19. júní


19. júní - 19.06.1994, Blaðsíða 18

19. júní - 19.06.1994, Blaðsíða 18
B OKMENNTASYN: sín. Þeir hræða þau á sinn fund, og fylgj- endurna grípur frumstæð trú á hann eða guðsótti. Enginn guð eða málstaður getur verið án spámanns og hjarðar. í bókmenntum samtímans hafa fræðingarnir verið spá- Fyrirbrigðafræði nútímabókmenntanna Á þessari öld hafa hvað eftir annað ruðst fram stóryrtir hópar með hugsjón og heimtað að listirnar þjóni málstað þeirra. Skáldsagan hef- ur orðið mest fyrir kröfunni, þetta borgaralega fyrirbrigði sem fæddist á síðustu öld, frjálst í anda sem blés á hefðbundna hugsun. Nú nálg- ast það gröfina með þvælt heróp, markaðsvara, afþreying, í stað þess að lýsa á sjálfstæðan hátt tíðaranda, andlegum hræringum eða breyti- leika mannsins. Eins og frægt er orðið dó guð á öldinni sem leið. Á þessari gerð- ist það sem verra var: maðurinn dó að mestu sem óstýrilát hugs- anavera. Hann tórir, fremur en hann lifi á því að bíta sig stöðugt í mál- staðinn og sitt eigið tákn. Málstaðir hafa yfir sér hugsjónablæ í byrj- un. Þegar frá líður guf- ar hann upp og stefnurnar breytast í hags- munasamtök útvalinna við söng í kapellu ótryggs skemmtanaiðnaðar. Málstaðir nú- tímans leyfa börnunum ekki að koma til menn, en hjörðin kaupendur bóka eftir höfunda í ákveðnum geira. Skáldin eru guðir ósjálfstæðisins. Venjulega er hlutverk hjarðar að halda uppi bægslagangi kringum málstaðinn og guðina. Þegar guðunum vex fiskur um hrygg gefast þeir ekki beinlínis upp á spá- mönnunum, mál- staðnum og hjörð- inni, heldur iðka þeir njósnaflug á milli málstaða. Ef þeir sjá sér leik á borði og mælanlegan hagnað, fljúga þeir burt eina nóttina, með þeim af- leiðingum að spámennirnir standa uppi án hlutverks. Hjörðin lætur sér fátt finnast um uppgufun guða, hún bíður eftir nýjum af nálinni. Auðvitað er til of mikils mælst að ein- hver læri af reynslunni. Ef mannkynið gæti lært af henni, hefði það ekkert lengur við að vera. Svokölluð vitleysa skapar fjöl- breytni og möguleika, menn endurtaki það sama, án þess að drepast úr leiðindum. Kvennabókmenntirnar hlutu sömu ör- lög og öreigabókmenntir hins vísindalega sósíalisma. Þær misstu höfundana, þegar þeir þurftu ekld lengur á spámönnum að halda sér til framfæris. I meginatriðum er saga hugsjónahópa þannig: stefnan þarf á stjörnu að halda, svo hún skíni í augum fólks. Stjörnur sem eru komnar á festinguna fást ekki til lofsöngs, en föla nývaknaða stjarnan getur eldd skin- ið sjálfstætt og leitar að spámanni. Þeir taka henni fegins hendi og básúna fölvann sem blik væri. Hún fær aukabirtu, oft með þeim hætti að spámennirnir láta í veðri vaka að óvinveittur loftsteinn ofsæki hana og vilji að hún hrapi. Þá fær stjarnan sam- úð og viðtöl. Hún segir opinskátt frá of- sóknum loftsteinanna og blik hennar byrj- ar að seljast á markaðinum eins og það væri blossi málstaðarins. Stjarnan finnur af eðlisávísun, að upp á framtíðina að gera er ekki gott að vera við eina fjölina felld. Henni fer líkt og þegar rætt var við kommúníska rithöfunda á uppleið. Þeir sóru af sér þjónkun við kommúnisma og færðu róttækni sína niður á svið meinlausa sósíalismans, og nú af- neita þeir jafnvel honum og fortíðinni, eða grípa til þess ráðs að vera „út úr heimin- u um . Svipað gera skáldkonur, sem kvenna- hreyfingin hefur borið uppi. Þær fengu aukablik frá bókmenntafræðingum, kom- ust í sölu, byrjuðu að tvístíga og segja: Kvennabókmenndr eru ekki til, bara bæk- ur skrifaðar af konum! Þess vegna standa spámennirnir í kennslustofunum með lélegar, háværar stjörnur, sem engin leið er að blása í birtu andans. í lokin gleymast stjörnur með gerviskini á markaði. Þær nenntu aldrei að leggja á sig þá erfiðu list, að tolla einar á dimmu himinhvolfmu þangað til að sérvitringur kæmi kannski auga á þær í sjónauka og hrópar: Þarna sveimar ein með áhugaverð- um hætti fyrir þann sem leikur forvitni á að lesa um gang heimsins, um eitthvao annað en það sem hentar hverju sinni og ágóði hlýst af. Guðbergur Bergsson rithöfundur:

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.