19. júní


19. júní - 01.03.1994, Side 26

19. júní - 01.03.1994, Side 26
þess sem gert hefur verið er að skrifa öll- um jafnrétdsnefndum á landinu og óska samstarfs um aðgerðir. Einnig var Jafn- réttisráði skrifað og óskað samstarfs við það. f kjölfar þessa skipaði jafnréttisnefnd Reykjavíkur fulltrúa í hópinn og Jafnréttis- ráð einnig. Það er sannarlega fengur fyrir KRFÍ að því að fá þessa aðila til samstarfs. I janúar voru birtar auglýsingar í sjón- varpi til að hvetja til þess að konur væru valdar á framboðslista og greinar skrifaðar í blöð. Skýrr (Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar) er sérstaklega þakkað- ur stuðningur við kynningarátakið. Hópurinn stendur fyrir fundi um miðj- an apríl með konum í framboði til sveit- arstjórna. Markmiðið með fundinum er að stuðla að sem mestum raunverulegum áhrifum kvenna í stjórn sveitarfélaganna og stuðla að því að konur í framboði geri sér grein fyrir mikilvægi þeirra áhrifa. Nordisk foriiin er einnig í undirbúningi, bæði þátttaka félagsins í ráðstefnunni og skipulag ferðar. Liður í undirbúningnum var að formaður félagsins, Inga Jóna Þórðardóttir, sótti fund samtaka norrænna kvenréttindafé- laga, NKS, í Málmey í Svíþjóð í janúar þar sem rætt var um samstarf félaganna um dagskráratriði á Nordisk forum. Akveðið var að norrænu kvenréttinda- félögin kæmu fram með sameiginlegt þema undir heitinu Kynferði og völd. Framlag KRFÍ til þess verður erindi Hansínu B. Einarsdóttur, verkefnisstjóra. Erindi sitt nefnir hún Undir stjórn kvenna. Fjallar það um nýsköpun í at- vinnulífi og frumkvæði kvenna og konur sem stjórnendur — konur sem gerendur. Auk þessa mun KRFÍ kynna starfsemi sína á Nordisk forum. Ár fjölskyldunnar I janúar var haldin ráðstefna, sýning og málþing í tilefni af tilnefningu Samein- uðu þjóðanna á 1994 sem ári fjölskyld- unnar. KRFI tók þátt í sýningunni. Aðalfundiir félagsins var haldinn 24. mars. Að þessu sinni gengu úr stjórn Jónína M. Guðnadóttir varaformaður og Lilja Ólafsdóttir gjaldkeri. Stjórn KRFÍ að loknum aðalfundi: Inga Jóna Þórðardóttir, formaður Bryndís Hlöðversdóttir, varaformaður Ellen Ingvadóttir Guðný Benediktsdóttir Hulda Karen Ólafsdóttir Kjörnar á aðalfundi í varastjórn: Hansína B. Einarsdóttir Ragnhildur Hjaltadóttir Valgerður Katrín Jónsdóttir I aðalstjórn, kjörnar á landsfundi: Oddný Vilhjálmsdóttir Gerður Steinþórsdóttir Soffía Guðmundsdóttir Sigrún Jonný Sigurðardóttir Ragnhildur Vigfúsdótdr í varastjórn, kjörnar á landsfundi: Guðrún Edda Haraldsdótdr Sólveig K. Jónsdóttir Áslaug Brynjólfsdótdr Sigurbjörg Björgvinsdótdr Elsa Þorkelsdóttir Guðrún Hallgrímsdóttir Guðlaug Sigurðardóttir (starfar fyrir Valgerði Guðmundsdóttur) Valgerður Gunnarsdóttir Dóra Guðmundsdóttir Þórunn Sveinbjarnardóttir Jónína Margrét Guðnadóttir, sem lét af störfum sem varaformaður félagsins, hefur sannarlega veitt félaginu starfskrafta sína því hún hefur setið í stjórn óslitið síðan árið 1979 auk þess að vera í ritnefnd 19. júní 1978-1989, þar af sem ritstjóri árin 1980-1988. Jónínu er heils hugar þakkað hennar mikla starf í þágu félagsins og um leið er sú von látin í ljósi að hún haldi áfram að miðla félaginu af reynslu sinni í framtíð- inni þótt hún dragi sig í hlé frá stjórnar- störfum. Kvennamessa 19. jnní Akveðið hefur verið að sameiginlegt fram- lag Kvenréttindafélagsins, Kvennakirkj- unnar og Kvenfélagasambands íslands til hátíðahaldanna í Reykjavík í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins verði kvennamessa sem flutt verður á gervigrasvellinum í Laugardal sunnudagsmorguninn 19. júní. POD/ COL05R BRILLANCE ‘Nærir hárið, styrkir litinn og gerir hárið sérlega mjúkt og glansandi POD/ Col^Tr BRILLANCE POLY C0L0R - Prenns konar hárlitir .itashampoo, Brillance Intensive litur og Soft Toner litaskol Poly Color Brillance eru nýir hárlitir sem fara vel með háriö og gefa hárinu nýjan og ferskan blæ. Sérlega haldgóðir og djúpir litir sem duga lengi. Þekja vel grá hár og um leið verður hárið líflegt og glansandi á ný. Með Poly Color Brillance er hægt að lita hárið eins dökkt og óskaö er, gefa því nýjan litblæ eöa lýsa þaö. Um er að velja 15 mismunandi liti í nýju Poly Color Brillance hárlitunum. Helstu útsölustaóir: Rvk. & nágrenni: Vers. Stella, Regnhlífabúðin, Top Class, Vers. Þalía, Soffía Hlemmi, Hygea Austurstræti, Holts Apótek, Háaleitis Apotek, Árbæjar Apótek, Lauganess Apótek, Vers. Nana Hólagarði, Andorra og Snyrtilínan Hafnarfirði. Landið: Perla Akranesi, Stykkishólms Apótek, Apótek Blönduóss, Sauðárkróks Apótek, Vörusalan & Stjörnu Apótek Akureyri, Hafnar Apótek, Selfoss Apótek, Ölfus Apótek, Apótek Keflavíkur, Apótek Grindavíkur. ZZZLV9 'S 'V'U uossnu&e\N ub\abV>\ -.Bu\í.\oaq

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.