún er orðin fullorðin. „Hún ætlar að verða sjúkrakona — eða kona,“ segir Arnar áhugalítill. Hvað gerir hún ef hún verður kona, spyrjum við forvitnar. „Vaskar upp og svoleiðis.“ En hvað gera pabbar þegar þeir eru karlmenn? „Þeir keyra bara og senda börnin út að kaupa.“ Leika þeir sér við pabba? „Nei, pabbi minn er alltaf að vinna.“ En stundum fara þeim með þeim út að keyra, „og þegar við fluttum upp í Breiðholt fórum við í stórum vöruflutningabíl, og þá sátum við pabbi frammí.“ Nú þurfa Arnar og Pétur að fara heim, því það er komið undir hádegi. Nokkur börn kom aðvíf- andi og vilja tala við þessa undarlegu gesti, ekki síst vegna þess að þau hafa frétt að mynda- vél sé með í förinni og vilja fús láta mynda sig. Ekki síst ef myndin kemur í blaði. Ein í þessum hópi er Sigríður Hákonardóttir, 5 ára. Aðspurð segir hún að mamma sín reikni allan daginn í stóru húsi en pabbi sinn sé leikari. „En ég ætla að verða hárgreiðslukona þegar ég verð stór. Það verður að æfa lengi til að læra það.“ Þetta er dæmi- gert kvennastarf á Islandi og þess vegna fróðlegt að vita hvað Sig- riður myndi verða ef hún væri strákur. „Mig langar ekkert til að vera strákur,“ segir hún kotroskin , „en ef ég væri samt strákur þá mundi ég vilja verða indíáni.“ Ætlarðu að eiga börn þegar þú verður stór, spyrjum við. ,Já, ég ætla að eiga átta — nei, ég ætla að eiga tvö börn, það er alveg nóg, strák og stelpu. Ég ætla að búa i Reykjavík, ekki uppi í sveit.“ Hefuðu komið upp í sveit? „Nei, en ég hef farið til Siglufjarðar.“ Við spyrjum lævíslega um hlutverkaskiptingu á heimilinu og fáum skorinorð svör: „Pabbi býr alltaf til morgunmatinn heima og poppar alltaf. Hann leyfir mömmu aldrei að poppa. Mömmu finnst mest gaman að búa til matinn en pabba finnst mest gaman að vaska upp.“ Sigríði finnst strákar leiðinlegir og hún hefur ekki mikinn áhuga á leikjum þeirra. Hún leikur sér sjaldan að bílum og langar mest í vöggu í afmælisgjöf. Svo langar hana líka til að læra að spila á flautu i barnamúsíkskólanum. Ekkert til að fara í hljómsveit, bara fyrir sjálfa sig. Ólafur Örn Jónsson er fimm ára siðan í fyrrasumar og fékk fiskabúr í afmælisgjöf. Hann ætlar að verða lögreglumaður þegar hann verður stór. Hvar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.