19. júní


19. júní - 01.03.1994, Blaðsíða 13

19. júní - 01.03.1994, Blaðsíða 13
ÁR FJÖLSKYLDUNNAR ir þurfa að koma meira inn í innri geira samfélagsins til þess að konurnar geti farið út í ytri geirann. Og ég kem reyndar að því í ritgerðinni hvernig konur hafa oft í sög- unni hoppað inn í ytri geirann og axlað þar ábyrgð. í fjarveru rnaka sinna hafa þær rekið búið og séð um alla hluti. En við höfum hins vegar ekki mjög mörg dærni um það í sögunni að karlmenn gangi inn í innri geirann til jafns við konur. Blm.: En þeir gerci þetð náttúrlega núna. Sigrún: Já, núna í vaxandi mæli. Blm.: Finnst þér á þessum rúmum tutt- ugu áruni sem þú ert búin að vinna með tslenskar jjölskyldur að ]>ú nierkir breyt- ingu í samskiptamynstrinu? Sigrún: Alveg tvímælalaust. Bæði finnst mér oft og tíðum vera meiri átök og mér finnst ekki síst karlmenn hafa breyst mjög mikið. Imynd karlmannsins hefur verið mjög nátengd þjófélagslegum yfirráðum og valdi. En nú virðist sú ímynd vera að breytast. í nýlegri rannsókn sem gerð hefur verið af sænskum vinnuveitendasamtökum kemur fram marktæk breyting á viðhorf- um karla dl fjölskyldu og atvinnulífs á þrjátíu ára bili. Könnunin sýnir að nú velja karlmenn á starfsframaaldri í auknum mæli störf sem gera þeim kleift að sinna börnum og fjölskyldu. Núna getur karl- maður sagt: „Ég tek ekki að mér störf sem krefjast þess að ég sé burtu um helgar af því að þá vil ég vera með börnunum mín- um.“ I öðrum tilvikum setja þeir fram önnur skilyrði til þess að geta lagað sig að vinnutíma konunnar o.s.frv. Misnoluð hollusla Blm.: Danska skáldkonan Suzanne Brogger var stödd hér á dögunum. Hún varð víðfneg á sínum tímajyrir bókina Fri oss fra kterligheden og setti fram nijög djarfar kenningar um að fjölskyldan og hjónabandið vteru fangelsi fyrir konuna. Eru íslenskar konur fangar fjölskyldunnar? Sigrún: Það finnst mér of sterkt til orða tekið. Og mér finnst það mjög neikvætt orðalag. Ég vil frekar nota orðið hollustu- bönd sem vissulega binda íslenskar konur fastar við fjölskyldur sínar. En hollustan er líka eitt það besta og jákvæðasta við ís- lenskar fjölskyldur. Það að taka höndum saman. Láta ekki ytri aðstæður hefta sig. »Ég hef ákveðið að ná því markmiði að koma upp húsi og börnum, til þess að ná því get ég þurft að slá mínum eigin pers- onulegu þörfum á frest. En yfir heiðina skal ég.“ Þannig hugsa margar íslenskar konur og sýna styrk og úthald sem aldrei má gera lítið úr. Það eru þessi hollusta og styrkur sem mér finnst samfélag okkar hafa misnotað. PUNKTA- FRÉTTIR Hugvitskonur Víst verður „hugvitið" á NF 1 as^ana ládð en það vakir þó ckki ein- göngu fyrir íslensku hugvitskonunum sem um þessar mundir eru í óðaönn að undirbúa þátt- töku sína á norræna kvennaþinginu Nordisk for- um. Konurnar eru félagar í Félagi íslenskra hug- vitsmanna og hyggjast taka þátt í svokallaðri hugvitssmiðju á þinginu. Framlag íslensku kvennanna fjögurra er af ýmsu tagi, s.s. húð- krem unnið úr villtum íslenskum jurtum sem tíndar eru úti í náttúrunni og ýmsir hlutir úr fiskroði og skinni, en við sútun á því er beitt aðferð sem hefur verið þróuð hér á landi. Hug- myndin er að tengja saman hugvit og listir. Ekki meira reykt Sífellt fekkat fcini hjá Pósti og síma stöðum þar sem reyk ingamönnum er vært við þá iðju sína. Frá og með 21. apríl eru reyk- ingar ekki heimilar hjá Pósti og síma og tekur bannið til um 2.500 starfsmanna á 160 vinnu- stöðum, auk bifreiða fyrirtækisins. Ákvörðunin var tekin í samráði við fulltrúa starfsmannafélag- anna og verður þeim starfsmönnum, sem vilja hætta að reykja, boðin aðstoð. Fyrr á árinu bönnuðu tvö fiskvinnslufyrirtæki reykingar á húsi og lóð eins og það er nefnt. Frá Ameríku berast þær fréttir að algert reyk- ingabann verði sett á vinnustöðum landvarna- ráðuneytisins en þar starfa samtals um tvær og hálf milljón inanna. Ennfremur hefur ríkið Maryland bannað reykingar á almannafæri og fengið á sig kæru frá reykingamönnum sem þyk- ir nú meira að sér þrengt en góðu hófi gegnir. En fari svo að dómurinn gangi yfirvöldum í Maryland í vil má búast við að fleiri ríki Banda- ríkjanna fylgi á eftir og þá fer nú að verða fátt um fína drætti fyrir reykingamenn í Bandaríkj- unum. Minnum hvert annað á - Spennum beltin! IUMFERÐAR 'ráð PUNKTA- FRÉTTIR Fleiri viija konu 1 könnun Galiup í sem yfirmann en Bandaríkjunum kom , , tram að 39% að- Karl spurðra vildu karl sem yfirmann en 22% konu, hinum fannst kyn yfir- manns ekki skipta máli. Gallup á íslandi lagði nýlega sömu spurningu fyrir fólk. Fleiri vildu konu sem yfirmann, eða tæplega 20%, en rösklega 14% vildu fremur karl. Flestum, eða rúmlega 66%, fannst það ekki skipta máli hvors kyns yfirmaðurinn væri. Sérstaða gamalla Hvernig eru hagir og kvenna á íslandi k<ör 8am:,";‘kvenna á Norðurlöndunum? I norrænni samanburðarrannsókn var leitað svara við þessari spurningu. I5ar kom fram að íslenskar gamlar konur hafa nokkra sérstöðu. M.a. sést þar að þær eignuðust og eiga fleiri börn en gamlar konur á öðrum Norðurlöndum, hafa meiri samskipti við börn sín og systkini, eru í launavinnu lengur fram eftir ævinni og vinna fleiri vinnustundir á viku í launavinnu. Þá eru þær, enn sem komið er a.m.k., síður hrædd- ar við ofbeldi en gamlar konur á öðrum Norð- urlöndum. Engin heildarsýn ..Enginn hefur neina yfir myndun launa hcildars>';n >fir hva? . myndar laun og tekj- Og tekna ur > þjóðfélaginu. Að- eins hluti launagreiðslnanna kemur fram í kaup- töxtum sem samið er um í kjarasamningum, sem virðast einungis gilda fyrir láglaunafólkið, en þar cru konur í yfirgnæfandi meirihluta. Frumskógur launamyndunar í þjóðfélaginu verð- ur sífellt flóknari og erfiðari viðfangs, sem aftur leiðir til þess að erfiðara er að ná fram launa- jafnrétti kynjanna.“ Þetta eru orð Jóhönnu Sig- urðardóttur, félagsmálaráðherra. 240 km bflalest á lslcnska lýðveidið á 50 km vegarspotta 50 iraafmæli 1 sumar og verður þess veglega minnst. Undirbúningur er þegar hafinn og er ljóst að ekki gengur höfuðverkjarlaust að koma hátíðargestum, því sem næst þjóðinni allri að því er virðist álitið, til helgasta staðar landsins, Þingvalla. Allt gekk vel 1974 þegar minnst var 1100 ára byggðar í landinu en aðstæður eru ekki þær sömu nú, m.a. hefur bílaeign stóraukist og íslendingár elska sem kunnugt er sinn einkabíl. Nú hefur verið reiknað út að í versta falli gæti bílalestin náð u.þ.b. 240 km lengd en veg- arkaflinn frá Reykjavík er ekki nema 50 km! Horfurnar á því að sitja pikkfastur í umferðar- öngþveiti 17. júní á leið til Þingvalla geta fælt svo marga frá að leggja út í það ævintýri að væntanleg hátíðarhöld í Reykjavík freisti meira og yrði það vatn á myllu þeirra scm fyrir þeim standa. Reyndar verður bein sjónvarpsútsending frá heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Banda- ríkjunum þennan merkisdag kl. 17 og keppa þar Þýskaland og Bólivía. 13

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.