19. júní - 19.06.1994, Blaðsíða 25
Útgáfa á vegum
launaverkefnisins
Þriöja og síðasta bókin í ritröö Norræna
jafnlaunaverkefnisins um launamál og
launamismunun veröur gefin út innan
skamms. Nýja bókin heitir „Frán kvinno-
lön till likalön - frán kunskap till handl-
ing“. í henni taka höfundar saman
reynsluna af fjögurra ára starfi að jafn-
launamálum, greina frá helstu niður-
stöðum og benda á leiðir til að vinna
gegn kynbundnu launamisrétti. Ragn-
heiður Harðardóttir skrifar þar grein
sem fjallar um algengar hugmyndir al-
mennings um orsakir kynbundins
launamunar og hvernig fræöimönnum
hefur með rannsóknum og athugunum
tekist að afhjúpa þessar hugmyndir
sem goðsagnir án stoðar í raunveruleik-
anum. Aðrir höfundar að bókinni eru
Jorun Wiik, verkefnisstjóri í Noregi, Ása
Löfström, verkefnisstjóri í Svlþjóð, Ingr-
id Ledertoug og Terje Várlid, verkefnis-
stjórar í Danmörku og Lena Johanson,
sérfræðingur I launatölfræði hjá
sænsku Hagstofunni. Nýja bókin verður
gefin út á skandinavísku, finnsku og ís-
lensku. Ekki er algengt að rit sem gefin
eru út á vegum Norrænu ráðherranefnd-
arinnar séu þýdd á íslensku. Það er
sannarlega fengur að því og vonandi að
bókin verði mikilvægur skerfur t um-
ræðu og aðgerðirí launamálum kvenna
hér á landi.
Áður hafa komið út '''ŒQ'
bækurnar „Lonn etter (Tyjg
fortjeneste - et sporgs- y
mál om vurdering", en
hún fjallar um starfsmat sem leið
í jafnlaunastarfinu, og „Kvinnelonnas
mysterier - myter og fakta om lonns-
dannelsen", þar er fjallað um hiö
flókna ferli sem stýrir myndun
launanna. í báðar þessar
bækur skrifa íslenskir
höfundar, þær
Hildur Jóns-
dóttir sem var
fyrsti verkefn-
isstjóri launa-
verkefnisins hér á landi, og Lilja Móses-
dóttir hagfræðingur. Það er Mál og
Menning sem sér um dreifingu á útgáfu
Norrænu ráðherranefndarinnar og þar
geta þeir sem hafa áhuga nálgast ein-
tak af þessum ritum.
Þá er rétt að nefna fréttabréf launa-
verkefnisins, „Likalön", sem einnig er
gefið út á íslensku, en alls hafa komið
út þrjú tölublöð af því og er því dreift
endurgjaldslaust frá Skrifstofu jafnrétt-
ismála. Launaverkefnið gekkst fyrir ráö-
stefnu í Stokkhólmi s.l. haust og var
gefin út skýrsla með þeim erindum sem
þar voru flutt. Skýrslan er afar áhuga-
verð fýrir þá sem vinna við launamál, og
er hægt að fá hana ókeypis á skrifstof-
unni.
í desember sl. gaf Norræna jafn-
launaverkefnið út kynningarrit um
starfsmat en það er safn sjálfstæöra
greina þar sem fjallað er um möguleika
starfsmatsins sem tækis í jafnlauna-
starfinu. Félagasamtök og einstaklingar
- og þá sérstaklega þeir sem hafa með
samningamál að gera - eru hvattir til
að nálgast þetta rit. Það fæst hjá Skrif-
stofu jafnréttismála og kostar kr. 200.
Að lokum má nefna ágætis leiöbeining-
arbækling sem verkefnið gaf út fyrir
tveimur árum þar sem farið er yfir fjórðu
grein jafnréttislaga um að
greiða skuli jöfn laun fyrir
jafnverömæt og sam-
bærileg störf
og hvernig
konur
geta
nýtt
sér
hana til
að ná
fram rétti
sínum í
ágreiningi
um launamál.
RH.
HÆNUFET
Hagstæðari ..Konur, frelsi og kjör-
kjördæmaskipan dæmask;fan“ “ "afns
a grein Ragnars Garð-
arssonar, stjórnmálafræðings og stjórnmálaheim-
spekinema, í Morgunblaðinu þann 1. júní 1994.
Þar kemst hann að þeirri niðurstöðu að núgild-
andi kjördæmaskipan sé meginskýringin á léleg-
um hlut kvenna á Alþingi. Á jafnréttisþinginu
sem haldið var í október síðastliðnum, fjölluðu
nokkrir framsögumenn um nauðsyn þess að
breyta kjördæmaskipan og kosningafyrirkomu-
lagi hér á landi og þá í þeirri trú að það gæti
aukið hlut kvenna. Ein af ályktunum þingsins
var áskorun til stjórnvalda að kanna þessi mál.
Skrifstofa jafnréttismála fagnar nýjum liðsmönn-
um í baráttunni fyrir auknum hlut kvenna á Al-
þingi.
14 af 79 í hænufetum síðasta
fréttabréfs var sagt frá
Þórhildi Ólafsdóttur og störfum hennar fyrir
Evrópuráðið. Þar var hún sögð bókasafnsfræð-
ingur og starfsmaður jafnréttisnefndar Evrópu-
ráðsins. Hið rétta cr að Þórhildur er doktor í
bókmenntafræði, hefur verið í föstu starfí hjá
Evrópuráðinu frá 1988 og er yfirmaður þeirrar
deildar sem fæst við jafnréttismál innan mann-
réttindadeildar Evrópuráðsins. Það er gaman að
geta sagt frá því að íslensk kona skuli vera í
hópi 14 evrópskra kvenna af þeim 79 starfs-
mönnum sem gegna yfirmannsstöðum hjá Evr-
ópuráðinu.
17 mjúkir karlar Rénur karia til feð-
ingaorlofs hefur verið
til umræðu að undanförnu. Það sem hefur borið
hæst er réttleysi þeirra og of oft horft fram hjá
þeirri staðreynd að stór hluti íslenskra feðra á
rétt á að deila fæðingarorlofi með barnsmóður
sinni.
Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun
ríkisins nýttu 17 feður sér þennan rétt á árinu
1993. Á sama ári fengu 3301 mæður greidda
fæðingardagpcninga hjá Tryggingastofnuninni.
Pabbar í fríi ^ Öllum Norðurlönd-
unum nema íslandi
eiga nýbakaðir feður sjálfstæðan rétt til 2 vikna
launaðs orlofs í tengslum við fæðingu barns.
Þessi réttur er þeirra og þeir geta ekki framselt
hann til mæðranna. Samkvæmt nýjum tölum
nýta 88% sænskra feðra sér þennan rétt og 35%
þeirra dönsku.
Þau falla eltt og nú í vor mátti lesa a^
eitt - virkin fin,n ‘ ,
Bændaskólans á Hol-
um hafi stúlkur verið í meirihluta við braut-
skráningu búfræðinga. í sömu frétt mátti lesa
hvaða nemendur fengu viðurkenningu fyrir góða
frammistöðu og vakti það athygli að af 5 slíkum
nemendum voru 4 stúlkur. Á öðrum stað í blað-
inu er fjallað um náms- og starfsval unga fólks-
ins og er þar dregin upp fremur dökk mynd.
Þess vegna er enn ánægjulegra að geta sagt frá
viðburðum sem þessum.
25