Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1886, Blaðsíða 1

Sameiningin - 01.12.1886, Blaðsíða 1
ami'imngm. Mánaðarrit til stuðnings lcirkju og lcristindómi íslendinga, gefið út af hinu ev. lút. lcirkjufélagi ísl. í Vestrheimi. RITSTJÓRI JÓN BJARNASON. 1. árg. WINNIPEG, DESEMBER 1886. Nr. 10. Svo sem kunnugt er staðfesta ungmenni á íslandi skírnar- sáttmála sinn á aldrs-skeiðinu frá 14 til 18 ára. Sú há- tíðlega kirkjulega athöfn er kölluð konfirmazíón eða ferm- ing. Ætlazt er auðvitað til, að á undan fermingunni gangi rœkileg uppfrœðsla í aðalatriðum hins kristilega trúarlærdóms og siðalærdóms. En eigi síðr er j;á líka ætlazt til, að unglingr- inn hafi í hjarta sínu aðhyllzt þennan sinn kristilega barna- lærdóm, hafi fengið kristilegan hugsunarhátt, og kristilega lífs- stefnu, áðr en hann með fermingunni með eigin munni sver sig inn í safnaðarfélag kristinna manna, sína eigin kirkju. Með fermingunni lýsir unglingrinn yfir því hátíðlega og—að því er til er ætlazt—hjartanlega, að hann hafi þegið endrlausnarnáð- ina, sem honum á ómálga-aldri, nýfœddum, var innsigluð og veitt með skírninni, og jafnframt því, að hann sé ákveðinn í því að lifa í og af þessari náð það, sem eftir er. Hann bindr sig persónulega og opinherlega við guð sinn og frelsara með ferm- ingunni fyrir líf og dauða. Svo þýðingarmikið spor er ferm- ingin á mannsæfinni. Svo mikilvægt atriði er hún, eða á hún að vera, fyrir kristindómslíf hins einstaka manns samkvæmt skoðun hinnar lútersku kirkju vorrar. En svo þýðingarmikil athöfn sem fermingin er, þá er hún þó að eins uppbyggilegr kristinn helgisiðr og má með engu móti skoðast eins og sldrn og kvöldmáltíð. Hún er ekkert sakrament, engin guðleg stofnan, er frelsarinn hafi sjálfr til sett, enginn slíkr helgidómr, þar sem drottinn komi sjálfr per-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.