19. júní


19. júní - 01.03.1994, Blaðsíða 2

19. júní - 01.03.1994, Blaðsíða 2
RITSTJÓRASPJALL: Er sumar hjá konum í stjórnmálum? Loksins, loksins er sumarið í nánd eftir langan og strang- an vetur, ógæftir til sjós og ýmsa erfiðleika sem okkur hrjá um þessar mundir. Þetta upphaf ritstjóraspjalls fel- ur í sér bæði neikvæðni og jákvæðni og satt best að segja finnst mér það vera svolítið einkennandi fyrir „þjóðarsálina" um þessar mundir. Sumir hafa orð á því að erfitt sé að halda jákvæðu hugarfari í öllu því róti sem íslenskt þjóðfélag glímir við og stundum er ekki laust við að maður geti tekið undir slíkt viðhorf. Atvinnuleysi, efnahagsörðuleikar og rótleysi, sem því miður hafa farið vaxandi á undanförnum misserum, geta, ef ekki er að gáð, brotið niður þá eðlislægu bjartsýni sem í brjósti manna blundar. Það er einmitt hér sem verk er að vinna - að forðast það að tapa bjartsýni og lífsgleði þótt eitthvað bjáti á. Auðvelt er að hvetja til bjartsýni en annað er að viðhalda henni og á það ekki síst við um þau okkar sem fylkja liði undir fána jafnréttis. Að halda í bjartsýnina í þeim efnum er stundum nokkuð erfitt. Framundan eru sveitarstjórnarkosningar og eins og svo oft áður líta jafnréttissinnar til þeirra með þá von í brjósti að hlutur kvenna aukist, ekki bara sem hlutfall sæta í bæjar- og sveitarstjórnum, heldur einnig raunverulegur hlutur þeirra, þ.e.a.s. áhrif þeirra á gang mála. Samanburður á tölum um fjölda kvenna í bæjar- og sveitarstjórnum fyrir tíu árum, eða svo, og nú sýnir þá ánægjulegu staðreynd að konur hafa sótt í sig veðrið og skipa nú jafnvel yfir 40% sæta í mörgum stjórnum sem er mikil breyting frá því sem áður var. Það veldur hins vegar vonbrigðum að í allt of mörgum tilfellum kjósa konur að fara ekki aftur í framboð eftir að hafa ver- ið í bæjar- eða sveitarstjórnum í eitt eða tvö kjörtímabil. Nákvæm- ar ástæður er erfitt að finna. Eflaust eru þær margvíslegar, en margar þeirra kvenna sem hætta afskiptum af stjórnmálum nefna einkum þrjár: Skortur á stuðningi þegar út í sveitarstjórnarmálin er komið, takmarkað samráð samflokksmanna við þær í ákvarð- anatöku, og síðast en ekki síst margfaldas vinnubyrði þeirra - hún verður jafnvel þreföld! Það er semsagt sama gamla sagan — konur eiga sér erfiðara uppdráttar í stjórnmálum en karlar þrátt fyrir allt snakk (karlanna) um að alltaf reyni stjórnmálaflokkarnir að leitast við að rétta hlut þeirra. Nýafstaðnar ákvarðanir st:jórn má 1 aílokkanna um framboðslista þeirra gefa til kynna að þeir geri sér grein, að einhverju leyti, fyrir því að ekki verður við unað að konum sé haldið í lágmarki en samt er eins og eitthvað vanti þegar á hólminn er komið. Getur verið að við konur eigum einhverja sök hér á? Að vísu getum við vart farið með körlunum í gufubað, svo dæmi sé nefnt um stað þar sem ákvarðanir eru sagðar teknar, en til hvers eru allir fundirnir þegar oftar en ekki virðist að ákvarðanir hafi verið tekn- ar áður en þeir eru haldnir? Þetta er að vísu ekki algilt en að sögn kvenna, sem setið hafa í bæjar- og sveitarstjórnum, er greinilegt að oft er búið að leysa málin þegar þau eru tekin til umfjöllunar. Hvað er til ráða? í vetur hefur verið starfandi hópur á vegum Kvenréttindafélags íslands, stjórnmálahópur, sem hefur það að markmiði að hvetja konur til framboðs og að ræða mál er varða stjórnmálaþátttöku kvenna. Það vakti athygli, þegar KRFI leitaði til jafnréttisnefnda víða um land og óskaði samstarfs, að fæstar svöruðu. Einnig vakti það athygli að sumir stjórnmálaflokkar sáu ekki ástæðu til að til- nefna fulltrúa í hópinn. Jafnvel var ekki talin ástæða til þess að svara málaleitan þessa gamla félags sem unnið hefur sleitulaust að auknum réttindum fyrir konur frá því snemma á öldinni. Sú stað- reynd að fyrrgreindir aðilar sinntu ekki kalli stjórnmálahópsins segir ef til vill meira en við kjósum að trúa. Virk þátttaka kvcnna í stjórnmálum, í ákvarðanatökunni, grundvallast á starfi þeirra sjálfra. Til þess þarf samheldni byggða á þeirri lágmarkskröfu að jafnrétti sé mannréttindi. EFNISYFIRLIT: Ritstjóraspjall: Er sumar hjá konum í stjórnmálum? „Vantar fleiri meðvitaðar konur.“ í þessari athyglisverðu grein er fjallað um konur og stjórnmál, stöðu þeirra og ekki síst hvers vegna konur hætta stjórnmála- þátttöku fyrr en ætla mætti. I greininni segja þrjár konur frá reynslu sinni af stjórnmálavafstri. 10 Ár fjölskyldunnar: Hollusta íslenskra kvenna við fjölskylduna er misnotuð, segir Dr. Sigrún Júlíusdóttir. Bókmenntasýn: Með ró og spekt nefnist grein eftir Kristínu Hafsteinsdóttur, bókmenntafræðing, en hún varpar skemmtilegu ljósi á bókmenntir nútím- ans. 19 Vog skrifstofu jafnréttismála: Hugleið- ing, launajöfnun - ný viðhorf, vísitasía stafsmanna, ungt fólk og jafnréttisbar- átta, Norræna kvennaþingið, velheppn- aður fundur um konur og atvinnuleysi, fréttir frá kærunefnd, konurnar heim - þjóðarsátt? 25 Fréttir úr starfi Kvenréttindafélags fs- lands 28 Örlög „stórra“ kvenna í fatamálum! Punktafréttir og hænufet: Stuttar fréttir um ýmislegt sem okkur öllum kemur við þegat að 'er gáð.f J| , 19. júní 1. tbl. 44. árgangur 1994 Utgefandi: Kvenréttindafélag fslands Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ellen Ingvadóttir Ritstjórnarfulltrúi: Valgerður K. Jónsdóttir Aðrir í ritnefnd: Bryndís Kristjánsdóttir, Kristln Leifsdóttir, Inga D. Sigfúsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Steinunn Jóhannesdóttir og Elsa Þorkels- dóttir. Prófarkalesari: Þórdís Kristieifsdóttir Ljósmyndir: Rut Hallgrímsdóttir og fl. Auglýsingar: Sigrún Gissurardóttir Útlit, setning, prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi 2

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.