19. júní


19. júní - 01.03.1994, Blaðsíða 23

19. júní - 01.03.1994, Blaðsíða 23
Konur - jafnrétti og ES6 Eins og kunnugt er tók samningurinn um hið Evrópska efnahagssvæði gildi um síðustu áramót. Þar er að finna til- skipanir um jafnrétti og jafna stöðu kynja. Þessar tilskipanir hafa lagagildi hér á landi og ber að túlka íslenska lög- gjöf til samræmis við tilskipanir EES samningsins. Það var álit Jafnréttisráðs og Félagsmálaráöuneytisins að ekki væri þörf á að breyta núgildandi jafn- réttislögum til aö uppfylla ákvæði EES samningsins. Því er þó ekki að leyna aö í tilskipunum ESB á þessu sviði er að finna ákvæði sem eru að mörgu leyti skýrari og afdráttarlausari en íslensk löggjöf. Þaö er því ekki úr vegi aö í 1. tölublaði Vogarinnar eftir gildistöku samningsins séu þessar tilskipanir kynntar. Þær tilskipanir sem fjalla um jafn- réttismál eru: - Tilskipun ráösins frá 10. febrúar 1975 um samræmingu á lögum aðildarríkjanna um beitingu meg- inreglunnar um sömu laun karla og kvenna. (Jafnlaunatilskipunin) - Tilskipun ráðsins frá 9. febrúar 1976 um framkvæmd meginregl- unnar um jafnrétti karla og kvenna varðandi aögang að störf- um, starfsþjálfun og stöðuhækk- unum, sem og varðandi starfs- kjör. (Meginreglan um jafnrétti) - Tilskipun ráösins frá 19. desem- ber 1978 um að megínreglan um jafnan rétt karla og kvenna til al- mannatrygginga komi til fram- kvæmda stig af stigi. - Tilskipun ráðsins frá 24. júlí 1986 um framkvæmd meginreglunnar um jafnrétti karla og kvenna innan almannatryggingakerfa einstakra starfsgreina. - Tilskipun ráðsins frá 11. desem- ber 1986 um beitingu meginregl- unnar um jafnrétti karla og kvenna sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur, þar með talið landþúnaö, og um vernd sjálf- stætt starfandi kvenna við með- göngu og barnsburð. Þaö yrði of langt mál aö rekja efni þessara tilskipana. Þaö eru einkum þær tvær fyrst nefndu sem eru til fyll- ingar og skýringar á ákvæðum íslensku jafnréttislaganna. Sem dæmi um slík ákvæði má nefna 2. mgr. 1. gr. jafn- launatilskipunarinnar um starfsflokkun- arkerfi og ákvæði í báöum þessum til- skipunum, um skyldu aðildarrikjanna til að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda launþega gegn brottvikningu úr starfi vegna kvörtunar innan fyrirtækis eða vegna málareksturs, sem ætlað er að knýja fram að meginreglan um sömu laun og/eða meginreglan um jafnrétti sé virt. Sambærilegt ákvæði er ekki að finna I íslensku lögunum þó svo túlka megi þau lög svo að í þeim felist nokk- ur vernd til þeirra sem leita réttar síns. Þriöja og síðasta dæmið sem hér verð- ur nefnt er ákvæði um óbeina mismun- un. íslensku jafnréttislögin tilgreina að hvers kyns mismunun eftir kynferði sé óheimil. Hugtakið óbein mismunun er ekki nefnt sérstaklega. í greinargerð með lagaákvæðinu er hugtakið „mis- munun“ skilgreint svo að átt sé við „at- höfn eða athafnaleysi, hvers konar greinarmun, útilokun eða forréttindi sem skapar mismunandi stöðu kvenna og karia í raun vegna kynferðis eða at- riöa tengdum því.“ ísiensku jafnréttis- lögin taka þvl til óbeinnar mismununar en yrðu óneitanlega skýrari ef ákvæði um óbeina mismunun yrði lögfest. Um- ræöa um óbeina mismunun vegna kyn- ferðis hefur aukist verulega á undan- förnum árum meðal annars hjá ESB. Það er því líklegt að við næstu endur- skoðun íslensku jafnréttislaganna verði tekið miö af þeirri lagaþróun. Venjan er að frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla valdi nokkrum titringi hjá löggjaf- arvaldinu. Þannig var það þegar lögin frá 1985 voru samþykkt en þá hafði þingið í reynd til afgreiðslu tvö frum- vörp, ríkisstjórnarfrumvarp og þing- mannafrumvarp. Niðurstaðan var viss samsuða úr þeim frumvörpum. Frum- varpið sem varð að núgildandi lögum, sem eru frá 1991, var fyrst lagt fram á Alþingi árið 1988. Það tók því þrjú ár að fá staðfestingu þingsins og breyttist það nokkuð í meðförum þess. Það er því ánægjuleg tilbreyting fyrir okkur sem teljum þörf á réttarbótum á þessu sviði að um síöustu áramót tóku gildi lagaákvæöi um jafnrétti kynja, án átaka og ágreinings. EÞ HÆNUFET Er lýðræði án Það er óllætt að segja jafnréttis? að jafnrcttlsbaráttan hari mörg andlit og 1 nafni hennar eru troðnar margar leiðir. Ungliða- hreyfingar allra stjórnmálaflokka og framhalds- skólanemar tóku höndum saman og beindu kastljósinu að málaflokknum jafnrétti. Sunnu- daginn 6. mars var haldin jafnréttisráðstefna í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar undir fyrirsöginni „Jafnrétti - Lýðræði, virkni, þátttaka ábyrgð“. Jafnræði einstaklinga og virk þátttaka bæði karla og kvenna var meginviðfangsefni þessa unga fólks. í öllum málflutningi þess, bæði í aðdrag- anda ráðstefnunnar og í erindaflutningi á ráð- stefnunni sjálfri, kom fram skýr afstaða sem lýsir sér best í fullyrðingunni; jafnréttisbaráttan er ekki bara fyrir konur! Það var skýr vilji þeirra sem þar töluðu að strákarnir verði og eigi að vera með — á sínum forsendum. Er lýðræði án jafnréttis? spurði unga fólkið og komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki Skýrsla frá í október sl. var hald- jafnréttisþingi ;ð, tisþing að Hotel Sögu í Reykja- vík. Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla frá 1991 skal það gert á þriggja ára fresti. Á þinginu voru haldin mörg athyglisverð erindi, hugleiðingar og ávörp og hefúr því öllu verið safnað saman í eina skýrslu ásamt ályktunum þingsins og öðrum upplýsing- um. Skýrslan fæst á Skrifstofu jafnréttismála, Laugavegi 13, Reykjavík, sími 91-27420. Allir þeir sem áhuga hafa á skýrslunni geta keypt hana fyrir kr. 200. íslenskar konur Á vegum Evrópu- fara VÍða r^s‘ns * Strasbourg er starfandi jafnréttis- nefnd og er formaður Jafnréttisráðs fulltrúi ís- lands í þeirri nefnd. Starf að jafnrétti kvenna og karla heyrir undir mannréttindadeild Evrópu- ráðsins og því setja mannréttindi kvenna eða lýðréttindi kvenna, sem er kynhlutlausara orð, verulegt mark sitt á starf nefndarinnar. Á síðast- liðnu ári fékk jafnréttisnefnd Evrópuráðsins nýj- an starfsmann. Þessi starfsmaður heitir Ólöf Þórhildur Ólafsdóttir, bókasafnsfræðingur að mennt. Ólöf hafði áður sinnt tímabundnum verkefnum hjá ráðinu en hefur nú verið fast- ráðin starfsmaður Evrópuráðsins. Karlar komi tíl 1 skýrslu nefndar i Starfa veSum félagsmála- ráðuneytis um stöðu karla í breyttu samfélagi og lciðir til að auka íjölskylduábyrgð þeirra, sem út kom árið 1993, er lagt til að Jafnréttisráð skipi ráðgjafarnefnd til tveggja ára sem hafi það hlutverk að auka þátt karla í umræðunni um jafnrétti kynjanna. Ráðgjafarnefnd Jafnréttisráðs hefur tekið til starfa. Hún mun í starfi sínu einkum leggja áherslu á samspil íjölskyldu- og atvinnulífs og félags- og tilfinningaleg vandamál drengja og karla. í nefndinni eiga sæti Sigurður Svavarsson, ritstjóri, scm jafnframt er formaður, Sigurður Snævarr, hagfræðingur, Hjörleifur Sveinbjörns- son, fræðslufulltrúi, Jóhanna Ingvarsdóttir, blaðamaður og Ragnhildur Benediktsdóttir, lög- fræðingur. 23

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.