19. júní


19. júní - 01.03.1994, Blaðsíða 8

19. júní - 01.03.1994, Blaðsíða 8
Er borgarstjórafestin hönnuð á karlmannsaxlir? að vakti heilmikla athygli fjöl- miðla þegar Katrín Fjeldsted ákvað að gefa ekki kost á sér í prófkjör Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnar- kosningar eftir 12 ára setu í borgarstjórn. Hún var m.a. gagnrýnd fyrir að tilkynna þessa ákvörðun sína seint og forystumenn flokksins höfðu orð á að þannig gerði hún öðrum konum sem áhuga hefðu á að taka sæti á listanum erfitt fyrir. „Eg get með engu móti séð að það að vera í framboði hindri aðrar konur í að taka sæti á listanum," segir Katrín. „En það slær mann óneitanlega út frá þeim kvenna- sjónarmiðum sem 19. júní er væntanlega að velta fyrir sér að hlutur kvenna í Sjálf- stæðisflokknum er rýr miðað við hina borgarstjórnarflokkana. Þannig voru þrjár konur í tíu efstu sætunum í Reykjavík fyrir síðustu kosningar og sama niðurstaða fékkst við prófkjör nú í byrjun árs, þrjár konur eru enn í tíu efstu sætunum fyrir komandi kosningar, þær Inga Jóna Þórðar- dóttir, Guðrún Zoéga og Jóna Gróa Sig- urðardóttir. Þannig er ljóst að prófkjör tryggir ekki framgang kvenna í flokknum." — Fyrir nokkrum árum átti ég við þig langt blaðaviðtal. Þar sagðist þú vera tilbú- in til að gefa kost á þér í embætti borgar- stjóra. Þessi yfirlýsing ku hafa valdið titr- ingi innan Sjálfstæðisflokksins. Varðstu vör við það? „Nei, enda sé ég ekki að það sé neitt eðlilegra en að þeir sem eru í efstu sætum listans sýni áhuga á borgarstjóraembættinu. Eg hef ekki orðið vör við að borgarstjóra- festin sé hönnuð á karlmannsaxlir. Það er ekki einu sinni verið að brjóta hefð með því að kona gegni þessu embætti þar sem Auður Auðuns var borgarstjóri fyrir rúm- um þremur áratugum, eða 1958-1959. Rit- höfundurinn Germaine Greer, Iiöfundur bókarinnar Kvengeldingurinn, sagði eitt sinn að konur þyrftu að vera tvöfalt eða þrefalt betri en karlar til að ná sama ár- angri og þeir og það gildir eflaust enn þann dag í dag. Annars hélt ég þegar ég var um tvítugt og í Uunum að jafnrétti kynj- anna væri alveg á næsta leiti og konur og karlar kæmu innan tíðar til með að vinna Viðtal: Valgerður K. Jónsdóttir sömu störf jöfnum höndum. f dag finnst mér hinsvegar allt í lagi þótt það sé einhver verkaslúpting milli kynjanna en vinnan á þó að vera jafnt metin til launa.“ — Var það eitthvað öðru fremur sem varð til þess að þú tókst þá ákvörðun að hætta núna? „Nei, ég var að vinna þessa ákvörðun í langan tíma og niðurstaðan lá ekki fyrir fyrr en ég sagði frá henni.“ — Hvað er þér minnisstæðast að loknum þessum 12 árum? „Kosningarnar 1990 eru mér minnis- stæðastar, en ég hef tekið þátt í þremur kosningum. í síðustu kosningum var for- inginn veikur og gat ekkert verið með í kosningabaráttunni og því varð hlutur okkar hinna miklu meiri fyrir bragðið. Undanfarin átta ár hef ég setið í borgarráði en þar eru ákvarðanir teknar í þorra mála og það hefur verið mjög lærdómsríkt. Svo er gaman að sjá að ýmis mál sem maður hefur unnið að t.d. á sviði umhverfis-, um- ferðar- og heilbrigðismála hafa skilað ár- angri. Ég hef oft furðað mig á því hvað fjölmiðlar hafa sýnt borgarmálunum lítinn áhuga, en borgarmálin skipta Reykvíkinga oft miklu meira máli en þau mál sem er verið að fjalla um í þinginu. Þingmenn Reykvík- inga hafa ótrúlega lítil tengsl við borgarbúa og borgarfulltrúa, ég hef að minnsta kosti lítið orðið vör við að þingmenn þyrftu að ráðfæra sig við borgarfulltrúa. Það hefur stundum verið sagt í gamni og alvöru að það þyrfti að dreifa húsnæði Alþingis um borgina þannig að þingmenn neyddust til að ganga um bæinn og borgarbúar fengju að sjá þeim bregða fyrir. Ég held það sé mjög mikilvægt fyrir stjórnmálamenn að vera í góðum tengslum við umbjóðendur sína og borgarfulltrúar eru í betri tengslum en þingmenn þar sem þeir hafa atvinnu sína af öðru en stjórnmálum. Ég tala t.d. við fjölda manns á hverjum degi og það er ekki alltaf sama fólkið, og svo er auðvelt að ná í mig, ég er t.d. í símaskránni!" - Hver voru viðbrögðin við þessari ákvörðun þinni? „Þau voru mjög sterk. Fjölmargir sögð- ust skilja af hverju ég hefði ákveðið að halda ekki áfram. Fólk túlkar það síðan á sinn hátt. Þeir sem hafa verið óánægðir túlka það sem andspyrnu, aðrir segjast sakna manns, og enn aðrir segja að þarna sé verið að yfirgefa söldevandi skip. Ég hef setið í borgarstjórn fjórðung ævi minnar og mér finnst vera kominn tími til að söðla um. Hvert kjörtímabil er stutt, aðeins fjög- ur ár sem eru fljót að líða og það er hætta á að stefnumörkun í víðara samhengi og sýn til framtíðar líði fyrir afgreiðslu smámála.“ - Þú ert eldcert hætt afskiptum af stjórn- málum? „Því fer fjarri. Ég hef öðlast reynslu sem nýtist mér í framtíðinni, á hvern hátt sem það verður. Lífið er stutt, ég vona að ég hafi skilað farsælu starfi í borgarstjórn und- anfarin 12 ár.“ 8

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.