Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1886, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.06.1886, Blaðsíða 6
54— þess háskóla helclr en hvers annars jafnmerkilegs háskóla í þeim löndum, er Islandi liggja næst. Öll þossi réttindi, sem háskól- inn í Kaupmannahöfn veitir Jslendingum, eru hin mesta ógæfa, sannarleg hefndargjöf, fyrir þjóð vora. þau eru í vorum augum ekki meira virði en réttindi þau, sem Daníel og hinum öðrum ungu Israelsmönnum voru veitt af Nebúkadnesar eftir aö þeir voru fiuttir til Babylonar, því þau bera aö sjálfsögðu sömu á- vöxtu fyrir hina ungu Islendinga, sem þeirra njóta, eins og til ætlazt var aö það, sem þeim Daníel var veitt, skyldi bera fyrir þá og Israel yfir höfuö. Andi babylonska menntunarlífsins átti að komast inn í þessa menn og fyrir þá inn í þjóö Gyðinga. Og andi Kaupmannahafnar-menntunarinnar kemst inn í hina ungu íslenzku námsmenn þar og fyrir þá inn í hina íslenzku þjóð. Og sá andi er hinn illi andi þjóðlífs vors nú á þessum tíma; hann svífr yfir Islandi landshornanna á milli, og hann hefir, að minnsta kosti að því er kirkju og kristindóm snertir, slœðzt með oss vestr um haf, og því fer fjarri, að vér höfum hér í vorum nyju heimkynnum sigrazt á honum. það er þessi andi, sem kemr all-mörgum þeirra, er dálítillar upplýsingar hafa notið, bæði meðal fólks vors heima á íslandi og hér, til að yfta öxlum við kristlegri kenning. Meira ljós, hreinna ljós, betra ljós í mennt- unarlegu tilliti,—þá þarf kirkjan ekki að hræðast menntanina. Upplýsingin verðr þá blessan fyrir trúarlíf kristinna manna. Hafi allir það til marks: Ef hin veraldlega upplýsing er krist- indóminum til niðrdreps, ef ljósi þekkingar og menntunar er beitt til þess að fá frelsarann handtekinn, ríki hans í hjörtum og lífi manna kollvarpað, þá þarf önnur menntan að koma í staðinn fyrir þá, sem er. Og vor þjóð þarf meiri, hreinni, betri menntan en þá, sem hún nú hefir. —-------*— —m——-5^^— (ijz-u-ndva&tazlöy fyrir hið ev. lút. kirkjufélag Islendinga í Vestrheimi með nú gildandi hreytingum ársfundarins 1885. (Niðrlag.) § 7. Embættismenn félagsins eru: formaðr og varaformaðr, skrifari og varaskrifari, féhirðir og varaféhirðir. § 8. Formaðr félagsins skal kveðja til ársfunda og stýra þeim, skýra frá ástandi félagsins undan farið ár og sjá uin fram- kvæmdir þeirra ákvarðana, er samþykktar eru. Hann skal og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.