19. júní


19. júní - 01.03.1994, Blaðsíða 5

19. júní - 01.03.1994, Blaðsíða 5
„Það má ekki gleyma því að Kvenrétt- indafélagið var upphaflega stofnað til að konur fengju kosningarétt og kjörgengi,“ segir Lilja, „og félagið hefur alla tíð hvatt konur til aukinna áhrifa í stjórnmálum. Styrkur félagsins felst m.a. í því að þess er gætt að konur úr öllum stj órn málaflo k kum eigi sæti í stjórninni." Hún segir að hópurinn hafi farið frekar seint af stað og fyrst hafi þær valið úr þau sveitarfélög sem þær ætluðu að vinna með. Konur eru nú 22% kjörinna sveitarstjórn- armanna um land allt. Hæsta hlutfallið er í kaupstöðum 31,5%, þar næst í kauptúnum og sveitarfélögum 24,4% en verst er staðan í minni hreppum 17%! Lilja segir að þær hafi einkum beint sjónum sínum að úrslit- um í stærri sveitarfélögum og hún hafi unnið upp tölfræðilegt yfirlit. „Það kom mér mest á óvart að ástandið var betra en ég bjóst við í stærri sveitarfélögum. I Reykjavík eru t.d. 7 konur í aðalstjórn og 8 karlar og í varastjórn eru 8 konur og 7 karlar. Það er ekki hægt að hafa það jafn- ara. Hliilfallslcga láar konur í ncfiKluni <»í* æðslu valdastöðuni Fjöldi kvenna í sveitarstjórnum segir ekki alla söguna um aukin völd kvenna í stjórn- málum. Þannig eru fjölmargar nefndir á vegum sveitarstjórnanna og það er oft ekki síður þar sem ákvarðanir eru teknar um ýmis mál. Jafnréttisráð tók saman upplýs- mgar um fjölda kvenna og karla eftir sveit- arstjórnarkosningarnar 1986 og kom þá í ljós að hlutur kvenna var mun minni en hlutur þeirra sem kjörnir fulltrúar í sveitar- stjórnunum gaf tilefni dl. Þannig voru konur í miklum meirihluta í nefndum sem tengdust heilbrigðismálum, menningar- málum, umhverfis- og náttúruverndarmál- um svo og í nefndum sem tengdust mál- efnum barna og unglinga. í 48% nefnda voru engar konur og konur virðast hafa til- hneigingu til að fjölmenna í nefndir þar sem konur eru í meirihluta. í Reykjavík eru t.d. konur í meirihluta í 8 nefndum af 32 og 57,4% kvenna sem eiga sæti í nefnd- um eru í meirihlutanefndum. Hversu margar konur eru í æðstu emb- ættum sveitarstjórna? Tæp 10% kvenna hafa verið valdar í þessar stöður á móti 21% karla. Hlutfallslega flestar konurnar eru forsetar bæjarstjórna eða 29%, 13,6% eru oddvitar kauptúna og 7,1% oddvitar utinni hreppa. Engin kona hefur verið val- >n til að gegna störfum borgar- eða bæjar- stjóra. í 57 sveitarstjórnum af 201 er engin kona fulltrúi! „Hlutfall kvenna í nefndum er lægra en karla,“ segir Lilja. „Nefndirnar eru einnig kynjaskiptar. Sumar eru fátækar af konum eins og t.d. hafnarnefndir og samstarfs- nefndir sveitarfélaga. Jafnréttisnefndir og skólanefndir eru á sama hátt oft fátækar af karlmönnum.“ Jafnréttisráð hefur gert ítarlega úttekt á verkaskiptingu kynjanna í nefndum og ráðum. 1 úttekt frá 1987 kemur í Ijós að konur eru í meirihluta í 17 af 23 félags- málaráðum og í 18 af 23 grunnskólaráð- um. 1 bæjarráðum, sem eru mikilvægustu nefndir sveitarstjórna, sitja 76 karlar og 21 kona, eða 21,6%. I tveimur tilvikum eru konur í meirihluta og í 11 þeirra eru bæjar- ráðin án konu. 1 atvinnumálanefndum eru konur 15% fulltrúa, í 13 slíkum nefndum er engin kona og þær eru hvergi í meiri- hluta. í félagsmálaráðum eru konur hins- vegar 73,5% fulltrúa í 29 bæjarfélögum. I tveimur þeirra eru karlar í meirihluta en í öðrum fimm eru engir karlar. Karlar eru formenn í 6 félagsmálaráðum en 23 konur gegna formennsku. í hafnarnefndum og ráðum sitja 131 fulltrúi, þar af 7 konur eða aðeins um 5% fulltrúa. Konur eru 17% fulltrúa í skipu- lagsnefndum, 62% í skólanefndum, 13% í húsnæðisnefndum, 64% í jafnréttisnefnd- um og 44,5% í umhverfis- og náttúru- verndarráðum. Þá eru aðeins 17% fulltrúa skipulagsnefnda konur og 7% í samstarfs- nefndum sveitarstjórna. Hvaö er liægt aö gcra til að stuöla aö brcytinguin? Lilja segir að hópurinn hafi skrifað öllum jafnréttisnefndum landsins og óskað eftir samstarfi. Jafnréttisnefnd Reykjavíkur hef- ur tilnefnt fulltrúa í hópinn og í janúar fóru tveir fulltrúar hópsins til Akureyrar og héldu fund nteð konum úr öllum stjórn- málaflokkum. „Það er mjög góður andi í konum á Akureyri og þær eru mjög með- vitaðar um jafnréttismál. Háskólinn og jafnréttisfulltrúi hafa skipulagt námskeið um sveitarstjórnarmál, en þar verða veittar upplýsingar um skipulag sveitarstjórnar- mála og þær sem áhuga hafa þjálfaðar til þátttöku, svo sem með því að nema fund- arsköp og ræðumennsku.“ Þann 13. apríl var haldinn fundur með konum sem sæti eiga á framboðslistum stjórnmálaflokkanna. „Við vildum vekja athygli þeirra kvenna sem hafa tekið sæti á framboðslistum stjórnmálaflokkanna og vekja þær til umhugsunar um möguleika kvenna og hindranir til að ná völdunt í stjórnmálum og nauðsyn þess að fjölga konum í nefndum. Við viljum opna augu kvenna fyrir því að þær þurfa að hugsa um hvernig ákvarð- anir eru teknar. Eru málin ákveðin á sveit- I arstjórnarfundum? I nefndum, í klíkum einhvers staðar á bakvið, meðal embættis- manna í stofnunum samfélagsins? Flyst valdið ef til vill til þegar konurnar koma inn í sveitarstjórnirnar? Við þurfum að auka fjölda meðvitaðra kvenna í stjórnmál- um til að þær geti breytt vinnuaðferðum og haft nteiri áhrif með því að nota kvennapólitískar aðferðir. Við áformum einnig að láta útbúa póstkort sem konur geta sent hver annarri til að treysta sam- stöðuna. Eftir að sveitarstjórnarkosningun- um sleppir er mikið starf framundan í sambandi við næstu Alþingiskosningar." Konur cndast skamiiit í sveitarstjórnum Ekki dugar þó að fjölga konum í valda- stöðum, því einnig þarf að vinna að því að þær sitji lengur. I könnun á störfum kvenna í sveitarstjórnum 1986-1990, sem unnin er af Stefaníu Traustadóttur, kemur í ljós að mikill fjöldi kvenna ætlar ekki að gefa kost á sér aftur að loknu fyrsta kjör- tímabili, eða um 59% aðalmanna og 23% eru óákveðnar. Einungis 18% eru ákveðnar í að gefa kost á sér áfram. Þær sem hafa verið tvö tímabil eða lengur eru ákveðnari í að hætta, því 68% segjast ekki ætla að gefa kost á sér aftur og 16% eru óákveðnar. Að- eins 16% eru ákveðnar í að sitja áfram. Svipaða sögu er að segja um varamenn, 43% ætla að hætta eftir fyrsta kjörtímabil og 27% eru óákveðnar, aðeins 30% ætla að halda áfram. 80% þeirra kvenna sem eru varamenn og hafa setið tvö kjörtímabil eða lengur ætla að hætta, aðeins 20% ætla að halda áfram. Þegar konurnar eru beðnar um skýring- ar er algengasta svarið tímaskortur, eða svo segja 19 af 46 aðalmönnum, og 6 af 20 varamönnum. Níu aðalmenn nefna einnig þá ástæðu að gefa öðrum tækifæri til að taka þátt í stjórnun. Bent hefur verið á að sveitarstjórnarstörfin eru aukastörf þessara kvenna, þær eru langflestar í fullu starfi á vinnumarkaðinum og eiga auk þess stór heimili. Lilja Ólafsdóttir var spurð hvort samstarfshópurinn hcfði velt fyrir sér hvers vegna konur endast illa í valdastöðum stjórnmálanna. „Það eru eflaust margir samverkandi þættir sem valda þessu. Konurnar fá minni stuðning að heiman en karlarnir. Flestir karlar eru stoltir yfir því ef konur þeirra komast til valda, en það horfir öðruvísi við þegar þeir þurfa að taka sinn hluta af ábyrgð af heimilishaldinu. Þær leikreglur sem gilda í stjórnmálum eru konum fram- andi, þær eru vanar öðrum aðferðum í samstarfi. Forgangsröð kvenna og karla um hvað sé mikilvægast í lífinu er ekki eins. Þjóðfélagið telur konu það ekki til tekna að ná frama út á við á sama hátt og körl- 5

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.