19. júní - 01.03.1994, Blaðsíða 12
ÁR FJÖLSKYLDUNNAR
Sigrún: Já, því þær segja Iíka: „ Það ætti
að vera þannig að konur og karlar hefðu
sömu möguleika til þess að nýta menntun
sína og öðlast frama í starfi með því að
tryggja örugga gæslu fyrir börnin.“ Og mig
langar til að það komi fram í þessu viðtali
að mér finnst mjög heilbrigð sú afstaða
sem kemur fram til bæði dagvistunar og
skóla hjá þessum fjölskyldum. Það er hin
almenna skoðun að bráðnauðsynlegt sé að
efla þessar stofnanir og það kemur fram
traust á því fagfólki sem þar vinnur, sér-
staklega finnst mér koma fram jákvætt við-
horf til fóstra og dagvistunarstarfsfólks en
um leið kemur fram mjög gagnrýnin af-
staða til ábyrgðarhlutverks þessara uppeld-
isstofnana. Þetta fólk vill sem sagt ekki
sleppa of mikilli ábyrgð yfir til þeirra.
Stofnanirnar mega ekki ráða uppeldinu.
Þær mega ekki vera of mótandi. Þetta við-
horf kemur sérstaklega skýrt fram hjá kari-
mönnunum. Þeir vilja ekki láta foreldra-
ábyrgðina eða foreldravaldið af hendi.
Blm.: En stafar það þd ekki af því að
það er tryggt að konurnar þeirra taka þessa
ábyrgð á sig?
Sigrún: Það má kannski segja það. En
mér finnst það samt mjög jákvætt að þeir
skuli hafa þessa afstöðu og það ætti þá að
vera hægt að höfða til hennar til þess að fá
þá til aukinnar þátttöku.
Tímaskckkja
Blm.: í niðurstöðu þinni talarðu um
það sem tímaskekkju í islenskti þjóðfélagi
bvernig biíið er að jjölskyldunni og mér
finnst að þii eigir ekki bvað síst við að
timaskekkjan lýsi sér í því hversu erfitt
konur eigi uppdráttar úti í samfélaginu
enn þann dag í dag. Þrátt fyrir aukna
menntun kvenna og allan rétt til þátttöku
í bverju sem er, þrátt fyrir að það ríki það
sem kallað er jafiiræöi í hjónabandinu og
bjónin upplifi sig sem jafiiingja, þá er
þetta ástand á kostnað jafnréttis eða jafii-
stöðu úti íþjóðfélaginu. Það er að segja hið
íslenska munstur þar sem karlmaðurinn
befur mjög þunga vinnubyrði og oft þar að
auki mikið félagsmálastarf á sínum berð-
um en konan vannýtir menntun sína bœði
til starfa og jélagsmálaþátttöku utan beim-
ilis en hefur í staðinn böfuðábyrgð á upp-
eldi barna og umhirðu jjölskyldu og beim-
ilis.
Sigrún: Já, ég hef kallað þetta tíma-
skekkju í minni túlkun. Og ég tengi bæði
afstöðu og ástand við menningarlegar ræt-
ur okkar og ýmis gömul og góð gildi sem
varða hollustu við hjónaband og fjöl-
skyldu. Og ég lít svo á að hollustuböndin
feli margt mjög jákvætt í sér, því má ekki
gleyma. En í nútímaþjóðfélagi og við þær
aðstæður sem við búum í dag þegar konur
hafa aflað sér menntunar og búið sig undir
annars konar hlutverk þá kalla ég það
tímaskekkju þegar þær ganga algjörlega inn
í gamla hollustuhlutverkið. I rannsókn
minni kemur fram mikil togstreita hjá
konunum sem þær hafa þó mjög skilvirkar
aðferðir til þess að höndla. Þær verja sig
mjög vel. Segjast hafa valið þetta sjálfar og
tala af skynsemi og innri styrk um stöðu
sína. Þær hafa mikið úthald og segja gjarn-
an: „Minn tími kemur. “
Blm.: En kemur hann?
Sigrún: Það er hugsanlegt að hann
komi. En við vitum nátturlega ekki hvað
töfin hefur kostað. Við vitum ekki hvað
þær hafa orðið fyrir miklum áhrifum af því
sem er að gerast í samtímanum og maður
sér það náttúrlega oft, í hjónameðferðinni
t.d., að konum sem komnar eru yfir fer-
tugt finnst að þær séu búnar að missa af
lestinni. Þær héldu kannski að þær gætu
hoppað inn þegar þær vildu en raunin varð
önnur. Og stundum finnst þeim þær ekki
bara hafa misst af tækifærum, þær hafi líka
farið á mis við ýmislegt í sínum eigin
þroska. Og hvað gera fertugar konur sem
hafa verið heima í 10-15 ár og ekki við-
haldið menntun sinni, núna þegar sam-
keppnin er orðin ennþá meiri á vinnu-
markaðnum? Þær eiga kannski ekki sér-
staklega mikla möguleika. Þær þurfa
kannski að byrja á því að endurmennta sig
og byggja upp nýtt sjálfstraust. Það þarf
annars konar sjálfstraust til þess að fara út
á vinnumarkað heldur en að vera sterkur
þarna heima. Það eru aðrar kröfur utan
stokks en innan.
Konur oj» sl jóniinál
Blm.: Nú standa jýrir dyrum sveita-
stjómarkosningar og við vitum að í pró-
sentum talið eru íslenskar konur sem taka
þátt í opinberu lífi og stjórnsýslu mikltt
fierri en konur á öðrum Norðurlöndum.
Framboðslistar flokkanna sýna svo ekki
verður um villst að lítið mun þokast fram
á við í þessum kosningum ef nokkuð. Þá
eru frátalin þau tíðindi að kona verður í
jyrsta sinn borgarstjóraefni í Reykjavík.
Nái Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kjöri sem
borgarstjóri i Reykjavík yrði það vissulega
einn af stóráföngum íslenskrar kvennabar-
áttu sem bafa verið allmargir á liðnum
áratugum. Við áttum okkar kvennafrídag
1975. Við kusum Vigdísi forseta 1980. í
kjölfar hennar komu Kvennafi-amboð og
Kvennalisti. Samt segja tölurnar að stjórn-
málaþátttaka íslenskra kvenna sé aðeins og
bilinu 10-25% (liegst á valdamestu sviðun-
um) en 30-40% meðal kynsystra okkar
antiars staðar á Norðurlöndum. Er slæmur
aðbúnaður fjölskyldutmar eina skýringin á
þessari tregðu eða eru einhverjar aðrar og
sérstakar bindranir í vegi íslenskra kvenna
sem ekki eru lengur fyrir hendi annars
staðar?
Sigrún: Sko, það er aftur viss þversögn
eða tímaskekkja. Islenskar konur virðast á
vissan hátt ánægðar með stöðu sína. Þær
hafa visst sjálfstraust sem á sér sögulegar
rætur. Islenskar konur hafa notið virðing-
ar. Ég lýsi því í ritgerðinni hvernig þær
höfðu ákveðin völd, nei, hvernig þær
höfðu ákveðið vægi en ekki völd að sama
skapi. Og þetta hefur gefið þeim það sem
ég kalla í dag „falskt sjálfstraust“. Eða
æðruleysi. Þær eru nokkuð ánægðar með
sinn hlut. Þeim finnst þær ekki vera neitt
kúgaðar. Þeim finnst þær hafa þetta vægi,
og það verður kannski til þess að þær eru
ekki eins viðkvæmar fyrir því að fá ekki
viðurkenningu þjóðfélagsins út á við. Þetta
er náttúrlega mín túlkun á því hvernig
konurnar í rannsókn minni töluðu um
stöðu sína. En ég held að þær þurfi að átta
sig á einhverjum af þessum hindrunum og
umræðan um þær mætti vera miklu meiri.
En um leið þarf náttúrlega að skapa raun-
veruleg skilyrði til þess að þær geti farið að
nýta menntun sína og reynslu á sem fjöl-
breyttastan hátt.
Blm.: En heldurðu að þau skilyrði skap-
ist nema að konur nái þá þeim ábrifum í
stjórnmálum að þessu verði breytt. Eða eig-
um við að treysta því að karlar, sem eru í
meirihluta við stjórnun þjóðfélagsins, i
breyti þessum skilyrðum?
Sigrún: Eg held náttúrlega að konurnar
þurfi að verða miklu virkari. En samfélags-
breytingar verður að gera í samvinnu karla
og kvenna. Af því að þau hafa hvort sinn
reynsluheim. Þetta verður að haldast í
hendur, viðhorfsbreytingin eða umræðan
annars vegar og hins vegar praktískar að-
gerðir til að aðbúnaðurinn að fjölskyldunni
breytist til batnaðar. Og það verður að
koma frá báðum kynjunum. Karlmennirn- "
12