19. júní


19. júní - 19.06.1977, Síða 24

19. júní - 19.06.1977, Síða 24
Þarf að ala stráka betur upp hagsmál og trúarbrögð önnur en kristna trú. Tveir piltanna eru á því að nauðsynlegt sé að fá hrein- ræktaða vinstri stjórn í landið, hinir tveir efins um það sé Iausn mála. — „Þjóðin glötuð ef við náum ekki tökum á efnahags- málunum, þau eru á köldum klaka.“ — „Láta fólk vinna í þágu þjóðarinnar og leggja að sér á meðan við erum að ná okkur á strik. Takmarka hæstu launin og hækka lægstu launin.“ — „Verkalýðsforingjar eiga að vera verkalýðsforingjar.“ — „fs- lendingum er sama um alla aðra, ef þeir fá sjálfir nóg. Það verður að berja þjóðmálaumræðu inn á mann í skóla.“ Allir sem einn vonuðu þeir að ekki kæmi til verkfalla í vor eða sumar. Hvers vegna? Þeim var það kappsmál að komast strax í vinnu þegar skólanum lyki. Einn hafði von um að komast í fiskvinnslu, annar að sendast í banka, þriðji að vinna í sælgætisgerð og fjórði við matjurtaræktun með afa sínum. Eitthvað sem þið viljið segja að lokum? Þeim er e. t. v. efst í huga hvað stelpurnar eru furðulegar, þær móðgast hver við aðra og tala kannski ekki saman í fleiri daga. Strákar rífast sín á milli, en gera málin upp á stundinni og eru jafngóðir vinir á eftir. — „Stelpur fá sama uppeldi, þær eru bara öðru vísi af guði gerðar.“ ÞÆR SÖGÐU MEÐAL ANNARS: — „f Ármúlaskóla tók einn kennarinn sig til og óskaði eftir fræðslu um kynferðismál þegar fram kom í almennu spjalli að fæstir í bekknum höfðu fengið upplýsingar um þau. Hjúkrunar- kona skólans veitti mjög góða fræðslu.“ — „Einnig í Haga- skóla í 2. bekk. Það þyrfti að fræða unglinga fyrr t.d. í 12 ára bekk. Krakkar byrja oft ungir að vera saman, stundum 12—13 ára stelpa og 15 ára strákur, en fæst áður en þau vita hvernig á að nota getnaðarvarnir.11 — „Slæmt þegar börn eignast börn, á það þarf að leggja áherslu í kynlífsfræðslu." — „Við sáum kvikmynd frá Danmörku aðal- lega viðtöl við unglinga, flesta 12 ára og þau sögðust öll hafa sofið hjá. Augljós félagsleg þvingun virtist vera innan hópsins að geta talað með og til þess þurfti að hafa prófað þetta. En það er mis- jafnt hvað krakkar fara fljótt og mikið út í kynlíf.“ — „Strákar og stelpur byrja að umgangast hvert annað afslappað frá 12 ára bekk eða 1. bekk, en sam- ræðurnar verða þó alltaf yfir- borðslegri í blönduðum hópi.“ Skiptir kynlíf máli? — „Alltaf einhverju, það hlýtur að gera það. Fólk hér á landi elur börn sín öðruvísi upp en víða erlendis. Það er ekki eins mikil pressa á börnum hér og sennilega talar fólk opinskárra við börn sín, bæði um kynferðis- Steinunn, Hólmfríður, Brynja, Guðlaug og Ástríður. 22

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.