19. júní


19. júní - 19.06.1977, Page 33

19. júní - 19.06.1977, Page 33
Vorið okkar, systir Manstu nóttina þegar morgunninn kom með vorið í fanginu. Nóttina sem ég og þú eignuðumst vorið hvor í annarn. Óúlskýranlegt er mér vorið, systir hlýtt, gott, það besta sem ég á. Óðar hauslar að í mannheimum ég sigli burt inn í myrkur ókunns vetrar. En vorið okkar býr alltaf hér inni, systir. Skyldan Töfrar nœturinnar kveikja litring í brjósti mér. Svart himinhvolfið streymiryfir með lágum nið og endar ferð sína hinumegin við fjallið þar sem sólin býr á kvöldin þaðan sem dagarnir koma. Einhver leiðinleg rödd sem býr í rassinum á mér og sálfrœðingar kalla skynsemi segir mér að koma mér í rúmið því augun séu orðin rauð — höfuðið sljótt og á morgun bíði mín tvö bindi af hundleiðinlegri kennslubók sem ég eigi að lesa ef ég œtli mér einhvern tíma að hœtta í skóla og verða almennileg manneskja með fullu viti en ekki lengur blóðsuga á þjóðfélaginu og baggi á herðutn þess vinnandi fólks sem sér landinu fyrir nœgum gjaldeyri og heldur þjóðfélaginu uþþi. Eflir þessa ástríðufullu rœðu samvisk- unnar þorði ég ekki antiað en skreiðast í bœlið og signa mig. Laugardagskvöld Þegar líða tekur á laugardagskvöldin leitum við hvert annað uþþi og öflum okkur drykkjarfanga. Um miðnœtti sér eitt okkar rautt annað blátt og þriðji tröllauknar víddir um allt. Við reynum að kallast áyfir gnýinn (sem við hristum okkur eftir) einstöku sinnum hittum við í mark — oftast er það þó þú sem sér blátt þegar ég sé rautt (eða öfugt) oftar tölum við þó holum rómi um loftbólur dagsins sem rann uþþ i dag en er siginn í hafið innan tíðar oftar sitjum við einmana í horni og látum okkur leiðast. j Þrátt fyrir músík og glasaglaum — þrátt fyrir laugardagskvöldið sem beðið var eftir alla vikuna. Grátur Hjarta mitt (sem er rautt og slær 80 slög á mínútu) býryfir þungum krafti sem stundum brýtur stífluna og brýst úr viðjum sínum með ekka og söltum tárum. Eftir skamma stund fœnst friður og róyfir hugann. Augun verða þurr og hrein (enda nýkomin úr stórþvotti) landslag hugans eins og gulur akur með einu grœnu tré eftir að fellibylurinn Ella hefur farið hjá og a/lt er orðið kyrrt, hljótt og eyðilegt. Við erum ung Enn einu sinni hef ég vaknað uþþ að morgni og minnst stunda næturinnar. Enn einu sinnið lét ég undan heitu brosi og kraftalegum faðmi. 1 hita dansins og nálœgð munns og handa fékk ég ekki staðist œskuhitann í líkama mínum og líkama þínum. Enn ein nótt er liðin — við vöknum uþþ og finnst við óhreinni en áður. Blekkingarvefurinn er fallinn frá. Raunveruleikinn skerst inn í hugann kaldur og svartur. látalœtin stóðust ekki — hitinn sem við kveiktum var ekki sannur, ekki nógu heitur. í flýti lœðist þú útfrá mér við eigum ekkert vantalað. Fegin breiði ég sœngina uþþ fyrir haus og hlusta á fótatak þitt niður stigann. Nú er ég ein í rúmi mínu. Þráin sem ólgaði í brjósti mér misvirt og lítillœkkuð. í hljóðfœrið okkar vantaði alla tóna, hljómurinn var holur snertingin köld — ósönn. Höfuð mitt hvílist við koddann. Ég lœt mig dreyma á ný fallega drautna um fallegan hlut. 31

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.