19. júní


19. júní - 19.06.1994, Page 28

19. júní - 19.06.1994, Page 28
cma Hárið hefur löngum verið talið höfuðprýði kvenna eitt aðaláhyggjuefni karla. Þessi dauði vefur hefur sett svip sinn á veraldarsöguna og orðið að lúta ýmsum lögmálum tískunnar ekki síður en annað í fari mannskepnunnar. Þannig hefur stundum verið greitt í himinháar sátur, líkt og þekktist hjá Loðvíkunum í Frakklandi, eða verið rennislétt. Og ekki má gleyma íslendingasögunum hvernig hefði Njála orðið efhár Hallgerðar hefði komið þar við sögu? Mikið vatn hefur runnið frá þvt að hirðfólkið í Versölum sat og klóraði sér í „heysátu urn" með gullprjónum eða forfeður okkar hérlendir þvoðu sér upp úr næturgögnunum. Texti: Valgerður Katrín Jónsdóttir Með hendur í hári Af dýrum jarðar er maðurinn þó snauðastur af þessum sérstaka vef sem hárið er. Flestir telja að hárið sé að tiltölulega miklu leyti leifar fortíðar þrátt fyrir að það veiti enn nokkra vernd, svo sem auga- brúnir og bráhár, dálitla hlífð við meiðsl- um og nokkurt skýli gegn ofhitun og of- kælingu höfuðsins. Menning okkar veitir okkur þó aðallega það skjól sem við þurf- um á að halda, svo sem fatnað og hýbýli, og sá tilgangur sem hárið hafði einu sinni til hlífðar líkamanum því að mestu úr sög- unni. Sumir telja að framtíðarmaðurinn verði því enn snauðari af hárvexti en nú þekkist, og jafnvel talið líklegt að hann hafi að jafnaði hárlausan skalla. Þó nær all- ur líkaminn sé hærður eru hárin víða svo fíngerð að þau eru vart sýnileg. Hvert og eitt hár hefur hárlegg se(n et sýnilegur og gerður úr dauðum vef og hár- slíður er geymir rótina sem hárið sprettur > af. Við rótarendann myndar tengivefurinrK vörtu með taugaendum, háræðum og ein- stökum litfrumum. Til eru einnig vöðvar sem heita hárreisar, en þeir geta bókstaf- lega látið hárið rísa á höfðinu á fólki. Talið er að á höfuðsverðinum einum séu um 100.000 hár og flestir missa fjölda hára daglega eða um 75 hár og vaxa allajafna ný í staðinn. Uinliirða hársins Þrifnaður landsmanna var ekki mikill hér á árum áður. Orðtækið „saursæll mað- ur er jafnan auðsæll" var í hávegum haft og menn þvoðu sér í framan áður en þeir fóru til kirkju stundum. svo af „Menn tusku og sjaldan en Vegit' sér á ullarlepp eða striga- sér p sama. HádðvaJV enda var það meira enTftío kvalræðf eins og menn báju það sítt. Kvep- fólk var tilhaldssamara ög þvoðl_séifyög greiddi á helgum og oftar ogTrtargar-krinur og stúlkur greiddu sér daglega. Algengt var áð þvo sér úr hlandi og nota ílátið fyrir þvottaskál þó að það væri ekki ætíð sem þrifalegást innan.“ Það er því ekki undarlegt þó að goð- sagnir urrk áð það væri beinlínis óhollt að þvo hárið íriýögjiþf'hafi verið lífseigar hér- lendis. I dag er þó talið að fólk þurfi að þvo sér annan/hvern dag, í sumum tilfell- um daglega, Æða eftir því hvaða vinnu það tyndar. Míklu skiptir að fólk velji sér ni eftir hárgerð, eftir því t.d. hvort hárið er þurrt eða feitt og því oftar sem hárið er þvegið, þeim mun mildara þvotta- efni er æskilegt að nota. Einnig skiptir miklu að nota hárnæringu við hæfi. Flasa stafar af því að flögur losna úr hornhúðinni, vanalega gerist það án þess að eftir því sé tekið. Stundúm fellur þó meira í einu af hornhúðinni og falla þá af silfurhvítar flögur sem kallast flasa. Flasan er algengust á yngri árum en rénar venju- lega um þrítugt. Flösunni er hægt að halda í skefjum með því að þvo hárið með flösu- hárþvottaefni en við það flagnar minna af hornhúðinni. 1 28

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.