19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1977, Qupperneq 37

19. júní - 19.06.1977, Qupperneq 37
okkar er það lagt fyrir Jafnréttis- ráð. Síðan er leitað umsagna margra aðila — þeirra aðila, sem hlut eiga að máli hverju sinni s. s. stéttafélaga, vinnuveitenda o. s. frv. Þegar umsagnir hafa borist, er málið tekið fyrir á ný og at- hugað, hvort um brot á lögum er að ræða. Reynist svo vera er reynt að fara samningsleiðina til að fá leiðréttingu. Þetta getur tekið langan tíma. Ef ekki er tekið til greina tilmæli ráðsins, er ráðinu heimilt, í samráði við hlutaðeig- andi starfsmann, að höfða mál í umboði hans. Hvað um launajafnréttið? Það eru oft konur, sem leggja fram spurningar um launamál. Ég vil taka það fram, að Jafn- réttisráð getur ekki farið inn á kjarasamninga. Það getur ein- ungis verið ráðgefandi. En auð- vitað eiga samningsaðilar ekki að semja andstætt lögunum. í þeim samningum, sem nú standa yfir sendum við öllum, sem að þeim standa bréf til þess að minna á Lögin um jafnrétti kvenna og karla og hvetja menn til að hverfa frá þeirri greinilegu skiptingu, sem nú ríkir, i kvenna- og karla- störf, og þá þann launamismun sem við það hefur skapast. Einnig höfum við hvatt menn til að hafa starfsheiti ókyngreind i samning- um. Við vonum auðvitað að þessi skrif beri árangur. Það er á þess- um vettvangi, sem hægt er að vinna að launajafnrétti á milli kynjanna. Það er grátlegt að horfa upp á það, að mismunur i launum er stundum tugir þús- unda, þótt um sambærileg störf sé að ræða. Hvaða mál eru efst á baugi nú? Þar má nefna stofnun ráð- gjafanefndar. Jafnréttisráð fékk heimild til að skipa ráðgjafa- nefnd, þegar það tók yfir störf kvennaársnefndar. Störf kvenna- ársnefndar miðuðust við að framfylgja framkvæmdaáætlun S.Þ., sem samþykkt var í Mexíkó. Nú er ráðgjafanefndin komin á fót. I henni eiga sæti Björg Einarsdóttir, Lilja Ólafsdóttir, Helgi Skúli Kjartansson, Guð- mundur Hilmarsson, Guðjón Tómasson og ég. Akveðið hefur verið, að hún skuli starfa út frá framkvæmdaáætlun S.Þ. um jafnrétti kvenna og karla. Nefnd- in hefur ákveðið að taka m. a. sérstaklega fyrir menntamálin. Ráðið hefur falið nefndinni að fylgjast með þessum málum. Hérna eru bækur, sem við höfum fengið frá hinum Norður- löndunum, segir Bergþóra og bendir á bunka af bókum á borðinu. Af þeim getum við séð, hvernig þeir standa að kennslu um jafnréttismálin og hvernig þeirra bækur eru. Við höfum haft gott samstarf við skólarann- sóknardeild menntamálaráðu- neytisins sérstaklega samfélags- fræðihópinn. Við fáum efni frá þeim, sem við förum yfir með til- liti til jafnréttismála. Sem dæmi má nefna, að í haust fer út bók, sem hefur verið kennd i tilrauna- kennslu. Þetta eru leiðbeiningar fyrir kennarann. I rauninni á ekki að KENNA jafnréttismál, heldur eiga þau að falla eðlilega inn i námsefnið og samræmast hugs- unarhætti okkar tíma. Hvernig gengur að fylgja eftir 4. grein laganna? Það er skoðun ráðsins, að þessi grein sé liður í þeirri baráttu að brjóta niður þá hefðbundnu starfsskiptingu, sem ríkt hefur í karla- og kvennastörf og þann launamun, sem við það skapast. Það er á þeirri forsendu, sem við teljum 4. grein mikilvæga. Jafn- réttisráð tók þá afstöðu í upphafi að veita vissan aðlögunartima. Eg hef talað við auglýsinga- stjórana og spurt um það hvernig fólk taki þessu. Það mun vera mjög misjafnt. Sums staðar virðist þetta ganga vel, annars staðar verr. Hvernig bregst fólk við starfsemi ráðsins? Mér finnst þó nokkur munur á því að tala við fólk núna frá því sem var i byrjun. Það hefur orðið jákvæð viðhorfsbreyting. Áhugi karlmanna hefur vaxið á þessum málum. Þeim fjölgar stöðugt, sem skilja það, að hér er mál á ferð, sem kemur öllum við jafnt kon- um sem körlum. Hefur þú fanð út af skrifstofunni og talað um þessa hluti? Já, en því miður hef ég gert of litið af því. Eg vil gjarnan, að hægt væri að sinna þeim þætti starfsins meira. Þar kemur til að einna starfsmaður getur ekki sinnt öllu. Hvað vilt þú segja að lokum, Bergþóra? Það er eitt sem mig langar að nefna. Með aukinni þátttöku kvenna i félagsmálum hefur orðið viss starfsskipting milli kvenna og karla. Ef við lítum t. d. á barna- verndarnefndir hinna ýmsu sveitarfélaga, þá eru konur miklu fjölmennari þar heldur en í nefndum, sem fjalla um fjárhags- mál eða stjórnun. Það má einnig benda á nefndir alþingis. í fjárhags- og viðskiptanefnd efri og neðri deildar er ekki ein ein- asta kona. En konur eru nú reyndar ekki nema 5% alþingis- manna. Það er auðvitað jákvætt að konur sinni meira félags- málum, en eðlilegra er að bæði kynin vinni saman að hverju máli en ekki að konur sjái um vissa þætti og karlar aðra. Það má geta þess, að ísland er fyrsta landið af Norður- löndunum, sem setur lög um jafnréttismál. Kannski ber það einmitt vitni um, að við eigum margt ólært á þessu sviði, að öðrum kosti þyrfti ekki að setja lög. EB.G. 35

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.