19. júní


19. júní - 01.03.1994, Blaðsíða 20

19. júní - 01.03.1994, Blaðsíða 20
Ungt fólk og jafnréttisbaráttan Þau ánægjulegu tíðindi hafa gerst, að jafnréttismál og umræða um jafna stöðu kvenna og karla er komin á fullt flug meðal ungs fólks. Þetta má sjá bæði í Háskóla íslands og meðal fram- haldsskólanema. 1 Stúdentablaðinu, blaði Stúdenta- ráðs Háskóla íslands frá því í desem- ber, má finna góða umfjöllun um það sem í daglegu máli kallast jafnréttis- mál. Þar kemur m.a. fram að nýverið var samþykkt viðbót við lög Stúdentaráðs en hún hljóðar svo: „Stúdentaráð skal í upphafi hvers starfsárs skipa kvenna- fulltrúa sem skal fylgjast með jafnréttis- málum innan háskólasamfélagsins." Annar flutningsmaður tillögunnar, Cam- illa Wilde, rökstyður hana með þv! að segja að „kvennafulltrúinn eigi að vinna að því að styrkja stöðu kvenna innan háskólasamfélagsins, safna upplýsing- um um jafnréttismál innan háskólans og fylgjast með þróun þessara mála í samfélaginu." Auk þessa á kvennafull- trúinn að aöstoða konur sem telja brot- ið á rétti sínum, móta stefnu Stúdenta- ráðs í jafnréttismálum og vinna að stofnun jafnréttishópa innan skólans. Kosningar til Stúdentaráðs eru nýaf- staðnar og samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Stúdentaráðs er verið aö undirbúa tilnefningar og kjör í öll emb- ætti á vegum ráðsins, þar á meðal kvennafulltrúann. Skrifstofa jafnréttis- mála óskar stúdentum til hamingju með væntanlegan kvennafulltrúa og væntir góðs samstarfs. Laganeminn Málfriður G. Gísladóttir fjallar um kvennafulltrúa Stúdentaráðs í sérstakri grein í þessu sama Stúdenta- blaði. Þar svarar hún þeirri spurningu hvort stofnun embættis kvennafulltrúa sé eitthvert „kvenremburöfl". Að henn- ar mati er sérstaða kvenna það skýr og óumdeilanlega háð kynferði þeirra að útilokað sé að karlar sinni ákveðnum málaflokkum sem varöa þær sérstak- lega, aö minnsta kosti í bráð. í því sam- bandi leggur hún mikla áherslu á að í dag virðist staðan vera sú að móður- hlutverkið og langskólanám/starfsframi viröist vera ósættanlegir pólar og að jafnrétti kynjanna felist í því aö konur „velji" að fresta barneignum. Aö hennar mati eru ungar konur neyddar út í þetta „val" og bendir hún m.a. á breytt lög Lánasjóðs íslenskra námsmanna máli sínu til stuðnings. Það eru fleiri há- skólanemar sem fjalla um jafnréttismál í Stúdentablaðinu en ekki aðstaða til að geta þeirra allra. Þó er ekki hægt annað en aö nefna grein Magneu Mar- inósdóttur, foreldris og nema í stjórn- málafræði, en hún heitir „Mennt er máttur - móðir, kona, meyja". Þar lýsir hún m.a. breytingu á afstöðu sinni til jafnréttismála og hvernig grein í frétta- bréfi Jafnréttisráðs, Voginni, hafði ásamt öðru, áhrif þar á. I grein sinni tengir Magnea á mjög skýran hátt eigin reynslu og það sem farið er að kalla andspyrnuhreyfingu gegn jafnrétti. ST Starfsmenn í vísitasíu Þær Ragnheiður Harðardóttir og Birna Hreiðarsdóttir hafa gert víðreist í vetur og heimsótt jafnréttisnefndir víöa um land auk þess að boöa til almennra funda á hverjum stað. Hafa þessar ferðir haft þrennan tilgang: Aö afhenda og kynna Grósku, handbók jafnréttis- nefndanna, og voru þeir fundir ein- göngu ætlaðir jafnréttisnefndamönn- um, og að halda opna fundi þar sem sagt var frá Norræna jafnlaunaverkefn- inu og Nordisk Forum, en sem kunnugt er verður það haldið í Ábo í Finnlandi í ágúst n.k. Fundaferðin hófst í Neskaup- stað en þangað mætti, auk jafnréttis- nefndarinnar á staönum, jafnréttis- nefnd Eskifjarðar. Samskonar fundir voru haldnir á Egilsstööum með nefnd- inni á staönum og jafnréttisnefnd Seyö- isfjarðar. Á Norðurlandi-eystra mættu til fundar í sal bæjarstjórnarinnar á Akur- eyri, staöarnefndin auk nefndanna frá Dalvík og Ólafsfirði. Á nýju ári hafa þeg- ar verið haldnir fundir í Keflavík, Húsa- vík og á ísafirði og voru almennu fund- irnir boðaðir í samvinnu við verkalýðsfé- lögin á staðnum. Fundir þessir hafa verið ágætlega sóttir og bæði gagnlegir og skemmtilegir (ekki hvað síst fyrir fundarboðendur!) og má gera ráð fyrir að heimsóknir til jafnréttisnefnda verði snar þáttur í starfsemi stofnunarinnar í framtíðinni. Þar sem sveitarstjórnar- kosningar eru nú framundan og starfs- tími jafnréttisnefndanna að renna sitt skeið á enda hefur þó verið ákveöið að gera hlé á heimsóknum til þeirra og taka upp þráðinn meö nýjum nefndum í haustbyrjun. R.H. 20

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.