19. júní - 01.03.1994, Blaðsíða 14
BOKMENNTASÝN
Bókmenndr eru Iistgrein. Hlut-
skipti kvenna í bókmennta-
heiminum hefur verið álíka og
staða kvenna innan annarra
fyrirbæra í tilverunni, þar sem
líf verður að list og listin varpar nýju ljósi á
lífið. Þessi staða hefur verið kölluð jaðar-
staða. Jaðarstaða kvenna virðist skýrgreind
miðað við hávaðann sem frá þeim kemur,
eða kemur ekki. Það sem einkennir
kvennahópa frá því að smástelpur Iabba í
fyrsta sinn í skóla með töskur sínar á bak-
inu er nefnilega ró þeirra og spekt - miðað
við strákahópinn. Raddir þeirra eru hljóðar
og þær láta ekki mikið yfir sér. Auðvitað
hafa verið, eru og verða alltaf til stelpur,
konur, já, og kvenrithöfundar, sem hafa
hátt og koma róti á umhverfi sitt. En þær
eru fáar.
Konur og bókmenntir
nýjum augurii. Verk margra góðra kvenrit-
höfunda birtust áfjáðum lesendum og hélst
þar í hendur vilji lesendanna, sem oftar en
ekki voru einnig kvenkyns, til þess að end-
urskoða lífið í gegn um Iistina, og vilji
þessara nýju höfunda til að varpa nýju ljósi
á hinn svokallaða „reynsluheim kvenna.“
Nú eru tímar, sem hægt er að kalla frið-
artíma, að minnsta kosti í stórum hluta
heims. Misstórar byltingar hafa runnið sitt
skeið á enda og útliti fyrir stórar styrjaldir
hefur létt. Þjóðríki hamast við að stokka
upp gamlar deilur og afkomendur flótta-
fólks undan harðræði af ýmsum toga hafa
fest einhvers konar rætur í nýjum jarðvegi.
Það má því kalla þennan tíma, sem nú er
runninn upp, „tíma til að tengja“.
Fólk unt alla jörð er á höttum eftir jarð-
festu. Nú er tími ættfærðiútgáfa og jarða-
kaupa eða leigu í sveit forfeðranna. Nú er
tími afturhvarfs til þess landslags sem til-
heyrir þeim sem við það dvelur, oftast á
góðum stundum um sumartíma — og í
þetta sinn eru það konurnar sem leiða
hópinn.
Okkur íslendingum er tamt að rugla
saman hávaða og staðfestu. Þetta sést vel í
eftir
Kristínu Hafsteinsdóttur
bókmenntafrœðing
(M.Fil.)
I kjölfar byltinga og þjóðflutninga koma
fram nýir fletir á lífi fólks og list. í kjölfar
hinnar vopnlausu kvennabyltingar í sum-
um löndum Evrópu og Ameríku fyrir
rúmum tveimur áratugum reis upp ný
bókmenntastefna, svokallaðar kvennabók-
menntir. Ný útgáfufyrirtæki spruttu upp,
svo sem eins og Womens’ Press, og þau
gömlu urðu að líta innsend handrit kvenna
samræðu-„list“ okkar. Sá sem ber fast í
borðið máli sínu til staðfestingar hefur víst
alveg afskaplega rétt fyrir sér. Okkur hættir
líka til að finnast við vera á undan öðru
fólki á þessari jörð í því að uppgötva ýmis-
legt það sem við í rauninni drögum að
okkur. Það verður hins vegar aldrei af okk-
ur skafið að við, sem í aðra röndina erun
svo dugleg að eyða, erum líka mjög hæfir
safnarar. Þetta sést best í ntörgum þeim
skáldsögunt sem hafa komið út á íslandi á
undanförnum árum. Sérstaklega í verkum
ýmissa karlrithöfunda.
Erlendis hafa karlrithöfundar hamast við
að skilgreina lífið og tilveruna. Þeir setja
upp myndir úr lífinu og skoða þær með
augum þess sem best kann að njóta. Þegar
búið var að skoða sjálfið, duldina og allt
það, og þegar búið var að tosa lesendur og
leikhúsgesti yfir þröskuld furðu og upp-
götvunar þar til ekkert kom þeint lengur á
óvart, beindu djörfustu og bestu karlrithöf-
undar heimsins sjónum sínum í æ ríkari
mæli að erfiðasta verkefni allra skilgrein-
enda: Hinu yfirskilvitlega. Þar með má
segja að enn einu sinni hafi bókmenntir og
önnur list nálgast þá skoðun sem okkur er
öllum hugleikin fyrr eða síðar. Eru óum-
flýjanleg mörk milli lífs og dauða? Þar er
komið að réttnefndu „jaðarsvæði“ og er
það hið besta mál.
Skáldsagan er yngri systir sögunnar.
Báðar eru þær dætur manns og jarðar. Og
mjög eru þær háðar duttlungum foreldra
sinna. Þær systur hafa búið misnærri hvor
annarri í gegnum tíðina, sú eldri fer sínar
eigin leiðir án sýnilegs tillits til þeirrar
yngri. Báðar eru þær mikið skoðaðar og
skilgreindar á friðartímum. Og nú eru ein-
mitt slíkir tímar.
Mannkynið, sem hefur verið önnum
kafið við að koma sér fyrir og bylta og
breyta, er á leiðinni heim í friðsæl heiðar-
býlin, þar sem það veltir við steinum í leit
að fjölskyldunni sem það týndi sjónum af í
flutningum til betra lífs. Heima á höfuð-
bóli ritverkanna hafa þær systur, saga og
skáldsaga, komið saman enn á ný. Það er
blómatími sagnfræðilegu skáldsögunnar út
um allan heim. Og í þetta sinn er líka ný
saga sem lesendur hafa tekið fagnandi, það
er hin hógvœra jjölskyldusaga: Saga kvenna
sem hafa verið fluttar fram og aftur vegna
þjóðfélagsbreytinga og dætra þeirra. Lág-
værar raddir höfunda eins og Amy Tan og
Toni Morrison hafa borist um heims-
byggðina.
Hér heima hafa slíkar raddir einnig
heyrst og það reyndar lengi. Þar skal fyrst
telja verk hinna náskyldu kvenna Jakobínu
og Fríðu A. Sigurðardætra og Stefaníu Þor-
grímsdóttur, sem fyrst íslendinga skrifaði
um afturhvarf til landsins í tilraunverkinu
Önnu. Vigdís Grímsdóttir og Þórunn
Valdimarsdóttir hafa einnig slegið á strengi
sögunnar. En það er Svava Jakobsdóttir
sem enn og aftur sýnir tímaskyn, sem á
ekki annað sér líkt hjá virkum íslenskum
lithöfundi í dag, með lágværum sögum
sínum í smásagnasafninu Undir eldjjalli.
Það er við lestur slíkra sagna að jaðar-
kenningin fer fyrir Iítið. Það er einmitt frek-
ar sóknin út á við sem er jaðarsækin. Heim-
koman er yfirleitt lágværari og um leið
ásæknari. Á meðan allt er með ró og spekt.
14