19. júní


19. júní - 01.03.1994, Blaðsíða 25

19. júní - 01.03.1994, Blaðsíða 25
Framkvœmdastjórn og varamenn í aðalstjórn KRFÍ: Neðri röð frá vinstri: Btyndís Hlöðversdóttir, nýkjörin varaformaður, Lilja Ólaftdóttir, fráfarandi gjaldkeri, Inga Jóna Þórðardóttir, formaður, Jónína M. Guðnadóttir, fi-áfarandi varaformaður en hún hefitr verið í stjórn KRFI hátt á annan áratug, Ellen Ingvadóttir og Guðný Befiediktsdóttir. Efri röð frá vinstri: Edda H. Steingrímsdóttir, framkvœmdastjóri KRFI, Oddný Vilhjálmsdóttir, Hidda K. Ólaftdóttir, nýkjörin í stjórn, Valgerður K. Jónsdóttir, Dóra Guðmundsdóttir og Ragtihildur Vigfúsdóttir. A myndina vantar nokkrar konur í stjórn og varastjórn. Fréttir úr starfi Mynd kvcnna í Ijölniiðliim Af starfi félagsins skal þess fyrst getið að haldinn var mjög fjölsóttur fundur í Kornhlöðunni í Bankastræti þann 24. nóv. þar sem rnynd kvenna í íslenskum fjölmiðlum var tekin til umfjöllunar. Jó- hanna Vigdís Hjaltadóttir flutti erindi um sjálfsmynd íslenskra fjölmiðlakvenna og Eyja Margrét Brynjarsdóttir talaði um fjölmiðla og kvenlega fegurð. Hrefna Guðmundsdóttir og Elín Arna Þorgeirs- ðóttir kynntu úttekt á þætti kvenna í sjónvarpsfréttum. Steinunn Óskarsdóttir gaf yfirlit yfir umfjöllun fjölntiðla um konur í stjórnmálum. Einnig svöruðu fjórir frétta- og blaðamenn spurningunni: Hvernig fjalla fjölmiðlar um konur? Umræður voru líflegar og var viðhorf fundarmanna í heild á þá lund að hallað v*ri á konur í umfjöllun fjölmiðla. Hlut- ur þeirra væri rýr í fréttum og þær ntinna áberandi en karlar. Þær raddir heyrðust líka að ein af ástæðunum væri sú að kon- ur veigruðu sér við að koma fram. Konur KRFI væru oftast tregari til að láta hafa viðtöl við sig og segja skoðun sína en karlarnir. Leikhúsferð I nóvember var leikrit Steinunnar Jó- hannesdóttur, Ferðalok, skoðað og á eftir sátu höfundur og leikstjórinn, Þórhallur Sigurðsson, fyrir svörum. Gestir luku lofi á leikritið og umræður á eftir voru líflegar. Jólaluiiduiiiin . . . . . . var með hefðbundnu sniði og vel sóttur. Meðal dagskráratriða var söngur Þorbjargar Guðmundsdóttur læknis við undirleik SofHu Guðmundsdóttur. Svo var að venju upplestur úr nýútkomnum bókum. Jóhanna Kristjónsdóttir las úr bók sinni Perlur og steinar — árin með )ökli, Sigríður Erlendsdóttir las kafla úr nýútkominni sögu félagsins og Guðrún Helgadóttir las upp úr bók sinni Litlu greyin. Fuiidur á Akureyri Brugðið var út af vananum með að halda fund í Reykjavík á afmæli félagsins, 27. janúar. Þess í stað fóru tveir stjórnarmenn KRFÍ til Akureyrar og hittu að máli kon- ur sem vinna að sveitarstjórnarmálum þar í bæ ásamt jafnréttisfulltrúa Akureyrar. A Akureyri er jafnréttismálum sinnt betur en víða annars staðar. Staða jafnréttis- fulltrúa á án efa sinn þátt í að svo er. Konur úr öllum stjórnmálaflokkum kornu á fundinn. Fram kom m.a. að konurnar hafa hist og rætt saman og að verið væri að undirbúa námskeið fyrir konur um sveitarstjórnarmál. Slarlshópur 11111 sveitarstjórnarmál Akureyrarfundurinn var liður í starfi hópsins, sem orðinn er allfjölmennur og hefur hist reglulega frá áramótum. Meðal 25

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.