19. júní


19. júní - 01.03.1994, Blaðsíða 16

19. júní - 01.03.1994, Blaðsíða 16
KÖRFUft Okkar vinsælu ungbarnakörfur, brúðukörfur, bréfakörfur, stólar, kistur og margar gerðir af körfum, stórum og smáum ávalll fyrirliggjandi. Körfugerðin Infólfsstræti 16 Reykjavík, sími 91-12165 HÚSSTJÓRNARSKÓLINN í REYKJAVÍK starfar með svipuðu sniði og undanfarin ár. Á haustönn eru haldin dag- og kvöld- námskeið í vefnaði, fatasaumi, bútasaumi, útsaumi og matreiðslu. Á vorönn er starfræktur 5 mánaða hússtjórnarskóli með heimavist fyrir þá sem þess óska. Námskeiðin halda áfram eftir því sem húsnæði leyfir. PUNKTA- FRÉTTIR Hjúkrunarfræðingar íslenskra hjúkr- sterkari í einu un:'rfrfinsa var, . stornað 15. jan. sl. og ® jafnframt voru Hjúkr- unarfélag íslands og Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga lögð niður. Asta Möller hjúkrunarfræðingur var kjörin formaður nýja fé- lagsins sem sameinar alla hjúkrunarfræðinga undir einum hatti. Hún gaf 19. júní góðfúslega eftirfarandi upplýsingar um stofnun og tilgang félagsins: „Nýja félagið er fag- og stéttarfélag hjúkrunar- fræðinga og er því skipt í 8 svæðisdeildir. I’á eru starfandi fagdeildir innan félagsins. Alls eru um 2.700 félagar í Félagi íslenskra hjúkrunarfræð- inga. Hjúkrunarfræðingar, sameinaðir í einu félagi, hafa möguleika til að beita sér betur en áður í sameiginlegum hagsmunamálum sínum, bæði á vettvangi launa- og réttindamála, en ekki síður í heilbrigðis- og hjúkrunarmálum.“ Tvisvar verður 1 upphafi starfsævi hjá gamall maður Re)'kjavíkurborg cru , körlum og konum ” Ona . gfgjjj sömu dag- vinnulaun. Síðan breikkar bilið þar til dregur að gamalsaldri að karlar verða aftur að láta sér lynda sömu laun og konur, þ.e. ef þeir komast yfir 45 ára starfsaldur hjá borginni. I>að má því segja að karlar sem vinna allan sinn aldur hjá borginni upplifi það tvisvar að vinna á „kvenna- kaupi“. Á hátindi starfsævinnar - þ.e. frá 15. til 35. starfsársins - eru körlum greidd 15-30 þús. kr. hærri mánaðarlaun fyrir dagvinnuna heldur en konum með sama starfsaldur að baki. Mismun- urinn vcrður þó cnnþá meiri þegar kemur að heildarlaunum. Konurnar komast ekki yfir 120 þús. meðaltekjur fyrr en eftir 35 ára starf, en þá hafa karlarnir vcrið á 170-180 þús. kr. meðal- launum í tvo áratugi. Krefja Danir Norðurlandabúa um vegabréf? Dönsk yfirvöld hafa tilkynnt að Norður- landabúar megi búast við því að vcrða krafðir um skilríki við komu til Danmerkur. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Evr- ópubandalagið krefjist þess að Danir herði landamæraeftirlitið hjá sér og nýlega kvörtuðu þýsk stjórnvöld við ríkisstjórn Danmerkur vegna straums flóttamanna frá Svíþjóð sem kæmi óhindrað í gegnum Danmörku. Siglfirðingar í Á skömmum tíma láni og óláni vakti ath>'8li að tveir stórir happdrættis- vinningar rötuðu til Siglufjarðar. 17 milljóna króna vinningur í Víkingalottóinu hafði nýlega lagt leið sína þangað þcgar fréttir bárust um að Siglfirðingur hefði unnið 16 milljónir í öðrum flokki Happdrættis Háskóla íslands. Vinnings- hafinn átti trompmiða og þrjá einfalda miða og fékk því áttfaldan fyrsta vinning sem er tvær milljónir. 16

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.