19. júní


19. júní - 01.03.1994, Blaðsíða 24

19. júní - 01.03.1994, Blaðsíða 24
Komirnar heim - þjóðarsátt? að hefur ekki farið fram hjá mörgum að atvinnuástand íslensku þjóöarinnar er vont. Það hefur heldur ekki farið milli mála að það er sínu verra fyrir konur en karla. Það sýna allar tölur. Það er þjóðarsátt um að koma konunum inn á heimilin - var haft eftir einum tals- manni launþegahreyfingarinnar hér um daginn. Að gefnu tilefni skal tekiö fram að þessi einstaklingur var ekki að mæla þessu bót, þvert á móti. Að hans mati er ástandið I atvinnumálum kvenna og aðförin að bæði konum sem eru enn í launuðu starfi og þeim sem eru á atvinnuleysisskrám, afturhvarf í áralangri jafnréttisbaráttu kvenna. En hver gerir þessa þjóðarsátt - ef hún er þá til staðar? Hver er að semja fyrir konurnar? Eiga þær aðild að þessum „samningum"? Hafa þærgefið einhverj- um umboö til að semja fyrir sig? Ef ekki - hver hefur tekið sér það vald? Hver tók af þeim samningsréttinn? Það þarf að svara sþurningum eins og þessum því það eru sannarlega ýmis teikn á lofti sem benda til að þetta sé rétt. íslenskar konur hafa veriö virkar á vinnumarkaðinum um langan tíma og eru orðnar hluti af honum. Sífellt stærri hópar kvenna hafa verið aö koma inn á vinnumarkaðinn með þekkingu og reynslu sem er þeirra og er samfélag- inu nauðsynleg. Þær hafa verið aö styrkja stöðu sína. En þvl miöur eru enn fleiri konur en karlar án fagmenntunar og tölur yfir fjölda atvinnulausra sýna aö það er sá hóþur sem einna helst fyll- ir flokk þeirra atvinnulausu. Auk þessa vinna mun fleiri konur en karlar hluta- starf og starfsaldur kvenna er oftar en ekki styttri en karlanna. Þaö er að sjálfsögðu hluti af sömu skýringunni af hverju svo er. Þegar þess- ar staðreyndir bætast viö hina sögulegu hefð og alda- gömul viöhorf kynhyggjunnar að heimilið sé þrátt fyrir allt náttúrulegur vettvangur kvenna og þar sé þeim eðlilegt aö dvelja - þá er á brattann aö sækja fyrir konur sem gera kröfur um jafnrétti og jafn- ræði á viö karlana. Þess- um konum ætti að vera styrkur í niðurstööum könnunar á högum og aðstæöum atvinnulausra sem gerð var fyrir rúmu ári. Þar kom fram að bæði karlar og konur voru ósammála þeirri fullyrðingu að þegar vinnuframboð væri takmarkaö ættu konur frekar en karlar að sitja heima. En þessar skoöanir eiga kann- ski ekki uppi á pallborðinu hjá þeim sem sitja við hin ósýnilegu samninga- borð um þessar mundir. Niðurstööur sömu könnunar benda til aö atvinnu- leysi hafi neikvæöari áhrif á sjálfstraust kvenna en karla. Slíkar upplýsingar benda til að atvinnuþátttaka kvenna sé orðin jafnmikilvægur hluti af sjálfsmynd þeirra og hún er körlum. Kannski vita konur sem hafa misst atvinnuna að möguleikar þeirra til aö fá vinnu aftur eru takmarkaöir - aö þær eru orðnar at- vinnulausar „til aö vera“. Það er í það minnsta reynsla erlendra kynsystra þeirra. Á jafnréttisþingi í október sl. var varp- að fram þeirri spurningu hvort íslenskar konur væru nógu reiðar! M.a. í Ijósi þess hversu takamarkaö hefur verið komið til móts við kröfur og þarfir kvenna í gegnum árin má ætla aö þaö vanti eitthvað á reiðina. Þaö er lygilegt að íslenskar konur skuli t.d. hafa sætt sig við stöðuna í dagvistar- og skóla- málum yngstu barnanna eins og hún er um þessar mundir. íslenskurfræöimaö- ur, dr. Sigrún Júlíusdóttir, hefur lýst óeigingjörnu vinnuframlagi og aðlögun- arhæfni ísenskra kvenna með orðunum - þegja - þrauka - þola. Spurningin er - hversu lengi? Ef það er nú rétt að einhvers staðar sitji einhverjir á óformlegum samninga- fundum og breyti leikreglum eða leiti leiða til að túlka þær vinnandi konum í óhag, munu konur rísa upp. Reiðin er þrátt fyrir allt til staðar. Við sjáum þess merki víða I samfélaginu að það kraum- ar undir niöri. Ungar konur ræða nauð- syn róttækrar kvennahreyfingar, sumar heita á karlana til samvinnu, aðrar vilja berjast án þeirra. Þátttaka á fundum, ráðstefnum og kröfugöngum er varöa málefni kvenna hefur ekki veriö eins mikil um langan tíma. Viö verðum að gera eitthvaö - við veröum að gera eitt- hvað er viðkvæðið. Konur eru búnar að gera sér gein fýrir aö fyrirtæki og stofn- anir samfélagsins geta ekki starfað án vinnuframlags þeirra. Þær eru búnar aö gera sér gein fýrir að menntun og lltil og meðalstór fyrirtæki svara kalli framtíö- arinnar. Konur mennta sig og þær stofna eigin fyrirtæki. Þær eru búnar aö gera sér grein fyrir að þær varða sjálfar að verja kjör sín. Konur veröa aö taka málin I eigin hendur. Hvort reiöialdan sem lýst var eftir á jafnréttisþingi skelli á tslensku samfélagi eða ekki skal ósagt látið. Margar konur hræðast reiö- ina - aörar telja að það megi nýta hana til jákvæðra hluta. Aö því ber að stefna. ST HÆNUFET TÍI hamingju, £>■« Og vera ber settu kvennaráðgjöf konur mart: sitt á 8. mars, alpjoðlegan bar- áttudag kvenna. Fjölmörg samtök stóðu íyrir göngu niður Laugaveginn til að minna á kyn- ferðislegt ofbeldi gegn konum. Tilgangur göng- unnar var að vekja athygli á þessum hræðilcga glæp. Ein þeirra samtaka sem að göngunni stóðu er Kvennaráðgjöfm og hún á 10 ára af- mæli um þessar mundir. Kvennaráðgjöfin, sem er til húsa í Hlað- varpanum við Vesturgötu, veitir konum ókeypis lögfræðiaðstoð og félagsráðgjöf tvisvar í viku. I5ar gefa vinnu sína hugsjónakonur, lögfræðingar og lögfræðinemar, félagsráðgjafar og félagsráð- gjafanemar. í samantekt fyrir árið 1993 kemur fram að ráðgjöfin sinnti 442 erindum sem er 43% aukning frá árinu áður. Samtals hringdu 263 konur, 178 konur komu og eitt erindi barst skriflega. Flest mál tengjast hjónaskilnuðum og sambúðarslitum. Fjárhagserfiðlcikar, forsjá barna og umgengnisréttur, barnavcrnd og ofiicldi inn- an veggja heimilis eru einnig algeng erindi. Kominn er út hjá Kvennaráðgjöfinni nýr og endurskoðaður bæklingur eftir Ingibjörgu Lor- steinsdóttur „Skilnaður - nokkrar hagnýtar upp- lýingar um skilnað.“ Sambærilegur bæklingur um réttarstöðu fólks í óvígðri sambúð er í vinnslu. Starfsfólk Skrifstofu jafnréttismála óskar Kvennaráðgjöfinni til hamingju með afmælið. 24

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.