19. júní


19. júní - 19.06.1994, Blaðsíða 26

19. júní - 19.06.1994, Blaðsíða 26
Morgunverdarfundur Jafnréttisráðs Eins og flestum mun kunnugt tekur Jafnréttlsráö þátt í Norræna jafnlauna- verkefninu þar sem viðfangsefnið er launamyndun og launamunur kynjanna auk þess sem verkefninu er ætlaö aö benda á leiðirtil aö útrýma kynþundinni launamismunun. í því sambandi hefur mikið ver- iö horft til starfsmats en þaö eru einkum Kanada- menn sem hafa náö góö- um árangri í að beita því gegn launamismunun. Um þessar mundir er á vegum Jafnréttisráðs unnið aö umfangsmikilli könnun á þessum málum og er niö- urstaöna aö vænta á miöju sumri. Til aö fá nýtt sjónarhorn á umræðuna um launamun kynjanna bauö Jafnréttis- ráö til morgunverðarfundar á Hótel Sögu 6. maí sl. en gestur fundarins var Beverley Jones, lögfræöingur frá Belf- ast á írlandi. Beverley Jones hefur eink- um fengist viö mál er varöa vinnulög- gjöf, jafnréttislög og Evrópulöggjöf. Hún hefur afar víötæka reynslu af launamis- réttismálum og hefur rekið um þúsund slfk mál fyrir dómstólum í heimalandi sínu. í erindi sínu fjallaði hún um meg- inregluna um jöfn laun fyrir jafnverömæt störf og um aðferðir til aö minnka launabilið milli kvenna og karla. Reglan er hluti af Rómarsáttmálanum, sem er einskonar stjórnarskrá Evrópusambandsins, og jafnframt er hana að finna í 69. gr. samningsins um evrópska efnahagssvæð- iö. Þaö má því segja aö samningurinn hafi að geyma ágætis tæki í baráttunni gegn kynbundnu launamisrétti. Bever- ley kom einnig inn á starfsmat sem leiö til að endurmeta heföbundin kvenna- störf og rjúfa þá kyrrstööu í launamál- um sem þar rikir. Starfsmat hefur einn- ig reynst nauösynleg aðgerö til aö skera úr um þaö fyrir dómstólum hvaö séu jafnverðmæt störf, en meö því móti er hægt aö bera saman ólík störf og jafnvel ólíka menntun. í máli sínu rakti hún einnig nokkur mikilvæg prófmál sem hafa komiö til kasta Evrópudóm- stólsins en á þeim vettvangi hefur veriö tekin grundvallarafstaða í mikilvægum ágreiningsmálum er varða kjör kvenna og karla á vinnumarkaði. Þessi mál munu hafa fordæmisgildi í dómsmálum hér á landi. Síöar um daginn átti Beverley Jones fund meö nokkrum aðilum sem fást við fæðingarorlofsmál, en í júní mun hún flytja prófmál fyrir Evrópudómstólnum þar sem tekist er á um fæðingarorlof og réttindi launafólks í þeim efnum. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér nánar þessi mál geta keypt Ijósrit af erindi Beverley Jones á Skrifstofu jafnréttis- mála. RH Kirkjan í góðum málum Fyrir nokkrum vikum barst Skrifstofu jafnréttismála Árbók kirkjunnar en þar greinir frá starfsemi íslensku þjóökirkj- unnar fyrir áriö 1993. Þar kennir ýmissa grasa og meö jafnréttisgleraugun á nef- inu las undirrituð af miklum áhuga kafla sem heitir Stjórnir og starfsnefndir. Samkvæmt upplýsingum frá Háskóla íslands hefur hlutur kvenna sem braut- skráðra nemenda guöfræðideildar verið yfir 30% allt frá árinu 1987. Því hefur veriö haldiö fram aö þegar þaö kyniö sem hefur veriö í minnihluta í viökom- andi starfsgrein nái 30% hlutfalli, megi búast viö breytingum á heföbundnum viöhorfum til og jafnvel inntaki starfans. Ef þessi fullyröing er rétt ættu menn aö hafa oröið varir viö breytingar innan kirkjunnar og meöal starfsmanna henn- ar. Það hafa margir gert og fylgst af áhuga með stofnun og viðgangi Kvennakirkjunnar. Fyrir ári fullvissaði séra Auöur Eir lesendur 19. júní um að aðstandendur kvennakirkjunnar væru allar innan þjóðkirkjunnar og ætluöu aö vera þaö. Þær vildu vinna aö framgangi kvennaguðfræðinnar og boðskapar hennar innan þjóðkirkjunnar og á þann hátt gæta þess að straumar kvenna- hreyfingarinnar, og þá um leiö konur, héldust innan þjóökirkjunnar. Þaö skal tekið fram aö í stjórnum og starfsnefndum kirkjunnar sitja ekki ein- ungis starfsmenn. Þar eru leikmenn töluvert fyrirferöarmiklir svo og einstakl- ingar sem eru þar vegna starfs síns. Samkvæmt upplýsingum Árbókarinnar eru 218 einstaklingar í stjórnum og starfsnefndum kirkjunnar. Þaö skal tek- iö fram aö einhverjir geta verið marg- taldir vegna þess aö þeir eru í fleiri en einni starfsnefnd eða stjórn. Þar af eru 62 konur og 156 karlar í 42 nefndum og stjórnum. Hlutur kvenna er því 28,4% sem er töluvert hærra en verald- leg stjórnvöld geta státaö sig af. í 8 nefndum gegna konur formennsku eöa í tæplega fjóröungi þeirra. í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnar- innar um aðgerðir til aö ná fram jafn- rétti kynjanna og samþykkt var á vor- þingi 1993 kemur fram aö dómsmála- ráðuneytiö setur sér aö beina þeim tilmælum til biskupsstofu aö staöa kvenna innan kirkjunnar veröi skoöuö sérstaklega og einkum horft til hlutfalls þeirra í nefndum og ráöum innan kirkj- unnar. Þessi einfalda talning úr Árbók kirkjunnar bendir til aö staöa þessara mála sé nokkuð góð og ber aö fagna því. S.T. 26

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.