19. júní - 19.06.1994, Blaðsíða 5
eigin réttinda nutu þær ekki stuðnings
karlanna sem börðust fyrir afnámi þræla-
haldsins. Það liðu full fimmtíu ár þar til
bandarískar konur náðu fullum pólitískum
réttindum og áttu þá eftir að sigra vofu
fordómana, sem taldi konur livorki hafa
vit, löngun né hæfileika til pólitískra slcoð-
ana hvað þá rétt til áhrifa.
Bresku Súffragetturnar
Kosningaréttarhreyfingin á Bretlandi
hófst árið 1866 þegar 1499 konur kröfðust
þess á þingi að endurskoðun kosninga-
löggjafár sem þá stóð yfir, næði einnig til
þess að veita konum kosningarétt.
A Bretlandi voru framámenn afar and-
snúnir hugmyndinni um kosningarétt
kvenna. Þeir óttuðust að konurnar kæmu á
breytingum sem mundu spilla forréttind-
um þeirra. Þeir bjuggust við því að kon-
urnar mundu ala upp heimtufrekju í
verkakonum og heimta fjárhagsaðstoð til
handa fátækum og sjúkum. Konurnar
hlutu hatramma andstöðu en þær hörðn-
uðu við hverja raun. Mátti heita stríðs-
ástand á köflum í London í heilan áratug
frá 1905 til 1917 að þær fengu kosninga-
rétt. Kjörgengi fengu þær svo ári síðar.
Konurnar gripu til alls kyns aðgerða og
voru hvað eftir annað fangelsaðar fyrir
óspektir á almannafæri. Þær hleyptu upp
fundum, hlekkjuðu sig við áheyrendapalla
þingsins og létu bókstaflega öllum illum
látum. Þegar þær voru beittar harðræði í
fangelsum brugðu margar þeirra fyrir sig
mótmælasvelti og voru þá mataðar nauð-
ugar.
KosningaréUiir íslenskra
kvenna
Eftir að Alþingi var endurreist 1845 fékk
svolítið brot af körlum þessa lands rétt til
að kjósa sér þingmenn. Konur
voru eldd meðal þeirra. Skemmtilegt er þó
að velta því fyrir sér að í íslensku máli er
orðið maður oftast notað um tegundina
alla (þótt stundum sé verið að bögglast við
að tala um menn og konur, rétt eins og
tegundin maður sé eina einkynja spendýrið
og konur önnur dýrategund). Þarna höf-
um við nokkuð fram yfir skyldustu tungur.
Akureyri fékk kaupstaðarréttindi árið
1862. í reglugerð var kveðið á um hverjir
hefðu kosningarétt:
Kosningarctt hafa allir fullmyndugir menn, sem
ekki eru öðrum háðir scm hjú og hafa vcrið búfastir í
kaupstaðnum síðasta árið, þegar þeir að minnsta kosti
borga 2 ríkisdali í bæjargjöld á ári.
(Gísli Jónsson: Konur og kosningar, bls. 7.)
Reglugerðin var samin á dönsku og þýdd
svona. A dönsku stóð „alle fuldmyndige
Mænd,“ sem án tvímæla á við karla en ís-
lenska þýðingin leyfir þann skilning að átt
sé við bæði kynin. Þannig virðist orðalagið
hafa verið túlkað því árið eftir, þann 31.
mars 1863, kaus ntadame Wilhelmine
Lever, „höndlunarborgarinna," í bæjar-
stjórnarkosningum á Akureyri. Hún er
fyrsta konan sem með vissu hefur kosið á
Islandi.
Laust fyrir 1880 hófst opinber umræða
um kosningarétt kvenna hérlendis. Islensk-
ir smábændur og búandkarlar sóttu sjó á
opnum kænum og náðu ekki allir landi.
Konur voru því vanar að standa einar fyrir
búi bæði í fjarveru eiginmanna og sem
ekkjur. Margar konur greiddu opinber
gjöld og voru jafnvel í hópi hæstu gjald-
enda. Á þessum forsendum var flutt frum-
varp um kosningarétt kvenna árið 1881. I
umræðu þótti mörgum eðlilegt að kjör-
gengi fylgdi en einstaka þingmaður lagðist
gegn því:
„þar eð þair yrðu þá að ferðast um sveitina og oft á
tíðum leggja út í bylji og ófærð á vetrardag."
(Gísli Jónsson: Konur og kosningar, bls. 14.)
Kyndugt dæmi því eina opin-
bera embættið sem kon-
ur gegndu, ljósmóð-
urstarfið, krafð-
ist ferðalaga
fyrirvara- ^ laust
°8 Æ 's þoldi
ekki bið eftir
blíðviðri. Þess má
geta hér að um þær
mundir voru tvær ljós-
mæður í Reykjavík og
hlutu livor um sig 50 ríkis-
dali í árslaun, en allar aðrar
ljósmæður landsins fengu santan-
lagt 100 ríkisdali á ári. Læknar voru
þá launalægstu embættiskarlar landsins
og fékk enginn læknir lægri árslaun en 300
ríkisdali. Oll heila ljósmóðurstéttin skipti
því með sér tveim þriðju af lægstu launum
embættiskarla. Lág laun kvenna í heil-
brigðisstéttum byggjast bersýnilega á langri
hefð sem enn er reynt að viðhalda, sbr.
átökin um kjör nteinatækna á þessu vori.
Þetta voru upphafsár langs þrefs um
kosningamál kvenna en þau voru hluti af
umræðum um stjórnarskrárfrumvörp.
Frumvörpin voru flutt ár eftir ár á Alþingi
en synjað staðfestingar konungs, ef þau
náðu þá afgreiðslu þingsins hér heirna.
Féllu ýmis gullkorn í umræðum um kosn-
ingarétt kvenna eins og til dæmis þessi,
sem Jón Ólafsson, landritari, lét sér urn
munn fara:
„Ég er því hlynntur að konur i.íi jafnrétti á við
karlmenn, því þótt gáfnafari og lundarfari sé ólíkt far-
ið og konur skorti oftast dómgreind á við karlmenn,
þá bæta konur það upp með öðrum kostum. Siðgæð-
istilfinning kvenna er meiri en karla, og þær láta síður
leiðast af eigingjörnum hvötum. Þetta vegur því upp
hvað annað.“
(Gísli Jönsson: Konur og kosningar, bls. 75.)
Þessi stórkostlegi pistill segir okkur sitt-
hvað um tíðarandann og viðhorf fólks til
eiginleika kvenna. Hins er vert að geta að
margir íslenskir þingmenn og aðrir karlar
fluttu réttindamál kvenna að þessu leyti af
mikilli þrautseigju enda eggjaðir af konum
og samtökum þeirra. Skúla Thoroddsen
má þar nefna öðrum mönnum fremur.
Hefði Alþingi verið einrátt hefðu konur
líklega hlotið kosningarétt og kjörgengi
strax árið 1886. Kóngurinn í Kaupmanna-
höfn hafði síðasta orðið í málefnum lands-
manna og samþykkti ekki lögin.
Bríet brýnir konur
Eins og kunnugt er hlutu íslenskar kon-
ur kosningarétt og kjörgengi 19. júní
1915, þótt miðað væri við
hærri aldur
þeirra en
karla fyrstu ár-
in. Bríet Bjarnhéð-
insdóttir, óumdeild
formóðir íslenskra jafnréttis-
mála, flutti ávarpsræðu við hátíða-
höldin. Þar sagði hún m.a.:
.....fegin hefði ég viljað vera því vaxin, að geta
látið endurminningar, óskir og vonir okkar allra berg-
mála svo í orðum mínum, að þau snertu ykkar innstu
og bestu tilfinningar, að þau vektu heilar fylkingar af
björtum hugsjónum og góðum framtíðarvonum, um
leið og þér minntust liðna tímans með öllu hans
striti, gleði og sorgum.“
Ári síðar skrifar Bríet í Kvennablaðið (12.
okt. 1916):
„Þær hugsjónir, sem við í íyrstu stefndum að, þegar
við hófum félagsskap okkar, eru að sumu leyti upp-
fylltar. Byrjunarskilyrðin fyrir þroska íslenskra kvenna
eru fengin. En langt er eftir, að aðaltakmarkinu sé
náð. Sú hugsjón er eins og sjóndeildarhringurinn: Því
lengra sem við göngum, því fjær sýnist hann. Þegar
við stöndum í iágri dæld, þá sýnist okkur skammt
þangað, sem himinn og jörð ber saman, yzta rönd
sjóndeildarhringsins sýnist þá rétt íýrir framan okkur.
En göngum við upp á hátt fjall, þar sem ckkert skygg-
ir fyrir útsýnið, þá verður sjóndeildarhringurinn
óendanlega víður og fjarri. Þannig er því farið með
hugsjónirnar. Þær standa aldrei í stað. í því eru fram-
farirnar fólgnar að ná hugsjónunum, koma þeim í
framkvæmd, vaxa með þeim og yfir þær, og eignast
aðrar nýjar, ennþá víðtækari, fegurri og háleitari.“
5