19. júní


19. júní - 01.03.1994, Blaðsíða 10

19. júní - 01.03.1994, Blaðsíða 10
ÁR FJÖLSKYLDUNNAR Ljósmyndir: Rut Hallgrimsdóttir. Doktorsritgerð um fjölskylduna Hollusta íslenskra kvenna við fjölskylduna er misnotuð segir Sigrún Júlíusdóttir í viðtali við 19. júní Texti: Steinunn Jóhannesdóttir Þann 4. júní á liðnu ári fór fram doktorsvörn Sigrúnar Júlíusdóttur við Gautaborgar- háskóla þar sem hún varði kenningar sínar um íslenskar fjölskyldur. Doktorsritgerð Sigrúnar heitir á sænsku Den kapabla familjen i det islándska samhállet en hún hefur kosið að kalla hana á íslensku: Bjargráða fjölskyldan í íslensku þjóðfélagi. Undir- titillinn er: En studie om lojalitet, áktenskapsdynamik och psychosocial anpassning eða á ís- lensku: Rannsókn á hollustuböndum, gagnvirkni í hjónabandi og félagssálarfræðilegri aðlögun. Rannsókn Sigrúnar var gefin út á bók samhliða vörninni og þar sem hún er skrifuð á prýði- legu mannamáli er efni hennar aðgengilegt leikmönnum sem lesa sænsku. í ritgerðinni er saman dreginn mikill fróðleikur um íslenska fjölskylduhætti ífortíð og nútíð og efnið snertir mjög sam- skipti og stöðu kynjanna og hvernig hvorutveggja hefur þróast. Sigrún tengir rannsóknina langri reynslu sinni af fjölskyldumeðferð með athyglisverðum hætti. Rannsóknin ætti því að vera forvitnileg öllum sem áhuga hafa á málefnum fjölskyldunnar og mjög gagnleg fólki í sveitar- stjórnum og á Alþingi þar sem félagsleg umgjörð fjölskyldunnar er ákvörðuð að verulegu leyti með lögum og reglugerðum sem og fjárframlögum og sköttum. 10

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.