19. júní


19. júní - 19.06.1977, Page 32

19. júní - 19.06.1977, Page 32
Eg yrki þegar mig vantar aðsegjaeitthvað . . Elísabet Þorgeirsdóttir er ung skáldkona, 22 ára, sem ætlar að gefa út fyrstu bók sína með haustinu. Hún er fædd og alin upp á ísafirði, og stúdent þaðan 1975. Síðan kenndi hún einn vet- ur austur á Neskaupstað, en í vetur hefur hún verið í Reykjavík við háskólanám. „Við dreifbýlis- fólk þurfum að sækja framhalds- menntun til höfuðborgarinnar, og ekki segi ég að mér leiðist hérna syðra, það væri alveg ó- þarfi, en ég er mikil lands- byggðarmanneskja i mér, þar vil ég starfa í framtíðinni. Einstakl- ingarnir eru einangraðir í borgarsamfélagi þrátt fyrir fjöl- mennið — eða kannski vegna þess. Eg held að tjáningarform eins og ljóðlistin henti einmitt vel fyrir þá sem þarfnast útrásar fyrir sköpunarþörfina og hef grun um að margir iðki hana í laumi. Þetta hefur jú tollað við íslendinga gegnum aldirnar. Mér hefur al- drei dottið í hug að „verða skáld“. Þetta sem núna kallast yrkingar hjá mér fór ég að skrifa niður 16 ára og hugsaði ekkert um hvort það væri skáldskapur. Eg þurfti bara að koma þessu frá mér. Það RÖKSTUDD ÁKVÖRÐUN. Ung hjón í Hafnarfirði sögðust mundu kjósa karlframbjóðanda til prests þar enda þótt þeim líkaði betur við kvenframbjóð- andann. Aðspurð sögðust þau gera það vegna þess að ferma ætti son þeirra næsta ár og þau kynnu betur við að láta karlmann ferma hann. 30 ættu allir að skrifa niður það sem þeim býr i brjósti, Jjví það geta þetta allir.“ En hvað gerðist sem kom af stað þessari áráttu? Hvers vegna 16 ára en ekki 14 eða 18? „Það er einfalt að svara því. í landsprófi fékk égí fyrsta sinn kennslu í nú- tímaljóðlist og þá opnaðist fyrir mér nýr heimur. Upp úr því fór ég að skrifa niður hugsanir mínar í ljóðum.“ Eftirlætisskáld? ,Ja, ég lærði að lesa ljóð á Stein Steinarr öðrum fremur. Hann er mikil stoð ungu fólki, þvi hann er leit- andi í skáldskap sínum eins og maður er sjálfur leitandi á þess- um árum. Svo sökkti ég mér niður í Thor Vilhjálmsson. Jóhannes úr Kötlum er líka í uppáhaldi hjá mér, en mesta virðingu ber ég fyrir Jakobínu Sigurðardóttur af öllum skáldum og vildi helst líkj- ast henni.“ Elísabet lá lengi á þessum ljóðum sínum eins og títt er um konur. Henni datt ekki í hug að aðrir gætu haft gaman af þeim. En þetta fór að hlaðast upp og kvisast út og svo fór að hún las nokkur ljóð á skemmtikvöldi hjá Mími, félagi stúdenta í íslensku, siðastliðið haust. Eftir það þýddi ekki að þegja yfir þessu lengur og nú ætlar Elísabet að gefa út bók næsta haust með gömlum og nýjum ljóðum. „Síðasta ljóðið er ort i vetur, en bókin er samt orðin mjög fjarlæg mér. Það er ekki Jjað að ég vilji ekki gangast við þess- um ljóðum, ég orti þau og veit það vel, en það er eins og mér þyki ekki vænt um þau lengur. Þau koma mér ekki eins mikið við og þau gerðu.“ Ljóðin í opnunni eru tekin úr bókarhandriti Elísabetar, hrein- skilin ljóð og blátt áfram. „Ég yrki þegar mig vantar að segja eitthvað, til þess nota ég þetta form. Aðrir gera sennilega eitt- hvað annað: rífast, mála, spila á hljóðfæri, stunda íþróttir! Ég sest aldrei niður og hugsa: Hvað á ég nú að skrifa um? Þetta kemur ósjálfrátt, og ég vil ítreka J:>að að þetta geta allir gert.“ S.A

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.