19. júní


19. júní - 01.03.1994, Blaðsíða 6

19. júní - 01.03.1994, Blaðsíða 6
„Erfiðara að fá konur til starfa" um. I’ær konur sem eru meðvitaðar kvennapólitískt gefast einnig frekar upp í stjórnmálum ef þær ná ekki þeim áhrifum sem þær óska eftir heldur en hinar sem eru sáttar við að vera sætar dúllur og tilbúnar til að þoka fyrir körlunum. Það er oft erfitt að sameina jafnréttismál og flokkspólitísk mál. Það er hætt við að það verði átök þar á milli og flokkspólitíkin verði ofan á. Eg var einn af stofnendum Rauðsokkahreyf- ingarinnar og vildi halda henni utan við flokkspólitíkina. En svo náði flokkspólítík- in yfirráðum. Það má líkja Rauðsokka- hreyfingunni við hressa stelpu sem giftist eldri manni með meiri reynslu en hún og fór að taka tillit til hans.“ Óbeint vaid kvcnna og nieðvilaðar konur — Nú hefur oft verið talað um að konur hafi mikið óbeint vald, hafi heihnikil völd á bak við tjöldin. Hverju svarar þú því? „Með óbeinu valdi er átc við að konur geta haft mikil völd innan heimilanna og fjölskyldunnar. En þær geta ekki gert karl- inn að talsmanni sínum þegar út fyrir heimilið er komið. Konan hefur ekkert vald yfir karlinum eftir að hann lokar úti- dyrunum að heimili sínu. Sá sem á allt sitt undir því að annar leiti réttar hans og tali hans máli er aldrei vel settur." - Þú talar um meðvitaðar og ómeðvit- aðar konur. Er eitthvað betra að hafa ómeðvitaða konu í valdastöðu? Gerir hún eitthvað meira fyrir konur og kvennapóli- tík en karl? „Sá sem er ekki meðvitaður um ríkjandi ástand er ekki líklegur til að vinna að breytingum á því. Jafnvel getur hann unn- ið gegn breytingum með því að gangast gagnrýnislaust undir þau viðhorf sem eru í gildi.“ — Nú er Kvenréttindafélagið þverpóli- tískt félag sem hefur það m.a. á stefnuskrá sinni að fjölga konum í ábyrgðastöðum. Hefur verið gert eitthvert átak í því skyni að fjölga félögum og hvetja konur til að taka þátt í félaginu? „A síðasta ári sendum við út nokkur þúsund kynningarbæklinga til að kynna fé- lagið og blað okkar 19. jiíní. Við höfum haldið nokkra vel heppnaða stóra fundi og vakið þannig athygli á félaginu. í hverjum mánuði ganga nú á annan tug kvenna í fé- lagið, flest yngri konur.“ Lilja segir að lokum að því miður sé enn langt í land að konur geti verið sáttar við hlut sinn í íslenskum stjórnmálum. „Auð- vitað þokast mál í rétta átt, hægt en stöð- ugt, en við verðum að gera betur. Við verðum að treysta á okkur sjálfar! Heiðrún Sverrisdóttir var full- trúi Alþýðubandalagsins í bæj- arstjórn Kópavogs í tvö kjör- tímabil, frá 1982-1990. „Ég hef alltaf haft áhuga á félags- málum, er lærð fóstra og hafði unnið að fé- lagsmálum fyrir Fóstrufélagið þegar leitað var til mín um að taka þátt í forvali Al- þýðubandalagsins fyrir kosningarnar 1982. Ég tók þátt í því og lenti í öðru sæti, Al- þýðubandalagið átti þá þrjá fulltrúa og ég gerði mér því grein fyrir því að ég var komin inn í bæjarstjórn. Ég átti alls ekki von á þessu en úr því sem komið var reyndi ég að gera mitt besta.“ - Hvers vegna ákvaðstu að hætta eftir tvö kjörtímabil? „Mér fannst átta ára seta í bæjarstjórn alveg nógu langur tími, því þetta er mjög mikil vinna. Við vorum í meirihluta þessi átta ár og því mikið álag á okkur. Ég þurfti að skipta mér niður á þrjá staði, var með tvo drengi, tveggja og þrettán ára, þegar ég byrjaði í bæjarstjórn, og var í fullu starfi sem leikskólastjóri. Síðara kjörtíma- bilið minnkaði ég við mig vinnu, varð for- stöðukona á skóladagheimili hálfan dag- inn, en ég stóð frammi fyrir því að þurfa að velja milli starfsins og bæjarstjórnarinn- ar, því það var ekkert vinsælt að vera í hálfu starfi sem forstöðukona. Ég bjó þó það vel að maðurinn minn hugsaði mjög vel um drengina, ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af því að þeir væru einhvers stað- ar í reiðileysi. En mér fannst vera kominn tími til að hvíla mig á stjórnmálunum bæði vegna fjölskyldunnar og starfsins. En þetta var gífurlega skemmtilegur tími, maður kynntist mörgum málum sem mað- ur hefði aldrei kynnst öðruvísi og því var þetta ómetanleg reynsla. Mér finnst synd hve margar konur hætta eftir eitt kjörtíma- bil, það er gríðarlega flókið að setja sig inn í mörg mál, eins og t.d skipulagsmál, og eftir eitt kjörtímabil er maður rétt búinn að setja sig inn í málin.“ - Hvað fannst þér erfiðast við störf í bæjarstjórninni? „Mér fannst fundartíminn erfiðastur, því þegar ég byrjaði voru bæjarstjórnar- fundir klukkan fjögur á föstudögum. Menn voru ekkert að flýta sér, þar sem það var frídagur næsta dag og því drógust fundirnir oft á langinn, jafnvel fram yfir miðnætti. Ég vakti fljótlega athygli á því hvort ekki mætti flytja fundartímann og við konurnar í stjórninni komum því til leiðar að fundirnir voru fluttir yfir á þriðjudaga. Um leið urðu þeir markvissari og tóku þar af leiðandi skemmri tíma.“ — Hvað finnst þér ætti að gera til að reyna að fjölga konum í sveitarstjórnum? „Þetta liggur að einhverju leyti í uppeld- inu, það er meira sussað á konur og reynt að þagga niður í þeim, strákarnir fá miklu meiri hvatningu. Það þarf líka að gera stór- átak í dagvistarmálum og skólamálum því uppeldis- og heimilis- störfin eru enn miklu meira í höndum kvenna og þær því lítið til í að bæta á sig vinnuálagi. Mér hefur fund- ist æ erfiðara að fá konur til starfa í stjórn- málum, hvernig sem á því stendur. Við gerðum heilmikið hér í leikskólamálunum, það var mikið byggt og boðið upp á sveigj- anlega vistun fyrir alla. Þá komum við upp mataraðstöðu fyrir börnin í skólunum, þeim var boðið að kaupa jógúrt, brauð og ávexti á kostnaðarverði. Þá var komið upp skólaseli við Hjallaskóla, þar sem börnum var boðið að vera utan skólatíma. Þá var unnið að því að gera skólana einsetna. Ég held að það væri hægt að gera margar breytingar í skólunum ef starfsfólk skól- anna væri jákvæðara. Á þessum tíma var einn kvenskólastjóri í Kópavogi og það var mikill munur á afstöðu hennar til margra mála og starfsbræðra hennar, þeir virtust oft hafa miklu minni skilning á þörfum fjölskyldunnar. Starfsfólk leikskólanna hef- ur verið mildu tilbúnara til að reyna ýmsar nýjungar, jafnvel þó að það hafi kostað það mikla vinnu og fyrirhöfn." Viðtal: Valgerður K. Jónsdóttir 6

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.