19. júní


19. júní - 19.06.1977, Page 25

19. júní - 19.06.1977, Page 25
mál og fleira. Sums staðar er- lendis virðist aðalmálið að ná- granninn viti ekki ef unga fólkið sefur saman. — „Við vinkonurnar erum sammála um að eiga ekki börn of fljótt. Við viljum mennta okkur og hafa starf, en miðum ekki á hjúskap.“ — „Viljum velja okkur lífs- starf, eitthvað sem okkur langar til að gera, hjúskapur kemur þar fyrir utan.“ Hafið þið valið ykkur framtíð- arstarf? Fæstar hafa gert það enn þá, en eru sammála um nauðsyn þess að menntast og flestar ætla í menntaskóla eða verslunarskóla og velja síðan brautir út frá þeirri undirstöðumenntun. — „Alltof lítið um starfs- kynningu í skólunum. 1 3. bekk í Hagaskóla er starfskynning einu sinni í viku og síðan eigum við að skrifa ritgerð um „Draumaatvinnuna“ án þess að hafa nokkra verulega hugmynd um hana eða aðrar.“ — „Meiri kynning á námsbrautum þarf að koma til og skiptir engu hvort konur eru fyrir í starfsgreininni eða ekki. — „Vil gjarnan fara í hjúkrun, get átt börn samhliða, starfið öruggt og hægt að vinna það hvar sem er.“ — „Hef á- huga fyrir verslunarstörfum.“ — „Tekjurnar skipta ekki öllu máli, meiru skiptir að langa til að vinna að því sem valið er fyrir ævistarf.“ Teljið þið að reynt sé að hafa áhrif á starfsval ykkar? Flestar eru á því að innræting til starfsvals sé óafvitandi. For- eldrar einnar eru bæði háskóla- menntuð. Þau reyna að vera frjálslynd og segja stundum — þú getur farið í iðnskóla — en óaf- vitandi halda þau að henni lang- skólanámi. Foreldrar annarrar eru bæði ómenntuð og þau setja metnað sinn i að börnin fari gegnum skóla. — „Sumir strákar eru hálfsmeykir við stelpur, sem vita eitthvað og tala um menntaskólatýpur.“ — „Einstaka strákur virðist setja metnað sinn í að sjá fyrir heimili og konu einn.“ Fæstar stelpur láta þetta á sig fá, þær vilja vera sjálfstæðar líka. Þó eru til dæmi um að stelpa hefur hætt við að ganga menntaveginn af því að strákurinn hennar gerir það ekki. Engin stúlknanna kannaðist við dæmi um hið gagnstæða. Hér fléttaðist inn í afstaðan til menntafólks og héldu þær að fyrirlitning á því væri meiri úti á landi en í Reykjavík. Ein sagði frá strák, sem fór í sumarvinnu í blikksmiðju og að hann vildi ekki segja frá því að faðir hans væri lektor við háskóla, en lét í veðri vaka að hann væri bankastarfsmaður, til þess að byggja ekki vegg á milli sín og vinnufélaganna. Talið þið um framtíðarhorfur í ykkar hóp? — „1 stelpnahópi er stundum innbyrðis fyrirlitning á tali um framtiðarhorfur.“ — „Strákar eru meira brýndir á að bjarga sér sjálfir, stelpan gengur kannske út. Þetta viðhorf kemur oft í gegn hjá foreldrum.“ — „Allt annað við- horf hjá unglingum nú en áður. Þessi viðhorf foreldra eru senni- lega arfur frá þeirra eigin upp- eldi. A málfundum í skólanum standa strákar oft upp og halda því fram að konur eigi að vera heima og passa börn.“ — „Gamlir kennarar sérstaklega í barnaskóla viðhalda gamaldags viðhorfum. Þegar ungar konur í kennarastétt vilja taka á náms- efni út frá jafnrétti kynjanna úa strákarnir stundum, en það er nú bara veikleikamerki.“ — „Upp- eldi ræður úrslitum, gagngerð breyting á uppeldi þarf að koma til og það þyrfti að ala stráka betur upp, bæði á heimili og í skóla.“ Hvar á að byrja uppeldis- breyting[una? Þær lögðu töluverða áherslu á efni skólabókanna og áhrif þess samhliða túlkun kennaranna og tóku sem dæmi, hvernig t.d. myndskreyting í kennslubók við- heldur hlutverkaímynd karla og kvenna, mynd úr félagsfræðibók, sem átti að sýna heimili: Karl situr í hægindastól og les dag- blað, börn að leika að kubbum á gólfi, kona að koma með kaffi á bakka úr eldhúsi — og þær spurðu hvers vegna fjölskyldan væri ekki látin sýsla saman að einhverju verkefni. — „Nemend- ur eiga að vera saman, það er félagslegt markmið, saman í öllu námi bóklegu og verklegu og leikfimi eins og öðru og vera í sams konar búningum.“ — „Inn- byrðis öryggisleysi einkennir ung- linga á gelgjuskeiðinu, þau hafa ekki verið látin tjá sig og það skortir markvissa félagslega þjálfun í skólanum. Námskeið á vegum Æskulýðsráðs hjálpaði mikið, en þyrfti að vera kennslu- grein frá upphafi.“ — „Sagt er að ekki fáist kennarar, en fullt er af leikurum, sem hafa lært en fá ekki atvinnu.“ Hvaða skilning leggið þið í hugtakið jafnrétti kynjanna? Þær eru á einu máli um hver skilgreiningin sé. — „Að hver einstaklingur fái tækifæri til að þroska sig í samræmi við hæfi- leika sína án tillits til kyns.“ — „Karlar virðast margir halda að jafnréttisbarátta sé einkabarátta kvenna og valdarán gagnvart körlum.“ Talið berst að börnum og þær hafa margt að segja varðandi börn og uppeldi barna. — „Þau þurfa að fá tækifæri til að þrosk- ast, fólk ætti að lofa börnum að vera mikið með sér og t.d. fara með þau upp í sveit svo þau kynnist lífinu þar.“ — „Æskilegt að börn séu í einhvers konar dag- vistun. Það var mjög skemmtilegt í leikskólanum.“ — „Móðirin umgengst börnin oftast miklu meira en faðirinn. Barninu alltaf Framhald á bls. 41 23

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.